Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 6
6 lögmannablaðið tbl 02/12 lAGADAGUr 2012 traust á dómstólum og tjáningarfrelsið LaGadaGurinn 2012 tókst með eindæmum vel. dagurinn byrjaði með glæsilegum hádegisverði á Hilton reykjavík nordica og hlýddu viðstaddir á framsögur og umræður um traust á dómstólum og tjáningarfrelsið. málstofustjóri var kristrún Heimisdóttir lögfræðingur sem opnaði umræðuna með því að varpa fram spurningunni um hvort dómarar væru hræddir við almenningsálitið og nefndi dæmi um að hæstaréttardómarar hefðu í ár ekki tekið þátt í setningu alþingis eins og siður hefur verið um áratuga skeið. vissulega áhugaverð spurning en á sér efalaust aðrar og haldbærari skýringar en málstofustjóri vildi meina. traust í alþjóðlegu samhengi arnar Þór Jónsson hrl. hélt afar áhuga vert erindi þar sem hann fjall­ aði m.a. um traust á dómstólum í alþjóðlegu samhengi. arnar vísaði í frjálshyggjustefnu ronalds reagan í Bandaríkjunum á níunda áratugnum og sagði afleiðingu hennar vera aukinn ójöfnuð í samfélaginu. rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og hér á landi sýndu að aukinn ójöfnuður leiddi til þess viðhorfs í samfélaginu að lögin þjónuðu þeim valdameiri. afleiðingin af slíku viðhorfi væri minna traust almennings til lagasetningar og einnig gagnvart dómstólum sem hefðu það hlutverk að framfylgja lögum. almenningur teldi því lögin ekki þjóna sér (hinum efnaminni eða samfélaginu í heild) heldur einvörðungu hinum valdameiri. arnar Þór taldi að í þessu viðhorfi fælist sú gagnrýni á dómstóla sem hefur verið fyrirferðamikil, þ.e. fyrir lagahyggju eða formalisma. að mati arnars þyrftu lögfræðingar, bæði dómarar og lögmenn, að víkka út sjóndeildarhringinn og hætta að telja það ófaglegt að fjallað væri um siðferði, lýðræði og réttlæti við að framfylgja lögum af hálfu dómstóla. dómstólar dæmi eftir lögum næstur tók til máls róberts spanó prófessor og forseti lagadeildar Háskóla íslands. skemmst er frá því að segja að hann var alfarið ósammála fyrri ræðumanni. róbert lagði áherslu á að dómstólar hefðu einvörðungu það hlutverk að framfylgja því sem fælist í lögunum, þannig væri réttlæti og sanngirni „implementerað“ í réttinn. að fjalla um siðferði, réttlæti og lýðræði væri hlutverk löggjafans en ekki dómstóla. Færu dómstólar að gera það væru þeir að bregðast hlutverki sínu. Það væri alls ekki hlutverk dómstóla að fylgja eða dæma samkvæmt almenningsáliti. róbert benti á að vanþekking á starfi dómstóla skapaði vantraust. Þannig væri góð leið til að efla traust almennings á dómstólum að bæta þekkingu á því hvernig dómstólar starfa og dómarar dæma. ræddi hann talsvert um aðgang fjölmiðla að dómsstörfum og hvort dómstólar ættu að vera með löglærðan upplýsingafulltrúa, gefa út kynningarefni og koma á fót innra neti fyrir fjölmiðla með upplýsingum og fræðslu um dómstólana og dóma. vissulega áhugaverðar tillögur að mati þeirrar sem þetta skrifar. f.v. herdís Þorgeirsdóttir, arnar Þór jónsson, kristrún heimisdóttir, helga arnardóttir, símon sigvaldason og styrmir gunnarsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.