Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 10
10 lögMannaBlaðið tBl 01/14 UMfJöllUn norski lögMaðurinn geir lippe- stad fékk eitt erfiðasta verkefni sem nokkur lögmaður getur fengið, þegar lögreglan hringdi í hann eldsnemma morguninn eftir fjölda morðin í Útey og tilkynnti honum að anders Breivik hefði óskað eftir því að hann yrði verjandi sinn. lippestad tók að sér starfið og sinnti því af sömu yfirvegun og virðingu fyrir grundvallar reglum réttarríkisins og einkenndi öll viðbrögð norsku þjóðarinnar við þessum voðaverkum. lippestad hélt fyrirlestur hér á landi á vegum lögmannafélagsins í febrúar. Fyrirlesturinn vakti mikla athygli og var vel sóttur. lippestad féllst á að veita lögmannablaðinu viðtal í kjölfar fundarins. Fyrsta spurningin var sú hvort lippestad teldi að norska réttarkerfið hefði staðist prófið þegar þetta ótrúlega mál kom upp? „Ég tel að norska kerfið hafi staðist þetta próf með sóma. lögreglan kom fram við Breivik af virðingu, rannsökuðu þetta mál vandlega og í raun á sama hátt og önnur mál. Breivik var gefinn kostur á að tala í alls tíu daga í opnum réttarhöldum. Ég tel að allt hafi verið gert til þess að tryggja að þetta yrðu sanngjörn réttarhöld. Það sem meira er þá held ég að norskur almenningur hafi brugðist ótrúlega vel við. Ég þakka það því að mjög fljótlega eftir voðaverkin komu sterk skilaboð frá mikilvægum stofnunum á borð við kirkjuna, forsætisráðherra og ríkisstjórnina, fjölmiðla, konunginn og ekki síst frá unga fólkinu sem var í Útey um mikilvægi þess að virða lýðræðið og réttarríkið. Fólk skildi smám saman hve mikilvægt var að taka á þessum atburðum með grunngildi réttarríkisins að leiðarljósi.“ Þegar þú ferðast um heiminn og segir frá þinni reynslu, hver eru viðbrögð kollega þinna og þeirra sem þú ræðir við? Hvaða viðbrögð telurðu að svona mál hefði fengið annars staðar? „Ég er viss um að hin Norðurlöndin hefðu tekið á málinu á sama hátt og gert var í Noregi. En þegar ég t.d. tala við fréttamenn frá Rússlandi eða Bandaríkjunum, þá koma fram allt önnur viðbrögð. Það kemur þeim verulega á óvart að komið hafi verið fram við Breivik af svona mikilli virðingu. Í Bandaríkjunum er t.d. mikið spurt út í það hvers vegna Breivik fékk að vera norska réttarkerfið stóðst prófið viðtal við geir lippestad

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.