Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 11 UMFJÖLLUN Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík Sími 414 4100 · Fax 414 4101 · www.law.is Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár CATO L Ö G M E N N betur hvernig lögmenn ættu að ræða við vitni og taldi að setja ætti ítarlegri leiðbeiningarreglur til þess að fara eftir. Kristinn Bjarnason hrl. taldi eðlilegra að bíða niðurstöðu Hæstaréttar í Al – Thani málinu sem myndi væntanlega skýra með dómi sínum snemma á næsta ári, hvernig lögmenn ættu að umgangast vitni í sakamálum. Kristinn sagðist ekki taka afstöðu til efnis tillögunar en sagði að slík regla í siðareglum kynni að vera nauðsynleg. Garðar Steinn Ólafsson hdl. sagði tillöguna ekki veita lögmönnum nýja heimild heldur væri hún að skýra betur heimild sem fyrir væri. Einar Gautur Steingrímsson hrl. lýsti þerri skoðun sinni að LMFÍ ætti að setja siðareglur á eigin forsendum og því væri rétt að setja skýrar reglur um samskipti lögmanna við vitni. Ekki skipti máli hvort Hæstiréttur ætlaði að fjalla um málið eða ekki. Varðandi sjónarmið Kristins sagði Reimar að héraðsdómarar hefðu mismunandi viðhorf til málsins og því væri mikilvægt að afstaða LMFÍ lægi fyrir um hvað teldust fagleg vinnubrögð áður en dómur yrði uppkveðinn. Í lok fundar samþykktu fundarmenn eftirfarandi ályktun um samskipti lögmanna og vitna og ósk til stjórnar Lögmannafélagsins um að vinna málið áfram: „Fundurinn ályktar að lögmanni sé heimilt og geti eftir atvikum verið skylt að hafa samband við vitni í máli. Hafi lögmaður samband við vitni ber honum að gæta tillitsemi og forðast að hafa áhrif á framburð þess. Lögmenn skulu í þessu gæta faglegra vinnubragða sem samrýmast siðareglum félagsins. Stjórn félagsins er falið að vinna áfram að þeirri tillögu sem liggur fyrir fundinum um breytingar á siðareglum félagsins þessu til staðfestu“. Anna Lilja Hallgrímsdóttir

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.