Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 14
14 lögMannaBlaðið tBl 01/14 UMfJöllUn á síðastliðnuM tíu árum hefur konum í lögmannafélagi íslands fjölgað úr 22% í 30% félagsmanna, en í fjölda talið er þar um að ræða aukningu um rúman helming, þ.e. úr 147 konum í 309. um þessar mundir eru tíu ár liðin síðan Félag kvenna í lögmennsku (Fkl) var stofnað en markmið félagsins frá upphafi hefur m.a. verið að auka þátttöku kvenna í lögmanns stéttinni, efla samstarf og styrkja stöðu þeirra. í tilefni þessa fékk þyrí steingríms dóttir hrl. hjá acta lögmannsstofu þær láru v. júlíusdóttur hrl. hjá lög mönnum laugavegi 3, auði Ýr helgadóttur hdl. hjá loCal lögmönnum, Berglind svavars dóttur hrl. hjá acta lögmanns- stofu og Mörtu Margréti ö. rúnars- dóttur hdl. hjá logos til að ræða um konur í lög mennsku. konur mun færri í eigin rekstri Þyrí: Nú eru 53% karla í stéttinni sjálfstætt starfandi lögmenn en 29% kvenna. Þetta hefur lítið breyst á tíu árum. Hverja teljið þið vera ástæðu þess að konum hafi ekki fjölgað hlutfallslega sem sjálfstætt starfandi lögmönnum á þessum tíma? Lára: Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé nokkuð öðruvísi en við má búast, m.a. með vísan til þess að konurnar í stéttinni eru yngri en karlarnir. Það að verða lögmaður og reka eigin stofu er ákveðið ferli sem gerist í fæstum tilfellum daginn sem lögmaður fær hdl.­réttindi. Það gildir bæði um karla og konur. Út frá því finnst mér það ekkert skrítið að það séu miklu færri konur sem reka sína eigin stofu heldur en karlar. Minna mál að vera kona í lögmennsku en áður lára, auður og þyrí.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.