Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 28

Lögmannablaðið - 01.03.2013, Síða 28
28 lögMannaBlaðið tBl 01/13 UMfJÖllUn föstudaginn 1. fEBrúar síðast- liðinn stóð lögfræðingafélag Íslands fyrir hádegisverðarfundi um niðurstöðu Efta dómstólsins í icesave-málinu svokallaða. fundurinn var haldinn á grand hótel reykjavík en þar fluttu framsöguerindi þau Kristín haralds- dóttir, sérfræðingur hjá háskólanum í reykjavík, og reimar Pétursson hrl. Kristín og reimar voru bæði í mál­ flutnings teymi Íslands við rekstur málsins fyrir dómstólnum og er því óhætt að segja að þekking þeirra á viðfangsefninu hafi verið mikil. Þau skiptu erindum sínum þannig niður að Kristín fjallaði aðallega um sakarefni málsins og ákvörðunarástæður dómstólsins fyrir niðurstöðu sinni á meðan reimar fjallaði í sínu erindi um áhrif niðurstöðunnar fyrir Ísland og hugsanlega önnur aðildarríki evrópusambandsins. sérstaklega vel og ítarlega rökstuttur dómur Kristín sagði í erindi sínu að dómstóllinn hefði komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að enga skyldu aðildarríkja um að tryggja innstæður með ríkis­ ábyrgð væri að finna í ákvæðum hinnar umþrættu evróputilskipunar. Þá sagði hún að þrátt fyrir að aðildarríki innan eeS hefðu ríkt svigrúm til mats við ákvarðanir sínar og að mismunun gæti í sumum tilvikum verið réttlætanleg, hafi dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hefðu ekki mismunað hollenskum og breskum innstæðueigendum með aðgerðum sínum. Dómstóllinn hefði rakið það í ítarlegu máli hvernig íslensk stjórnvöld hefðu ekki gerst sek um mismunun og hefði dómstóllinn jafnvel lagt lykkju á leið sína við að útskýra hvers vegna engin mismunun hefði átt sér stað. Þannig hafi dómstóllinn farið út fyrir hefðbundinn rökstuðning og svarað álitaefnum umfram raunverulegt sakarefni málsins. Málið er úr sögunni reimar vakti athygli fundarmanna á því að í málinu hefði framkvæmdarstjórn evrópusambandsins í fyrsta sinn stefnt sér inn í dómsmál hjá eFTA dómstólnum með meðalgöngu. Hann sagði að í málflutningi framkvæmdarstjórnarinnar fyrir dómstólnum hefði verið fullyrt að málið væri evrópusambandinu afar mikilvægt og að niðurstaða þess hefði rík áhrif á framkvæmd og réttaráhrif innstæðutrygginga innan sambandins. Af þeim sökum hefði framkvæmdastjórnin stefnt sér inn í málið og stutt sjónarmið eftirlitsstofnunar eFTA gegn Íslandi. Það væri því alveg ljóst að fordæmisgildi dómsins væri verulegt. Í kjölfar dómsins spunnust um­ ræður í fjölmiðlum og á Alþingi um hugsanlegar afleiðingar dómsins fyrir Ísland og hvað evrópusambandið myndi í framhaldinu gera gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Það væri því vafamál hvort málinu væri í raun lokið. reimar taldi þó ástæðulaust að velta þessu fyrir sér. Dómurinn fæli í sér skýra og endanlega niðurstöðu um úrlausn á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands og í hans huga væri málið einfaldlega úr sögunni. reimar tók undir orð Kristínar um að dómurinn væri afar vel rökstuddur. evrópusambandið hefði reynt að beita miklum pólitískum þrýstingi í málinu og að trúverðugleiki eFTA dómstólsins hefði aukist verulega með dóminum. Það mætti sjá af umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Það er rík ástæða til að hrósa eFTA dómstólnum fyrir að hafa staðist þennan þrýsting og staðið vörð um sjálfstæði sitt í þessu stóra deilumáli,“ sagði reimar á fundinum. umræður á fundinum Í kjölfar framsöguerinda gafst fundar mönnum kostur á að beina spurningum til þeirra reimars og Kristínar. ein spurningin varðaði málskostnaðarákvörðun dómsins en í dóminum var eftirliststofnun eFTA gert að greiða allan kostnað Íslands af málarekstrinum. Þetta hafa sumir talið vera vísbendingu um það hve mikill sigur Íslands hafi verið í málinu. Kristín svaraði því til að málskostnaðarákvörðun dómsins væri eðlileg og í samræmi við þá reglu dómstólsins að sá aðili sem tapar í máli er dæmdur til að greiða málskostnað gagnaðilans. Í þessari málskostnaðarákvörðun fælist því ekkert mat á réttmæti krafna eftirlitsstofnunar eFTA. Aðspurð hversu hár kostnaður Íslands af málarekstrinum hefði verið, var svar Kristínar og reimars einfalt: „ekki hugmynd“. Haukur Örn Birgisson hrl. úr klakaböndum icesave Kristín haraldsdótttir. reimar Pétursson.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.