Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 16
16 lögMannaBlaðið tBl 01/14 UMfJöllUn líkast til stafar munurinn á samspili heilmargra þátta. Berglind: getur verið að hluti skýring­ arinnar sé að konur leggi meira upp úr öryggi? Karlar víla ekki fyrir sér að byrja í sjálfstæðum rekstri. Lára: Konur eru ekki tilbúnar að veðsetja húsin sín í sama mæli og karlar né heldur að taka há lán til að hefja atvinnurekstur. Þetta eru allt upplýsingar sem liggja fyrir. Við erum áhættufælnari. Auður: maður leggur ekki af stað fyrr en baklandið er öruggt. Berglind: Við rekumst gjarnan á þennan eðlismun milli kvenna og karla. Það er ekkert utanaðkomandi sem bannar konum að gera sama og karlarnir. „eruð þið svona kvennastofa?“ Þyrí: Í Lögmannablaðinu fyrir tíu árum var umfjöllun um konur í lögmennsku. Niðurstaðan var sú að þar sem peningar væru þar væru konur ekki, er það enn svo? Berglind: Ég veit það ekki. Konur hafa verið talsvert í þeim málum sem komu eftir hrun. Ég hef verið í slitastjórn og hef aldrei í því starfi orðið vör við nokkurn mun. En mér finnst það samt dálítið merkilegt að þegar verið er að úthluta stórum þrotabúum þá fá karlar þau yfirleitt. Lára: mér finnst konur vera ennþá dálítið á kantinum á meðan karlarnir spila inná. Auður: Konur í lögmennsku eru ekki komnar á réttan stað ennþá. Það er skekkja í málaflokkunum og erfitt fyrir konur að sækja á t.d. í fjármála­ fyrirtækjunum. Þetta er svona „maður þekkir mann“ dæmi. Þú þekkir einhvern forstjóra og færð því verkefni þar svo það er ekki auðvelt að komast að borðinu. Þyrí: Hafið þið farið til þeirra og sótt ykkur verkefni? Auður: Já, við höfum sótt okkur verkefni kerfisbundið en þetta er hark og ekkert sem gerist að sjálfu sér. Við höfum stundum fengið skrýtnar spurningar eins og t.d.: „Já eruð þið svona kvennastofa?“. Ég efast um að karlar heyri athugasemdina: „Eruð þið svona karlastofa?“ Svo erum við líka konur á vissum aldri, eigum allar þrjú börn og höfum líka fengið spurningar eins og: „Hvað gerið þið ef barnið verður veikt?“ Það er voða fínt að tala um að þetta sé allt að breytast en maður er enn að fá svona sjokkerandi spurningar. Berglind: Ég kannast ekki við þetta viðhorf í minn garð. Marta: tek undir með Berglind, ég kannast ekki við þetta viðhorf í dag. Ég hef raunar aldrei fundið fyrir því, þar sem ég hef unnið, að gerður sé greinarmunur á kynjum, hvorki hvað varðar verkefnaval né hvað varðar almenn viðhorf. Hitt er annað, í hvaða málaflokkum konur í lögmennsku starfa. Ég sé það nú ekki af þeim tölum sem lmFÍ hefur tekið saman og liggja hér fyrir. mér segir þó svo hugur að það séu líklega færri konur í lögmennsku í eigin rekstri, í málaflokkum tengdum fjármálageiranum. Hvort að það sé vegna áhugasviðs hvers og eins, eða annarra ástæðna, má velta fyrir sér. Ég held reyndar að þeim konum fari fjölgandi sem hafi áhuga á fyrirtækjalögfræði og starfa við það. Lára: Ég tek undir þetta, ég kannast ekki við þetta í dag. Ég var hins vegar fyrsti lögfræðingurinn í starfi hjá Alþýðusambandi Íslands þegar ég byrjaði þar 1982. Ég vann þar í tólf ár og þá var stöðugt verið að bauna á mig. konur í karlastétt Þyrí: Lára minntist á að konur legðu meiri áherslu á fjölskylduna en karlar á ákveðnu tímabili í lífi sínu. Er það svo og hvar eru þá konurnar þegar börnin eru orðin stór? Af hverju eru þá ekki fleiri konur í lögmennsku sem eru komnar á miðjan aldur? Auður: Sú þróun að konur hætti í lögmennsku upp úr miðjum aldri á sér einnig stað erlendis. Marta: Þetta er líkast til margþætt spurning. Ef konur velja eða þurfa að fara úr praxís á einhverjum tímapunkti, hver sem ástæðan er, er endurkoma kannski erfið. Í þessu sambandi má nefna þann mun sem er á lengd og töku Fyrsta konan í LMFÍ Fyrsta konan í LmFÍ var Rannveig Þorsteinsdóttir árið 1952 en hún var kjörin heiðursfélagi árið 1979. Hún var jafnframt fyrsta konan til að verða hæstaréttarlögmaður árið 1959.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.