Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 17
UMFJÖLLUN FKL hélt þá ráðstefnuna „Kvenlög­ fræðingar í fortíð, nútíð og framtíð“ í upphafi ársins 2007 á Hótel Sögu. Var hún að öðrum þræði haldin til þess að heiðra þrjá brautryðjendur kvenlögfræðinga; Auði Þorbergsdóttur fv. héraðsdómara, Guðrúnu Erlends­ dóttur fv. hæstaréttardómara og Ragnhildi Helgadóttur fv. ráðherra og alþingismann. Auður, Guðrún og Ragnhildur litu yfir farinn veg, sögðu frá háskólanámi sínu og því sem við tók á atvinnumarkaðinum þar sem karlar höfðu verið einráðir. Brynhildur Flóvenz fjallaði þá um einkenni kvennaréttar og áhrif kvenna á lögfræði og lagaframkvæmd. Við tók Þorbjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur sem fjallaði um stöðu nútímakonunnar. Ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum, móttöku og sameiginlegum kvöldverði. Í marsmánuði 2011 stóð FKL fyrir málþingi í ráðhúsi Reykjavíkur um Auði Auðuns, sem fyrst kvenna útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands og gegndi embætti borgarstjóra og ráðherra. Málþingið bar yfirskriftina: „Auður Auðuns, frumkvöðull og fyrirmynd – aldarminning.“ Framsögukonur voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, þv. forseti borgarstjórnar, Ragna Árnadóttir, þv. skrifstofustjóri, Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri, Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. og Guðrún Erlendsdóttir fv. hæstaréttardómari. Í nóvember 2014 stóð FKL þá fyrir 10 ára afmælishátíð að Hannesarholti. Stjórn FKL tók saman efni af ýmsum toga fyrir rafrænt afmælisfréttabréf FKL sem sent var til kvenna í lögmennsku í tilefni afmælisins, en efnið má nú finna á heimasíðu félagsins. Á viðburðinum héldu frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, Ingibjörg Benediktsdóttir fv. hæstaréttardómari og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. og fv. formaður LMFÍ skemmtileg erindi. Var viðburðinn vel heppnaður og komust færri að en vildu. Kann FKL öllum þeim fyrirtækjum sem félagið styrktu vegna afmælisins bestu þakkir. Samstarf fagfélaga kvenna FKL hefur allt frá stofnun félagsins átt í góðu samstarfi við Félag kvenna í læknastétt, kvennanefnd Verk fræð­ ingafélagsins, Félag kvenna í endur­ skoðun og Félag prestvígðra kvenna. Fyrsti sameiginlegi fundur félaganna var þannig haldinn í október 2004 hjá LOGOS, þar sem Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR, hélt erindið: „Tengsla net – hver er tilgangurinn?“ Á árunum 2005­2006 vöktu fag­ félögin athygli á lágu hlutfalli kvenna í stjórnum félaga á hlutabréfamarkaði og Frú Vigdís Finnbogadóttir. Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Daniel D. Teague, skjalaþýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is Gleðileg jól Nýtt þýðingafyrirtæki á gömlum grunni! Þýðingar og textaráðgjöf verður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.