Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 33

Lögmannablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 33
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/14 33 AÐSENT EFNI HÖRÐUR FELIX HARÐARSON Lagaþýðingar í öruggum höndum Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta. Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta. Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur. Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík Sími: 530 7300 - www.skjal.is hlustunar, að því gefnu að þeim hefði ekki þegar verið eytt. Þá var tekið fram að engin yfirlit væru til yfir þessi gögn. Þessi afstaða ákæruvaldsins hefur síðar verið áréttuð í fleiri sakamálum sem nú eru rekin fyrir héraðsdómi. Krafa um að afhent yrðu yfirlit yfir gögn Þessi samskipti við ákæruvaldið voru skjalfest með formlegum bréfaskiptum sem lögð voru fram í sakamálinu. Þá var skriflegum ábendingum um þessa stöðu mála komið á framfæri við dóminn. Ákærðu gerðu ennfremur kröfu um að ákæruvaldið legði fram yfirlit yfir haldlögð gögn málsins sem ekki hefðu verið lögð fram í sakamálinu. Var þar m.a. horft til áðurgreindrar tilkynningar dómstólaráðs nr. 2/2012 en einnig grundvallarreglna um réttláta málsmeðferð. Varakröfur ákærðu lutu að því að eingöngu yrðu afhent yfirlit þeirra gagna sem afmörkuð hefðu verið við leit í haldlögðum gögnum. Kröfum ákærðu var hafnað með úrskurði héraðsdóms með þeim rökstuðningi að lögreglu eða ákæruvaldi væri almennt ekki skylt að útbúa gögn að kröfu verjenda. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en vísað þar frá dómi þar sem kæruheimild var ekki talin fyrir hendi. Ákvæði MSE og stjórnarskrár Jafnræði málsaðila fyrir dómi er þáttur í reglu 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð. Réttur sakbornings eða ákærðs til aðgangs að gögnum er þáttur í jafnræðisreglunni en má jafnframt leiða af b­lið 3. mgr. 6. gr. sáttmálans, þar sem mælt er fyrir um að sakaður maður skuli fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Af viðamikilli dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins um þetta efni verður ráðið að réttur ákærða eða verjanda hans er ekki bundinn við þau gögn sem ákæruvaldið telur hafa þýðingu við úrlausn málsins. Ákærði á almennt rétt á aðgangi að öllum gögnum málsins. Tæknilegar hindranir Gögn sem haldlögð eru við rannsókn sakamála eru í síauknum mæli rafræn. Á þetta ekki síst við um rannsókn efnahagsbrota. Ætla verður að álita efni geti risið um það hvernig grundvallar­ reglum um aðgang sakborninga og ákærðra að slíkum gögnum verði fullnægt. Af nýlegum dómum Hæstaréttar virðist t.d. mega ætla að aðgangur verði í auknum mæli bundinn við starfsstöð lögreglu eða ákæruvalds í stað þess að afrit gagna séu afhent. Þessi tækniþróun á hins vegar ekki að standa í vegi fyrir aðgangi ákærðu að rannsóknargögnum. Af dómum mannréttindadóm­ stólsins verður ráðið að ákærðu eigi að megin stefnu til rétt til sama aðgangs að gögnum og ákæruvaldið. Sá réttur er óháður því á hvaða formi gögnin eru vistuð enda á ákæruvaldið ekki að geta borið fyrir sig tæknilegar hindranir. Ákvæðum sáttmálans er ætlað að tryggja raunveruleg réttindi en ekki fræðileg. Í því tilviki sem hér hefur verið gert að umtalsefni verður að telja að ákæruvaldinu hafi borið að tryggja aðgang ákærðu að gögnunum með sömu stafrænu aðferðum og ákæruvaldið notaði sjálft. Tekur það m.a. til notkunar þess hugbúnaðar sem ákæruvaldið ákvað að nota til uppsetningar á gögnunum og leitar í þeim. Vandséð er hvernig framangreind afstaða ákæruvaldsins til aðgangs að gögnum fær samrýmst grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð eða þeim verklagsreglum sem áður er getið og ákæruvaldið stóð sjálft að.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.