Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 12
12 löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 UMfJöllUn í máli finnsku frummælendanna að þar í landi virðist sterk og löng hefð fyrir slíkum tryggingum enda hafi um 85% Finna slíka tryggingu. Í hinum löndunum er litið til þess í æ ríkara mæli hvort viðkomandi umsækjandi hafi slíka tryggingu, þó það hafi ekki verið gert að skilyrði. Það má spyrja sig hversu góð þróun þetta er enda geta slíkar tryggingar verið dýrar og skilmálar mismunandi. Það hefur t.d. verið svo hér á landi að forsjármál og mál er varða hjónaskilnaði hafa verið sérstaklega undanskilin í slíkum tryggingum en svo er ekki í öðrum löndum – í það minnsta var það ekki svo að skilja á frummælendum á ráðstefnunni. tímagjald og ákvörðun þóknunar Í Finnlandi og í noregi er fast tímagjald í gjafsóknarmálum. Undir rituð sagði frá því að allt fram á síðasta ár hefði tímagjaldið hér á landi verið fastsett við kr. 10.000 krónur en þeirri takmörkun hefði verið aflétt og nú væri ekkert fast tímagjald, en ljóst væri að dómarar miðuðu nú flestir við u.þ.b. 13 – 14.000 krónur. Í Finnlandi er tímagjald gjafsóknarmála sem samsvarar u.þ.b. 17.000 íslenskra króna en í noregi ríflega 18.000 íslenskar krónur, en fram kom að það væri u.þ.b. helmingi lægra en venjulegt tímagjald lögmanna. Ekki var að heyra á erindum annarra frummælenda að dómarar væru að skera niður tímafjölda lögmanna í dómsmálum eins og algengt er hér á landi og lengi hefur verið gagnrýnt. fjármunir í kerfinu Segja má að heildarniðurstaða ráð­ stefnunnar hafi verið á þann veg að í öllum tilvikum væri um ágætt kerfi að ræða með góðum og skýrum laga­ og reglugerðarramma, en auðvitað væru einstök atriði og atvik sem væru gagnrýniverð. Gagnrýnisraddirnar voru samhljóma um að það sem vantaði á væri að ekki væri úr nægi­ legum fjármunum að spila. Á öllum norðurlöndunum er búið að skera niður fjármagn til kerfisins á undan­ förnum áratugum, tekjuviðmið ekki uppfærð né heldur tímagjald lögmanna og þóknun. Afleiðingin er sú að kerfið virkar ekki sem skyldi til að ná því grundvallarmarkmiði að veita öllum aðgang að dómstólum. Svo virðist sem það sé einvörðungu fyrir hina mjög ríku, sem hafa efni á dómsmáli eða hina mjög fátæku og þá með aðstoð ríkisins að leita til dómstóla, en einstaklingur með meðaltekjur á aldrei möguleika. Það er því áskorun fyrir norður­ löndin, sem eru meðal ríkustu þjóða heims og hreykja sér gjarnan af góðu og réttlátu samfélagi þar sem ójöfnuður sé lítill eða jafnvel enginn, að hlíta grunnviðmiðunum réttarríkisins og veita öllum almenningi aðgang að dómstólum með sómasamlegum hætti. Öðruvísi verður réttlætinu aldrei fullnægt. Þyrí Steingrímsdóttir hrl. Hægt er að nálgast glærur og hlusta erindi af ráðstefnunni á heimasíðu Laga stofn- unar Háskóla Íslands: http://laga stofnun. hi.is/norraen_radstefna_um_gjafsokn_i_ einkamalum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.