Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 17
lögMannaBlaðið tBl 01/14 17 UMfJöllUn orlofs foreldra eftir kyni. Það segir sig sjálft að auðvitað þarf heilmikið átak til að koma sér aftur í gírinn eftir langt orlof. Það gæti verið eitthvað brottfall kvenna úr lögmennsku um eða eftir þennan tímapunkt. Hér mætti kannski gera betur og styðja við. Lára: Stétt lögmanna er upprunalega karlastétt og fyrirmyndir skipta máli. Þegar fólk er að leita að lögmanni þá kemur oftast upp í huga þess maður í gráu jakkafötum með gult bindi. Það er ekki kona. Auður: lögmannsstofan okkar sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki og fjármála­ fyrirtæki. Á þeim markaði eru ekki margar konur og við erum svolítið eins og hvítir hrafnar. Lára: Ég ætlaði aldrei að fara vinna í fjölskyldumálum en hef verið mikið í þeim. mörg þessara mála eru miklu erfiðari en nokkur önnur mál sem ég fæst við. Þau taka meiri toll af manni. En mér hefur oft fundist að því stærri sem erfðamálin eru því meiri líkur á því að þar séu karlar lögmenn. Marta: Ég held að það sé forsenda fyrir því að báðir aðilar á heimili geti sinnt erilsömu starfi, að jafnvægi sé varðandi heimilisstörf. Sérstaklega þegar börn eru á heimilinu, þar sem eðlilega verður þá meira að gera. Þá er líka mikilvægt að reyna að „einfalda lífið“ eins og mögulegt er og að reyna að fá þá hjálp við heimilishald sem hægt er að fá. Lára: Þetta var mín ræða fyrir 30 árum. Auður: Ég á eiginmann sem er mjög mikið erlendis og þrjú börn, þannig að afar og ömmur, húshjálp og allur sá pakki er kallaður til. Þetta væri ekki hægt án þess en það tók mig tíma að átta mig á því. Lára: Við gætum líka horft á þessar Einungis 13% eigenda stærstu lögmannsstofanna eru konur Þegar skoðað er hlutfall kvenna í hópi eigenda tíu stærstu lögmannsstofa landsins er eftirtekjan rýr. einungis 13% eigenda eru konur, eða 13 á móti 77 körlum. Á fimm af tíu stærstu lögmannsstofum landsins eru engar konur í hópi eigenda. Þess má geta að erfitt er að bera saman eigendahóp lögmannsstofa þar sem þær eru með ólíkt rekstrarform. Í þessum samanburði eru þær lögmannsstofur teknar með sem eru með flesta lögmenn undir sama nafni en a.m.k. ein stofanna, Lagastoð, er samstarf einyrkja undir „regnhlíf“. Allt fyrir golfið Bæjarlind 14 - 201 Kópavogur - sími 577 4040 holeinone@holeinone.is - www.holeinone.is frh.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.