Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 4
4 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/13 ÁRNI HELGASON HDL. LEIÐARI Möguleikar einstaklinga til að standa í málarekstri Í ÞESSU TÖLUBLAÐI og því síðasta hefur verið fjallað um möguleika fólks til að fá málskostnað við mála­ rekstur bættan, ýmist í gegnum gjaf­ sókn eða málskostnaðartryggingar tryggingafélaga. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að greitt aðgengi sé að slíkum úrræðum enda er kostnaður við málarekstur orðinn hærri en áður og ekki á vísan að róa að fá hann bættan við málskostnaðarákvörðun dómara. Lögmenn kannast sjálfsagt margir hverjir við þá sérkennilegu stöðu að veita skjólstæðingum sínum ráðgjöf í þeirri aðstöðu að málið telst sigurstranglegt en endanleg fjárhagsleg útkoma vegferðarinnar mun ráðast af því hversu háan málskostnað skjólstæðingurinn þarf að bera. Hæglega getur komið upp sú aðstaða að málið vinnst að verulegu eða öllu leyti en lögmannskostnaðurinn sé þá orðinn slíkur að fjárhagslega endar málið á núlli eða jafnvel í mínus. Í ofanálag bætist svo að einstaklingar greiða 25,5% virðisaukaskatt af málskostnaði og eiga að jafnaði ekki möguleika á að nýta virðisaukaskattinn sem innskatt, andstætt t.d. fyrirtækjum sem standa í málarekstri. Einstaklingum bjóðast þó ákveðnir möguleikar til að létta sér róðurinn við málarekstur en þeir eru þó ýmsum takmörkunum háðir. Gjafsókn er ætluð þeim sem eru það tekjulágir að þeir eiga ekki kost á að reka dómsmál en einnig í þeim tilfellum þegar úrslit málsins kunna að hafa verulega þýðingu, annað hvort almennt eða fyrir stöðu viðkomandi. Almenna tekjuviðmiðið þegar kemur að gjafsókn er hins vegar býsna lágt en miðað er við árstekjur undir kr. 2.000.000,­. Tekjuviðmið reglugerðar um skilyrði gjafsóknar jafnast á við um 167 þúsund krónur í mánaðarlaun en til samanburðar má nefna að lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum VR fyrir þá sem hafa starfað fjóra mánuði eða lengur eru 214 þúsund krónur. Hinn kosturinn sem stendur til boða eru málskostnaðartryggingar sem tryggingafélögin bjóða upp á. Líkt og fram kemur í umfjöllun í þessu blaði þá hefur ásókn í tryggingarnar aukist töluvert og sömuleiðis útgreiðslur. Að mörgu leyti eru þessar tryggingar mjög jákvætt skref fyrir einstaklinga í þessari stöðu og tryggingin dekkar kostnað við algengustu mál sem einstaklingar þurfa að standa í. Á hinn bóginn hafa tryggingafélögin farið þá leið að undanþiggja ákveðnar tegundir dómsmála frá tryggingum, þótt tryggingin sé kynnt út á við sem málskostnaðartrygging og byggi gjarnan upp þær væntingar hjá þeim sem hana kaupa að hún tryggi hvers konar málarekstur. Afmörkunin á því hvaða tegundir mála eru undan­ þegnar er ekki augljós. Sifjamál eru t.d. almennt undanþegin þessum tryggingum og einnig mál sem tengjast sjálfskuldaábyrgðum en t.d. ekki málarekstur vegna gengismála. Staðan hjá þeim sem þurfa að reka mál sem þetta er þó sú sama, á endanum fellur á þá aðila málskostnaður, burtséð frá því hverrar gerðar málið er. Það væri hægur vandi fyrir trygginga­ félögin að koma til móts við tryggingartaka að þessu leyti, t.d. með því að bjóða upp á fleiri en eina tegund trygginga. Þannig gæti ein útgáfan náð til hvers konar málareksturs en önnur undanþegið ákveðna málaflokka. Iðgjaldið hlýtur að ráða för og eðlilegt að það taki mið af umfangi tryggingarinnar. Aðalatriðið er að tryggja fólki full­ nægjandi aðgengi að dómsmálum og að þeir möguleikar sem standa til boða til að tryggja sig eða sækja aðstoð séu raunhæfir. * * * Lögmannablaðið þakkar fyrir árið sem er að líða og óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.