Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 7
lögMannaBlaðið tBl 01/14 7 Af VettVAnGi félAGsins skipting (%) kvenna í lMFí eftir því hvar þær starfa. grafið sýnir kynjahlutfall í lMFí á tímabilinu 2004-2014. skipting (%) karla í lMFí eftir því hvar þeir starfa. Af félagsmönnum í lögmanna­ félaginu eru 311 konur. Þar af er 41 hæstaréttarlögmaður. Sjálfstætt starfandi konur í lögmannsstétt eru 90 talsins og 93 starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum starfa 126 konur sem innanhússlögmenn, þar af 38 hjá ríki eða sveitarfélögum og 88 hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Þá eru tvær konur hættar störfum. Konum hefur fjölgað jafn og þétt undanfarin ár og er hlutfall þeirra af heildarfjölda félagsmanna komið í 30%, samaborið við 22% árið 2004. Af félagsmönnum eru 725 karlar, þar af er 267 hæstaréttarlögmenn. Af þessum 725 körlum eru 383 sjálfstætt starfandi og 140 félagsmenn starfa sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Sem innanhússlögmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum starfa 160 karlar, þar af 45 hjá ríki eða sveitarfélögum og 115 hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum. Þá eru 42 karlar hættir störfum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.