Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 UMFJÖLLUN Að lögmanni sé heimilt að hafa samband við vitni Félagsfundur Lögmannafélags Íslands um tillögu að breytingu á 21. gr. Codex ethicus. Á FÉLAGSFUNDI LMFÍ 26. nóvember síðastliðinn var kynnt hugmynd að breytingu á 21. gr. siðareglna lögmanna. Aðdragandi þess að Lögmannafélagið hóf vinnu við gerð breytingartillögunnar var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S­127/2012, svokölluðu Al ­Thani máli. Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu fyrir aðalmeðferðina og kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Það var mat dómsins að með því að ræða við vitnin og sýna þeim sönnunargögn hefðu verjendurnir farið á svig við lög um meðferð sakamála nr. 88/2008, auk þess sem háttsemin var talin til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna. Laganefnd LMFÍ vann að útfærslu hugmyndar að breytingu á siðareglunum, sem siðareglunefnd LMFÍ samþykkti á fundi sínum í kjölfarið. Tillagan hljóðar svo: Við 21. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., sem hljóðar svo: „Lögmanni er heimilt að hafa samband við vitni í máli til að kanna hvað það getur borið um atvik og, ef því er að skipta, til að gera því kleift að búa sig undir vitnaleiðslu. Sé um að ræða vitni, sem eru í sérstökum tengslum við gagnaðila, er lögmanninum skylt að tilkynna lögmanni gagnaðila áður en haft er samband ef þess er nokkur kostur en ella jafn skjótt og kostur er. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta viðeigandi tillitssemi og forðast að hafa áhrif á framburð vitnisins“. Reimar Pétursson hrl. og formaður laganefndar LMFÍ sagði að nauðsynlegt væri fyrir lögmenn að ræða við vitni og að lög um meðferð sakamála feli ekki í sér bann við því. Vandamálið sé hins vegar hvernig lögmenn eigi að bera sig að í samskiptum sínum við vitni, en tillögunni er ætlað að veita nánari leiðsögn um slíkt. Hákon Árnason hrl. og formaður siðareglunefndar LMFÍ sagði að útfærsla laganefndar samrýmdist inntaki núgildandi siðareglna og væri einnig í samræmi við danskar, norskar og sænskar siðareglur. Þá sagði Hákon að ef verjandi ræddi ekki við vitni gæti hann hugsanlega verið að vanrækja skyldur sínar gagnvart skjólstæðingi og skerða möguleika sína á því að halda uppi fullnægjandi vörnum. Hákon taldi því afar brýnt hagsmunamál fyrir lögmenn að skoðun LMFÍ á þessu máli yrði gerð opinber. Líflegar umræður urðu um tillöguna og sagði Gestur Jónsson hrl. telja engan vafa leika á því að lögmönnum væri rétt og skylt að kynna sér atvik máls og það yrði ekki gert án þess að hafa samband við þá aðila sem þekktu atvikin, þ.e. vitnin. Sagðist Gestur styðja tillöguna heilshugar. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. sagði að útskýra þyrfti F.v. Hákon Árnason, Reimar Pétursson, Gestur Jónsson og Jónas Þór Guðmundsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.