Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 7
löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 7 UMfJöllUn að úrlausn máls hafi almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda. Umsækjendur þurfa að hafa tekjur undir 2.000.000 króna á ári til að fá gjaf sókn og hefur svo verið frá árinu 2010 er viðmiðið var hækkað úr 1.600.000 krónum. Þess má geta að lágmarksupphæð atvinnuleysisbóta og framfærsluviðmið örorku­ og ellilífeyris eru hærri heldur en þessi upphæð. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. hjá Landslögum rekur mörg skaðabótamál fyrir dómstólum og segir tekjumörkin vera allt of lág: „3.000.000 króna ættu að vera lágmarkviðmið árslauna varðandi gjafsókn. Það segir sig sjálft að öryrki með 2.000.000 króna í árslaun hefur ekki efni á því að leggja út fyrir matsgerðum í skaðabótamálum. Breytir engu þótt hann sé með mál sem er líklegt til árangurs. Ég mæli ekki með því fyrir fólk með lágar tekjur að fara í slík mál nema gjafsókn sé tryggð,“ segir hann. Ragnar Aðalsteinsson segir gjafsókn aðeins vera fyrir þá allra fátækustu. Dýrt sé að eiga aðild að dómsmálum og því geti stór hópur fólks, sem uppfylli ekki tekjuskilyrði gjafsóknar, ekki borið mál sitt undir dómstól: „Það þarf að vera til réttlæti fyrir alla, ekki einungis fyrir þá fátækustu og ríkustu í samfélaginu, segir hann. Þyrí Steingrímsdóttir hrl. hjá Acta lögmannsstofu, sem hefur rekið mörg forsjár­ og barnaverndarmál fyrir dómstólum, gagnrýnir að ekki sé tekið tillit til fjárhagsstöðu aðila að öðru leyti en því hvað varðar tekjur, þrátt fyrir að heimildir séu fyrir því í lögum og reglugerðinni um gjafsókn: „Það er þannig ástatt hjá mjög mörgum, sérstaklega eftir hrun, að þeir hafa kannski ágætar tekjur – eða í það minnsta hærri tekjur en viðmið gjafsóknar er – en afar þunga greiðslubyrði og miklar skuldir. Þá er ekkert aflögu til að standa í dómsmáli,“ segir hún. Í svari við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar alþingismanns til innanríkisráðherra á Alþingi sl. vor kemur fram að lágmarkstekjuviðmið gjafsóknar sé haft til viðmiðunar en sé ástæða þess að málum fjölgaði milli áranna 2011 og 2012 er líklega sú að árið 2012 voru reglur um gjafsókn rýmkaðar á ný (eftir breytingar frá árinu 2005) og lögfest heimild til veitingar gjafsóknar þegar úrlausn máls hefði verulega almenna þýðingu eða varðaði miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda. fækkun milli áranna 2012 og 2013 má sennilega rekja til þess að þá tóku í gildi reglur um sáttameðferð í forsjármálum sem fækkaði málum sem komu til kasta dómstóla. að jafnaði eru 70% umsókna um gjafsókn samþykktar. Gjafsókn er síður en svo ný af nálinni en fyrirmæli um réttaraðstoð er að finna í norsku og dönsku lögunum sem voru lögfest á Íslandi 1718 til 1732. sérstök lög um gjafsóknir voru sett á Íslandi árið 1907. Heimild: innanríkisráðuneytið: Gjafsókn og önnur réttaraðstoð. áfangaskýrsla ii 21. júní 2013. Um gjafsóknarnefnd innanríkisráðherra veitir einungis gjafsókn á grundvelli umsagnar gjaf­ sóknarnefndar og er ekki heimilt að veita gjafsókn mæli nefndin ekki með því. Í gjafsóknarnefnd sitja þrír lögfræðingar; ása ólafsdóttir dósent, er skipuð án tilnefningar og er jafnframt formaður nefndarinnar, ásgeir thor­ odd sen hrl., tilnefndur af lög manna­ félagi Íslands og Hervör lilja þorvalds­ dóttir héraðsdómari, tilnefnd af dómara félagi Íslands. Umsóknir um gjafsókn 2011-2013

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.