Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 23
löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 23 UMfJöllUn fjármögnunarleigu­ samningar: lán eða leiga? Í H. 282/2011, H. 430/2013 og H. 652/2011 var fjallað um hvort fjár­ mögn unarleigusamningar væru lán eða leiga. Í dómunum fjallaði Hæsti­ réttur um að helsti skils munur kaup­ leigu samninga og fjármögn unar­ leigu samninga væri sá að í þeim fyrr nefnda eignast leigutaki þann hlut sem er andlag samningsins við lok samningstíma. lán í erlendri mynt eða í íslenskum krónum Í fjölda mála hefur verið tekist á um hvort skuldbinding sé í erlendri mynt eða í íslenskum krónum. Af lestri dómanna má halda því fram að til þess að um lögmætt erlent lán sé að ræða, dugi annað hvort að höfuðstóll sé tilgreindur í erlendri mynt eða, ef óljóst er í hvaða mynt höfuðstóllinn er, að útborgun lánsins fari fram í erlendri mynt jafnvel þó afborganir fari fram í íslenskum krónum. Ekki er ennþá fullkomlega ljóst hver staðan er ef útborgun lánsins fer fram í íslenskum krónum en afborganir í erlendum myntum. Ýmsar vísbendingar má þó finna í H. 288/2014 og þá er H. 602/2013 upplýsandi almennt séð. fullnaðarkvittanir Í H. 600/2011, mál Elvíru Mendéz pinedo, ítrekaði Hæstiréttur þá meginreglu að kröfuhafi sem fengið hefur minna greitt en hann átti rétt á í lögskiptum aðila, eigi viðbótarkröfu um það sem vangreitt er. Í málinu var einnig staðfest að undantekningar væru frá meginreglunni, m.a. um að fullnaðarkvittun geti að vissum skilyrðum uppfylltum valdið því að kröfuhafi glati viðbótarkröfu. Í máli Elvíru var sérstaklega litið til þess að lánveitandi var fjármálafyrirtæki og skilmálar samningsins voru gerðir einhliða. Í H. 464/2012 var undantekningin talin eiga við, þar sem lánveitandi var fjármálafyrirtæki og bjó yfir sérþekkingu framar lántaka sem var sveitarfélag. Af H. 463/2013 má ætla að munur verði gerður á minni fyrirtækjum og stærri í þessu sambandi. skuldasambandi lokið Í H. 463/2013 var krafist endurgreiðslu á grundvelli fullnaðarkvittana. Lán­ veitandi hélt því fram að reglur um endur heimt ofgreidds fjár stæðu í vegi fyrir endurgreiðslu. Hæstiréttur sagði hins vegar að lánveitandi hefði sjálfur átt frumkvæði að því að taka skuldasambandið upp að nýju og því gæti hann ekki borið fyrir sig að skuldasambandi aðila væri lokið. á að vaxtareikna ofgreiðslur? Í H. 544/2013 var fjallað um hvort vaxta reikna ætti ofgreiðslur. Hæstiréttur stað festi niðurstöðu héraðsdóms og hafnaði kröfu um vexti af kröfu lántaka. Anna Lilja Hallgrímsdóttir Lagaþýðingar í öruggum höndum Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta. Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta. Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur. Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík Sími: 530 7300 - www.skjal.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.