Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 UMFJÖLLUN ÞANN 28. OKTÓBER s.l. stóð Lög- mannafélag Íslands fyrir fundi um stöðu verjenda í sakamálum í ljósi reglna um réttarfarssektir. Tilefni fundar ins var óvægin gagnrýni sem hefur komið fram á störf lögmanna sem verjenda í sakamálum. Framsögumaður var Jóhannes Sigurðsson hrl. og fundar- stjóri var Jónas Þór Guðmunds son hrl. og formaður LMFÍ. Lögmenn neyti allra lögmætra úrræða Í kjölfar bankahrunsins hafa lögmenn verið áberandi í umræðunni og borið hefur á gagnrýni á störf þeirra við rekstur sakamála. Gagnrýnin beinist m.a. að því að lögmenn beiti öllum ráðum til þess að verja skjólstæðinga sína og samsami sér þeim meira en góðu hófu gegnir. Í erindi sínu sagði Jóhannes að hlutverk lögmanna væri fyrst og fremst að verja skjólstæðinga sína með öllum tiltækum úrræðum. Þetta komi skýrt fram í 18. gr. lögmannalaga, þar sem segir að lögmönnum beri að rækja störf sín af alúð og „... neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna.“ Í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur skyldan verið orðuð með þeim hætti að lögmaður eigi að verja skjólstæðing sinn af kappi. Lögmaður má því aldrei gefa eftir í vörninni til að þóknast ákæranda eða dómara og honum er skylt að fara að ystu mörkum. Geri lögmaður það ekki, þá hefur hann ekki neytt allra lögmætra úrræða til að koma hagsmunum skjólstæðings á framfæri. Opinber umfjöllun um sakamál Lögmenn hafa verið gagnrýndir fyrir opinbera umfjöllun um sakamál en Jóhannes taldi þá gegna mikilvægu hlutverki í réttarríkinu sem gagnrýnendur á réttarkerfið. Mannréttindadómstóllinn hefur m.a. sagt að lögmenn séu stöðu sinnar vegna, sem verjendur í sakamálum, í lykilhlutverki sem milligönguaðilar milli dómstóla og almennings. Dómstóllinn hefur einnig bent á að störf lögmanna séu varin af ákvæði 10. gr. MSE um tjáningarfrelsið og að þeir eigi rétt á því að tjá sig um réttarkerfið. Hins vegar eru lögmenn hluti af réttarkerfinu og bera ákveðnar hlutlægnisskyldur sem leiðir til þess að frelsi þeirra til að tjá sig er háð takmörkunum. Mannréttindadómstóllinn hefur tekið á þessu mati og segir lögmenn verða að vera málefnalega í umræðu og gagnrýni á störf dómstóla. Verður lögmaður þvingaður til verjendastarfa? Þessari spurningu hefur verið svarað játandi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 37/2014 (Al Thani – málið). Í málinu komst Hæstiréttur að því að 6. mgr. 21. gr. lögmannalaga, um að lögmaður geti sagt sig frá verki sem honum hefur verið falið að því gættu að skjólstæðingur hans verði ekki af þeim sökum fyrir réttarspjöllum, ætti eingöngu við um einkamál. Jóhannes taldi niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gagnrýnisverða og benti á að lögmennirnir hefðu tilgreint ástæður fyrir afsögn sem hafi verið málefnalegar. Samtöl lögmanna og skjólstæðinga voru hleruð, lögmenn fengu ekki nægan tíma til þess að fjalla um málsgögn og þeir fengu ekki aðgang að öllum gögnum sem óskað var eftir. Að mati Jóhannesar er lögmanni skylt að sinna störfum sínum sem verjandi nema hann hafi réttmætar ástæður til að segja sig frá málinu. Að samtöl lögmanna og skjólstæðinga séu hleruð gefur sérstaklega tilefni til þess að efast um að hægt sé að halda uppi eðlilegum og fullnægjandi vörnum. Staða verjenda í sakamálum Af hádegisverðarfundi LMFÍ Um 40 lögmenn sóttu fund um stöðu verjenda í sakamálum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.