Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 28
28 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 Á LÉTTUM NÓTUM Odeon útileikhúsið, suð­ vestan í Akrópolishæðinni, var byggt árið 161 e. Kr. og tekur 5000 manns í sæti. Fyrir enda þess var byggður þriggja hæða veggur, framhlið leikhússins með bogagluggum, en þetta leikhús var eyðilagt af Herúlum árið 267 e.Kr. Það var endurbyggt sem útileikhús og tónleikastaður árið 1950 og hefur verið vinsæll tónleikastaður síðan. Hafa margir af þekktustu listamönnum heims komið þar fram, s.s Maria Callas, Luciano Pavarotti og Plácido Domingo, og einnig Frank Sinatra, Diana Ross og Elton John. Hinn forni hæstiréttur Gengið var að Areopagus, hinum forna hæstarétti Aþenu á Akropolis, klettahæð þar sem dómar voru upp kveðnir í sakamálum og einkamálum hið forna og rekur sögu sína aftur fyrir 5 öld f. Kr. Nokkrir gengu á hæðina, en þar eru engin mannvirki, heldur var dómstóllinn undir beru himni. Fræðsla Þóru um sögu Akrópólis var sérlega áhugaverð, og þá ekki síst þátturinn um arkitektúr bygginganna þar sem allir hlutir hafa verið úthugsaðir fyrirfram af ótrúlegri verkfræðilegri þekkingu og mikið lagt upp úr hvers kyns myndrænum skreytingum. Síðdegis fimmtudaginn 25. september var farið í rútu til Sounion á syðsta odda Attíkuskagans, um 70 km. suður af Aþenu og skoðaðar rústir af hofi Poseidons. Mikil saga er tengd þessum stað og þarna nýtur útsýnis yfir Aegeus hafið til Pelopsskagans, sem forðum var notaður sem fanganýlenda. Um kvöldið snæddum við kvöldverð í siglingaklúbbi rétt fyrir utan Aþenu. Fræðandi fyrirlestrar um grískt réttarkerfi Föstudaginn 29. september var farið í heimsókn til Lögmannafélags Aþenu þar sem við fengum kynningu á gríska réttarkerfinu. Gríska dómskipunin er í grunninn þríþætt og skiptist í einkamálaréttarfar, sakamálaréttarfar og stjórnsýsluréttarfar. Hægt er að áfrýja málum af öllum stigum til millidómstigs en Hæstiréttur dæmir einungis í málum er varða stjórnarskrá landsins. Í Aþenu starfa um 22.000 lögmenn og árlega bætast við um 500 nýir lögmenn úr þeim þremur háskólum í Grikklandi sem útskrifa lögfræðinga. Fram kom hjá talsmönnum félagsins að þeir teldu jafnvel nóg að tveir skólar útskrifuðu lögfræðinga og voru hissa á því að á Íslandi væru fjórir háskólar að útskrifa lögfræðinga. Atvinnuleysi er nokkurt meðal nýútskrifaðra lögfræðinga og algengt að þeir vinni kauplaust á lögfræðistofum til þess að öðlast starfsreynslu en þeir þurfa 18 mánaða praxís áður en þér fá lögmannsréttindi. Í Grikklandi skipta lögmannsréttindin ekki í hdl. og hrl. heldur eru lögmenn gjaldgengir á öllum dómstigum. Fengum við síðan stutt en mjög greinargott erindi um gríska réttarskipan og þróun hennar til þessa dags. Í lokin skoðuðum við bókasafn félagsins, sem er stórt og mikið en sérkennilegt var að virða fyrir sér öll þessi fræðirit á hinu framandi gríska letri. Við héldum síðan í heimsókn til KG Law firm, lögfræðistofu Kyrikiades Georgopoulos sem er ein stærsta og virtasta lögfræðistofa Grikklands með rúmlega 80 lögmenn. Stofan vinnur töluvert fyrir gríska ríkið, er með mörg af stærstu fyrirtækjum Grikklands og stór alþjóðafyrirtæki s.s. Coca Cola og Mc Donalds. Stofan sinnir allt frá smærri málum einstaklinga og upp í milljarðaágreining stórfyrirtækja. Þá hefur stofan unnið við fjölda mála vegna „hvítflibbaglæpa“ sem upp hafa komið í kreppunni i Grikklandi. Auk þess hefur stofan unnið álitsgerðir fyrir Evrópusambandið og verið aðili Bjarni G. Björgvinsson í sögustund í Delfí, sem var annar af mikilvægustu helgistöðum Grikkja til forna, helgaður guðinum Apollon. Þar var talin vera var miðja heimsins og véfréttin, sem andaði að sér gufum af slöngunni Pýþon og fylltist spásagnaranda, hafði aðsetur sitt. Auk Bjarna sést í Ragnhildi Benediktsdóttur, Önnu Mjöll Karlsdóttur , Ingu Margréti Skúladóttur og Inga Tryggvason.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.