Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 8
Af VettVAnGi félAGsins Verð á útseldum tíma án virðisaukaskatts hjá lögmönnum er frá 10.000 krónum. um helmingur lögmanna tekur tímagjald sem er á bilinu 18.000­21.900 krónur, 26% rukkar 22.000­27.900 krónur á tímann, 14% rukkar 14.000­17.900 krónur, 4% rukkar yfir 28.000 krónur og 3% rukkar á bilinu 10.000­13.900 krónur. Ekki sáust merki þess að konur væru að rukka lægra tímagjald eins og fram kom í könnuninni árið 2007. Af lögmönnum á aldursbilinu 25­39 ára rukkar 17% á bilinu 14.000­17.900 krónur og 56% á bilinu 18.000­21.000 krónur. Athyglisvert er að af lögmönnum á aldursbilinu 50­59 ára, sem eru væntanlega hoknir reynslu eftir áratugi í starfi, rukka 18% á bilinu 14.000­17.900 krónur og 42% á bilinu 18.000­21.000 krónur. Í könnuninni sem var gerð 2007 vakti athygli að yngstu lögmennirnir með minnstu starfsreynsluna voru ekki í hópi þeirra sem tóku lægsta tímagjaldið en þeir störfuðu hlutfallslega flestir á stórum lögmannsstofunum. Þetta virðist nú breytt þar sem 77% lögmanna undir fertugu taka undir 22.000 krónur á tímann. Í athugasemdum sem lögmönnum gafst kostur á að koma með segir meðal annars að fastir viðskiptavinir fái afslátt af taxta og þeir sem eru mikið í réttargæslu fái eftir þeim taxta sem dómstólaráð hafi gefið út. þóknun lögmanna á lögmannsstofum síðastliðið haust gerði lögmannablaðið könnun meðal lögmanna í félaginu og birtust niðurstöður hennar í 3. tölublaði. þar sem vafi lék á því hvort blaðinu væri leyfilegt að birta niðurstöðu könnunarinnar varðandi tímagjald lögmanna var leitað til samkeppniseftirlitsins sem taldi enga annmarka á því að eftirfarandi umfjöllunin yrði birt. Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík Sími 553 1380 GÆÐI | ÞEKKING | ÞJÓNUSTA fyr i r tækjaþjónusta – sót t og sent ebjorg@mmedia. is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.