Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 UMFJÖLLUN Félag kvenna í lögmennsku 10 ára VORIÐ 2004 VAR Félag kvenna í lögmennsku (FKL) stofnað til að efla samstarf og auka áhrif og þátttöku kvenna í lögmennsku. Stofnfundurinn var fjölmennur þar sem samankomnar voru um helmingur kvenna í lögmannastétt. Forvígiskonur FKL vildu gera konur sýnilegri og virkari innan Lögmannafélags Íslands (LMFÍ), stuðla að fjölgun kvenna í lögmennsku og mynda tengslanet. Þá var talið mikilvægt að halda uppi umræðu um hagsmunamál kvenna í stéttinni og áhugi var á að láta rannsaka brottfall kvenna úr lögmannastétt og ástæður þess. Stofnun félagsins ber m.a. að skoða í ljósi þess árið 2004 voru konur einungis 22% félagsmanna eða alls 147 í LMFÍ en aðeins tíu árum áður, árið 1994, höfðu konur verið 11% félagsmanna eða alls 43. Til ársins 2004 höfðu einungis átta konur setið í aðalstjórn LMFÍ í 93 ára sögu þess og ein kona verið formaður. Stofnun FKL Undirbúningsnefnd að stofnun FKL skipuðu þær Berglind Svavarsdóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Hjördís Harðar­ dóttir, Kristín Edwald, Oddný Mjöll Arnardottir, Sif Konráðsdóttir, Vala Valtýsdóttir og Þorbjörg I. Jónsdóttir. Á stofnfundi í mars 2004 var fyrsta stjórn félagsins skipuð. FKL varð þá strax um vorið aðili að félagsdeild LMFÍ og hefur allt frá upphafi átt farsælt samstarf við starfsmann deildarinnar. Tengslafundir FKL Þegar við stofnun FKL var ljóst að þörf og áhugi væri á að efla félagstengsl kvenna í lögmennsku. Voru léttir hádegisfundir nokkuð tíðir á fyrstu starfsárum félagsins, ýmist óformlegir eða með ákveðið umfjöllunarefni. Á slíkum hádegisfundi 2005 kynnti t.d. Hrafnhildur Stefánsdóttir lögmaður skýrslu stjórnvalda um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja sem bar heitið „Aukin tækifæri í forystu atvinnulífsins“ en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi var þá nokkuð lakara en meðaltal Norður­ landanna. Frá árinu 2010 hefur reglulega verið efnt til óformlegra tengslafunda. Jafnframt hefur konum í lögmennsku verið boðið til ýmissa stofnana og fyrirtækja þar sem ákveðið efni hefur verið til umræðu. Sem dæmi má nefna að þannig héldu yfir sextíu konur til Hæstaréttar Íslands í nóvember 2013 og að því loknu í móttöku til lögmanna Laugavegi 3. Þá bauð LOGOS FKL til móttöku í febrúar 2014 og mættu hátt í 60 konur. Erindi héldu Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl. og framkvæmdastjóri LOGOS. FKL hefur einnig leitast við að fá til sín góða gesti á aðalfundi félagsins. Sem dæmi má nefna héldu Eva Margrét Ævarsdóttir og Helga Lára Hauksdóttir lögfræðingar og stofnendur Roadmap ehf. erindi um ávinning af samfélagsábyrgð og góðum stjórnarháttum á aðalfundi 2014. Ráðstefnur og stærri viðburðir FKL Fyrsta starfsár FKL hófst með því að FKL stóð, í samstarfi við LMFÍ, fyrir opnum morgunverðarfundi þar sem framsögu hafði Elisabet Fura­Sandström, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og fyrrum formaður sænska lögmannafélagsins. Erindi hennar bar yfirskriftina „Different but equal – when will we get there? Women in the judiciary, success or failure, joint liability? Some thoughts about how to survive as a female professional”. Þá tók formaður FKL jafnframt þátt í pallborði á málþinginu „Konur, völdin og lögin”, þar sem aðalfyrirlesari var breski lögmaðurinn Cherie Blair, og flutti erindi á ráðstefnunni „Konur og völd“, sem haldin var á Bifröst 2005 um hvort að lög væru raunhæft tæki til að færa efnahagsleg völd til kvenna. Frá tíu ára afmælishátíð Félags kvenna í lögmennsku. Á hátíðinni voru þrír heiðursgestir: Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands, Ingibjörg Benediktsdóttir fv. hæstaréttardómari og Þórunn Guðmundsdóttir hrl., fv. formaður LMFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.