Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 18
UMFJÖLLUN í lífeyris sjóðum. Fjölmiðlum voru þannig kynntar tölur sem félögin tóku saman og höfðað var til þeirra sem komu að vali á stjórnarmönnum í félögum og sjóðum um að bæta kynjahlutföll. Miklar umræður urðu í samfélaginu um málið í kjölfarið. Sameiginlegur fundur var haldinn hjá LOGOS þar sem Lisa Levey hélt erindi, en hún var stödd á Íslandi í boði stjórnvalda og Viðskiptaráðs í tengslum við starf nefndar um aukinn hlut kvenna í yfirstjórnum fyrirtækja. Þá stóðu fagfélögin saman um að senda áskorun á stjórnir félaga á aðallista Kauphallar Íslands og aðilum vinnumarkaðarins um að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða. Var bréfunum fylgt eftir með samtölum og fundum. Á árunum 2007­2011 héldu fagfélögin árlega sameiginlega fundi. Fundarefni voru af ýmsu tagi, m.a. um jafnréttirmál innan Háskóla Íslands, sýnileika kvenna í mikilvægum störfum í fjölmiðlum og um konur og völd. Á slíkum fundi 2010 var þá samþykkt ályktun þar sem skorað var á íslensk stjórnvöld að tryggja að hlutfall kvenna og karla yrði jafnt við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Fundurinn lýsti þá ánægju með ný lög sem tryggja áttu jöfn hlutföll kynja í stjórnir hlutafélaga. Á kvennafrídegi 2013, buðu Félag prestvígðra kvenna og Félag kvenna í læknastétt fagfélögum kvenna til frú Agnesar Sigurðardóttur, fyrsta kvenbiskups Íslands. Fagfélögin eiga nú með sér samstarf um næsta viðburð, sem áætlað er að haldinn verði árið 2015. Námskeið FKL FKL hefur staðið fyrir og stuðlað að framboði fjölda námskeiða frá stofnun félagsins, meðal annars í samstarfi við LMFÍ. Þannig hefur FKL staðið fyrir námskeiðum sem varða markvissa framsögn, þjálfun í framsækni, samskipti við fjölmiðla og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Íþróttastarf FKL Stjórn FKL hóf árið 2006 að standa fyrir reglulegum gönguferðum. Frá 2011 hafa félagskonur að jafnaði árlega farið í eina til tvær léttar göngur eftir vinnu, önnur þeirra iðulega í kringum Jónsmessuna. Þannig hefur verið gengið í Elliðaárdalnum, á Helgafell í Hafnarfirði, Úlfarsfell og ósjaldan á Esju. Vaskar FKL konur héldu þá í sjósund með fulltingi Sivjar Friðleifsdóttur á árinu 2010, og árin 2011­2012 sendi FKL lið kvenna til þátttöku í innanhússmóti LMFÍ í knattspyrnu. Þótti það fréttnæmt, enda í fyrsta sinn í sögunni sem konur skipuðu lið í hinu margrómaða móti lögmanna. Á síðustu árum hefur FKL þá staðið að skipulagningu golfnámskeiða, með það að markmiði að vekja áhuga kvenna enn frekar á íþróttinni. Þannig stóð FKL stóð fyrir átakinu „Allar á völlinn“ síðastliðið sumar, golfhópur var stofnaður á Facebook og golfmót FKL haldið í fyrsta sinn. Alþjóðlegt samstarf kvenna í lögmennsku FKL var um skeið, eða til ársins 2011, aðili að Evrópusamtökum kvenlögfræðinga (e. EWLA) sem stofnuð voru árið 2000. Sóttu félagar FKL ráðstefnur á vegum samtakanna og tók FKL virkan þátt í undirbúningi ráðstefnu EWLA sem haldin var hér á landi árið 2009. Á árinu 2014 átti FKL þá í fyrsta sinn samstarf við systurfélög og lögmannafélög á Norðurlöndum vegna verkefna er varða stöðu kvenna í lögmennsku. Afrakstur þess samstarfs og um stöðuna á Norðurlöndum má sjá á heimasíðu FKL þar sem finna má greinar viðkomandi félaga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Samantekt stjórnar FKL byggir á fundargerðum og skýrslum stjórnar, viðtölum við fyrrum stjórnarkonur, ársskýrslum LMFÍ og greinum sem birst hafa m.a. í Lögmannablaðinu eftir Eyrúnu Ingadóttur. Athygli er vakin á því að saga FKL er birt í heild á heimsíðu félagsins, www.fkl.is. Alþjóðlegt fyrirtækjanet PwC er alþjóðlegt fyrirtækjanet sem þjónustar fyrirtæki og stofnanirmeð ráðgjöf á sviði skatta, lögfræði og fjármála auk endurskoðunar. pwc.is Marta Margrét Rúnarsdóttir hdl., formaður Félags kvenna í lögmennsku.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.