Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 8
8 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 UMFJÖLLUN og/eða lögmannsstofa gætir hagsmuna þeirra, þá greiði það aldrei hærra hlutfall af vátryggingarfjárhæð málskostnaðar en sem nemur 80% af fjöldanum 5­15, 65% ef vátryggðir eru 16­30 og þar fram eftir götum. Að sögn Guðríðar Önnu Kristjánsdóttur er þetta ákvæði sett til að lögmenn hugi að því að sameina mál þar sem það á við með hagsmuni allra að leiðarljósi. Gildistími Málskostnaðartrygging þarf að hafa verið í gildi í a.m.k. tvö ár til að málskostnaður verði greiddur með þeirri undantekningu að ef hinn vátryggði hefur haft sams konar tryggingu hjá öðru félagi áður fær hann hana reiknaða sér til góða. Ef vátryggður hefur ekki lengur málskostnaðartryggingu þegar ágreiningur kemur upp getur hann þrátt fyrir það fengið málskostnað greiddan úr vátryggingu ef hún hefur verið í gildi þegar atburðir, sem atvik liggja til grundvallar kröfunni, gerðust og ekki eru liðin fjögur ár frá honum. Hvað ber lögmanni að gera? Þegar lögmaður tekur að sér mál ber honum að tilkynna það tryggingafélaginu áður en frekar er aðhafst í því. Ef málið þolir ekki bið getur hann þó beitt sér í því áður. Tryggingafélögin sem haft var samband við sögðu að almennt væru tilkynningar vel unnar hjá lögmönnum með örfáum undantekningum. Helst væri misbrestur á því að þeir tilkynntu málið strax í upphafi eins og skilmálar kveða á um. Hvað bætir málskostnaðartrygging? Tryggingafélögin greiða þóknun lögmanns, kostnað við öflun álitsgerða ef lögmaður biður um hana áður en til dómsmáls kemur eða augljóst sé að dómur verði ekki lagður á mál án hennar, kostnað við leiðslu vitna eða aðra sönnunarfærslu fyrir dómstólum, réttargjöld, málskostnað sem vátryggður er dæmdur eða úrskurðaður til að greiða gagnaðila af dómstóli við lok máls, málskostnað sem vátryggður tekur á sig með dómsátt að greiða gagnaðila ef augljóst er að dómstóll hefði dæmt hann til að greiða hærri málskostnað ef dómur hefði gengið. Ca 70% skjólstæðinga með málskostnaðartryggingu Málskostnaðartrygging gildir vegna gengislánamála sem hafa verið höfðuð fyrir dómstólum. Jóhannes S. Ólafsson hdl., hefur mikið sinnt ágreiningsmálum í tengslum við gengis­ lán vegna bifreiðakaupa og sagði u.þ.b. 70% skjólstæðinga sinna vera með málskostnaðartryggingu: „Í upphafi höfnuðu tryggingafélögin því að þessi tegund mála félli undir trygginguna af þeirri ástæðu að tryggingin tæki ekki til mála sem varða vátryggðan sem eiganda vélknúins faratækis en úrskurðarnefnd vátryggingamála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þar sem réttarlegur ágreiningur takmarkaðist við endurútreikning lánasamnings teldist málskostnaðartrygging virk. Eftir það féllust tryggingafélögin á það eitt af öðru að tryggingin gilti í þessum svokölluðu gengislánamálum einstaklinga,“ sagði Jóhannes. Hvað bætir málskostnaðartrygging ekki? Vátryggður fær ekki bætur vegna eigin vinnu, tekjuskerðingar, ferða­ og dvalarkostnaðar, fullnustu dóms, úrskurðar eða sáttar, aukakostnað ef fengnir eru fleiri lögmenn eða skipt er um lögmann eða aukakostnað ef vátryggður eða lögmaður hans gerist sekur um vanrækslu í málarekstrinum. Þá greiðir félagið ekki ef vátryggður gefur frá sér möguleika að innheimta málskostnað frá mótaðila með eða án málsóknar. Anton Björn Markússon hrl. Davíð Örn Sveinbjörnsson LL.M. | lögfræðingur Fanney Finnsdóttir lögfræðingur Guðmundur Siemsen hdl. Gunnlaugur Úlfsson hdl. Hrafnhildur Kristinsdóttir hdl. Jóhanna Katrín Magnúsdóttir hdl. Jón Ögmundsson JD | hdl. Kristinn Hallgrímsson hrl. Linda Fanney Valgeirsdóttir hdl. Margeir Valur Sigurðsson lögfræðingur Ragnheiður Þorkelsdóttir hdl. Sigrún Helga Jóhannsdóttir hdl. Sigurður Valgeir Guðjónsson hdl. Snorri Stefánsson hdl. Stefán Þór Ingimarsson LL.M. | hdl. Telma Halldórsdóttir MA | hdl. Valgerður B. Eggertsdóttir LL.M. | hdl. Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Iceland Sími/tel (+354)520 2050 Fax (+354)552 2050 advel.is lögmenn ADVEL LÖGMENN ERU

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.