Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 18
18 lögMannaBlaðið tBl 01/14 UMfJöllUn tölur og sagt: Stelpurnar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel miðað við allt þetta. Framgangur kvenna á stórum stofum Þyrí: Nú eru einungis 13% kvenna eigendur tíu stærstu lögmannsstofanna. Hver er skýringin á því að svo fáar konur eru í þeim hópi? Er það glerþakið eða finnst konum ekki eftirsóknarvert að verða eigendur hjá stóru stofunum? Vilja þær frekar vera í minni rekstri eða ekki í rekstri yfirhöfuð? Marta: Þessar tíu eru kannski ekki alveg allar sambærilegar vegna mismunandi rekstrarforms þeirra. Víða erlendis virðist staðan vera þessi, í Svíþjóð eru konur til dæmis um 13% eigenda af tíu stærstu lögmannsstofunum. Í Bandaríkjunum eru konur 17% eigenda, það er „equity partners“, á 200 stærstu stofunum samkvæmt nýrri samantekt samtaka kvenna í lögmennsku þar. Hér eru eflaust margir þættir sem spila inn í, til dæmis áhugi og möguleikar á að sinna erilsömu starfi. Ég hef fulla trú á að þetta muni þróast á komandi árum, eins og annað. Berglind: mér finnst þetta ótrúlegar tölur og í því samhengi er jafnframt ótrúlegt miðað við fjölda kvenna sem útskrifast úr lögfræði hve fáar í raun skila sér í lögmennskuna og svo til viðbótar fáar sem halda lögmennskuna út. Auður: Það er áhugavert að sjá að fleiri konur ljúka laganámi en áður en við erum ekki að sjá þennan mun skila sér áfram inn í lögmennskuna. Af hverju eru konur ekki að fara í lögmennsku? Lára: Það byrjuðu 14 konur með mér í laganámi á sínum tíma og af þeim luku sex prófi. Ég er sú eina úr þeim hópi sem er í lögmennsku. Hinar eru í einhverju allt öðru. Mikil breyting á stéttinni Þyrí: Hefur eitthvað áunnist á tíu árum – eru einhverjar breytingar til batnaðar? Lára: mér finnst við vera á réttu róli og er ofboðslega ánægð með hvað konum hefur fjölgað og hvað það er miklu minna mál að vera kona í lög­ mannastéttinni en áður. Ég sé ekki fyrir mér að lögmannastéttin verði alltaf karllæg. Marta: lögmannastéttin í heild hefur sjálfsagt breyst mikið á síðustu tíu árum, bæði aldurssamsetning og fjöldi lögmanna. Ef rýnt er í tölfræðina virðist aðeins vera að hægja á hlutfallslegri fjölgun kvenna í stéttinni. Konum hefur fjölgað mikið í laganámi en ennþá eru færri konur sem sækja í lögmennskuna. Sé miðað við heildarfjölda lögmanna, virðast þá hlutfallslega fleiri konur leggja inn réttindi. Þetta er auðvitað áhugavert. Þyrí: Nú eru um 300 konur í lögmennsku. Erum við að gera okkur nógu gildandi? Lára: Ég tek undir þessa spurningu. Það skiptir máli að við gerum okkur sýnilegri. Fkl skiptir máli Þyrí: Svo að lokum, hefur starfsemi FKL á síðustu tíu árum skipt einhverju máli fyrir konur í lögmennsku, að ykkar mati? Lára: Já, tvímælalaust. Berglind: Já, ég tel að Félag kvenna í lögmennsku hafi skipt miklu máli. Marta: FKl skiptir máli upp á tengslanet, sýnileika og til dæmis aðgengi að kvenfyrirmyndum. Það er auðvelt að mæta á FKl viðburði og hentar vonandi þeim sem hafa mikið að gera og vilja hittast, spjalla og kynnast öðrum konum með lítilli fyrirhöfn. Kannski má líkja þessu að einhverju leyti við lögmannabolta, bara vettvangur til að hittast. Við höfum fundið fyrir vaxandi áhuga á FKl í ár og viðburðir hafa verið vel sóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.