Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.03.2014, Blaðsíða 20
20 lögMannaBlaðið tBl 01/14 konur í lögmennsku Í dag eru konur þrjár af fimm stjórnar­ mönnum í lögmannafélagi Íslands. Aldrei áður í sögu félagsins hafa svo margar konur setið í stjórn þess. Konur eru nú tæplega 1/3 hluti félagsmanna, en voru rúmlega 1/10 hluti fyrir 30 árum. með nokkurri einföldun má segja að síðastliðna tvo og hálfan áratug eða svo hafi ýmist verið ein eða tvær konur í stjórninni. Frá því eru þó undantekningar í örfá skipti, þegar engin kona sat í stjórn. Áður fyrr, þegar karlar voru yfirgnæfandi hluti félagsmanna, voru stjórnir félagsins hreinar karlastjórnir. Nú eru breyttir tímar. Konum hefur fjölgað hægt en örugg­ lega í stétt lögmanna undanfarna þrjá áratugi. Ekkert bendir til annars en að sú þróun haldi áfram næstu árin og áratugina og herði heldur á sér ef eitthvað er, að minnsta kosti ef mið er tekið af fjölda kvenna og karla í laganámi um þessar mundir. Æskilegt er að kynjahlutföll í stjórn lögmanna­ félagsins fylgi þróuninni og endurspegli að jafnaði skiptingu félagsmanna í konur og karla. verjenda- og réttargæslustörf Stjórn lögmannafélagsins hefur krafist þess að innanríkisráðherra felli úr gildi reglugerð nr. 715/2009. Í henni segir að við ákvörðun þóknunar fyrir störf verjenda og réttargæslumanna skuli miða við að fyrir hverja byrjaða klukkustund séu greiddar kr. 10.000. Þessi fjárhæð hefur verið óbreytt í tæpan hálfan áratug, eða allt frá því að með lögum nr. 70/2009 var bætt við lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála heimild fyrir ráðherra til þess að mæla fyrir um tímagjaldið. Svo sem kunnugt er var fyrir setningu reglugerðarinnar mælt fyrir um fjárhæð þóknunarinnar í viðmiðunarreglum dómstólaráðs fyrir héraðsdómstóla, en þær voru fyrst settar árið 2000. Fyrir þann tíma var ákvörðun þóknunar fyrir hverja klukkustund í höndum dómara í hverju einstöku sakamáli. Áður hefur verið fjallað um þóknun fyrir störf verjenda og réttargæslumanna á þessum vettvangi (sjá 3. tbl. 2013). Þar var þess getið að innanríkisráðherra (þar áður dómsmálaráðherra) hefur ekki orðið við málaleitan félagsins um hækkun tímagjaldsins og að á þeirri afstöðu hafa ekki verið gefnar haldbærar skýringar. Nú er beðið viðbragða ráð­ herra við áðurnefndri kröfu félagsins um niðurfellingu reglugerðarinnar. sjálfstæði dómstóla Fjárveitingar til dómstóla hafa verið til umræðu undanfarið. upplýst hefur verið að þær eru ófullnægjandi. Í grein um fjárveitingar og málefni dómstóla sem Skúli magnússon, formaður dómarafélags Íslands, ritaði í morgunblaðið 31. janúar síðastliðinn ásamt þeim sem þetta skrifar segir meðal annars: „dómstólaráði var komið á fót með nýjum lögum um dómstóla árið 1998, en hlutverk þess er meðal annars að gera tillögu til innanríkisráðherra um fjárveitingu til héraðsdómstóla. lögin miðuðu að því að færa ákvörðunarvald um ýmis mikilvæg atriði er lúta að starfsemi dómstólanna, þar á meðal varðandi fjárreiður þeirra, frá ráðherra til þessa sjálfstæða stjórnvalds. Ráðið átti þannig að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna gagnvart öðrum valdþáttum ríkisins og auka tiltrú almennings á starfsemi þeirra. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þetta markmið hafi náðst í reynd. Í því sambandi er nauðsynlegt að skoða hvort styrkja þarf stöðu dómstólaráðs við tillögugerð um fjárveitingar til dómstóla og koma meiri festu og öryggi á þær í fjárlögum, í stað þess að dómstólarnir eigi hagsmuni sína á jafn beinan hátt og raun ber vitni undir skilningi ráðherra frá ári til árs. Einnig er tilefni til þess að meta hvort nægilega vel sé búið að mál­ efnum dómstóla og réttarfars í yfirstjórn ríkisins og þá einkum í nýju innan­ ríkisráðuneyti sem tók til starfa í ársbyrjun 2011. Því miður bendir margt til þess að sú breyting á Stjórnarráðinu sem þá var gerð hafi leitt til þess að mála flokkurinn fái nú minna vægi og athygli en áður. Er þá vitaskuld ekki verið að sakast við starfsmenn þeirrar skrifstofu ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn. takist ekki að bæta stöðu dómstólanna hlýtur að koma til skoðunar hvort ástæða sé til þess að endurskoða yfirstjórn dómsmála, þar á meðal hvort endurvekja eigi sjálfstætt dómsmálaráðuneyti.“ Það segir sína sögu í þessu efni að innan ríkisráðherra hefur fallist á að ræða, Pistill forMAnns af vettvangi félagsins JónAs Þór GUðMUndsson Hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.