Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 7
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 7 UMFJÖLLUN AÐ HVERJU ÞARF ÉG AÐ HUGA? Almenni lífeyrissjóðurinn veitir faglega og persónulega ráðgjöf og fer vel yfir þín mál. Hafðu samband við okkur og við finnum hentuga leið fyrir þig og þína • lífeyrissjóði og eftirlaunum • vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa • skipulegum sparnaði • uppbyggingu eigna Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is A N TO N & B ER G U R hún. Ekki þótt fært að lögleiða slíka skyldutryggingu í fjöleignarhúsalögunum en meirihluti eigenda getur hins vegar tekið ákvörðun þar um. Þannig getur húsfundur samþykkt með einföldum meirihluta miðað við hlutfallstölur að kaupa slíka vátryggingu fyrir alla eignina, þ.e. fyrir alla séreignarhluta og sameign. Lögmenn ekki meðvitaðir um réttaraðstoðartryggingu Flest tryggingafélögin eru með sömu eða sambærilega skilmála varðandi málskostnaðar­ og réttar­ aðstoðar tryggingarnar. TM er þó eitt tryggingafélaga með það skilyrði að vátryggðum sé skylt að láta reyna á opinbera réttaraðstoð, þ.e. athuga með gjafsókn, nema augljóst sé að hann uppfylli ekki skilyrði þess. Gjafsóknarnefnd fer hins vegar fram á að fá upplýsingar um hvort umsækjendur um gjafsókn njóti verndar réttaraðstoðar­ eða málskostnaðartryggingar og getur synjað eða takmarkað gjafsókn ef svo háttar til. Að sögn Ásu Ólafsdóttur, formanns gjafsóknarnefndar hefur reynt á þetta í umsögnum gjafsóknarnefndar: „Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 45/2008, með síðari breytingum, má takmarka gjafsókn þegar umsækjandi nýtur vátryggingaverndar hjá tryggingafélagi. Gjafsóknarnefnd hefur stuðst við ákvæði reglugerðarinnar í umsögnum sínum þar sem mælt hefur verið með takmörkun gjafsóknar og nærtæk dæmi um þetta eru gengislánamálin,“ sagði Ása og benti jafnframt á að á nýlegu málþingi um réttaraðstoð á Norðurlöndum hafi komið fram að meginreglan sé sú í nágrannalöndunum að gjafsókn sé einungis veitt þegar viðkomandi nýtur ekki annarra úrræða, s.s. málskostnaðartrygginga. Að sögn Elvars Guðmundssonar er það ekki svo að TM bjóði upp á lakari tryggingu vegna þessa gjafsóknarákvæðis því ef gjafsóknarnefnd neitar, virki tryggingin: „Það er stutt síðan gjafsóknarnefnd setti þetta í sínar reglur og því má segja að ákvæðið í skilmálum tryggingarinnar falli um sjálft sig,“ sagði hann. Ása Ólafsdóttir benti jafnframt á að dæmi væru um að lögmenn væru ekki nægilega vel vakandi yfir að kanna hvort skjólstæðingar þeirra væru með málskostnaðartryggingu þegar þeir sæktu um gjafsókn. VÍS er eitt tryggingafélaganna með í sínum skilmálum að ef fimm eða fleiri vátryggðir eiga sömu lögvörðu hagsmuna að gæta, og ef sami lögmaður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.