Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 24
24 löGmannaBlaÐiÐ tBl 03/14 UMfJöllUn norræn ráðstefna á sviði hugverkaréttar Í BYRJUn SEpTEMBER var haldin hér á landi samnorræn ráðstefna á sviði hugverkaréttar. Framkvæmd ráðstefnunnar var í höndum SVESI (Samtök um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar) en þau samtök eru aðilar að norrænu samtökunum nIR, nordiskt Immateriellt Rättsskydd sem halda ráðstefnu annað hvert ár. Fundirnir eru alfarið tileinkaðir umfjöllun um efni á sviði hugverka­ réttar og er þá farið yfir ýmislegt sem þeim tengist eins og breytingum sem eru í farvatninu, réttarfram­ kvæmd í einstökum löndum eða öðru sem er ofarlega á baugi hverju sinni. Fundinn í ár sóttu ríflega 100 manns frá öllum norður löndunum en umfjöll unarefni hans voru hinn nýi evrópski einkaleyfadómstóll, „Unified patent Court“, breytingar sem eru í farvatninu á tilskipun og reglugerð Evrópusambandsins á sviði vörumerkjaréttar, umfjöllun almennt um sérstaka dómstóla / dómstig á sviði hugverkaréttar á norðurlöndunum auk sérstakrar umfjöllunar um vernd atvinnuleyndarmála í ljósi nýrrar tillögu að tilskipun Evrópusambandsins hvað það varðar. Þá var eins og venjulega fjallað sérstaklega um réttarþróun á sviðinu í hverju landi fyrir sig. Einkaleyfapakki Evrópusambandsins Stærsta umfjöllunarefnið að þessu sinni má segja að hafi verið helgað hinum nýja einkaleyfadómstól sem er í farvatninu á vegum Evrópu­ sambandsins sem er hluti af nýjum „einkaleyfapakka“ sambandsins, eins og hann er gjarnan kallaður. Kynningu á efninu, og þá sérstaklega drögum að málsmeðferðarreglum dómstólsins, hélt Alexander Ramsay sem er vara­ for maður undirbúningsnefndar dóm­ stólsins. Þann 19. febrúar 2013 var undirritaður samningur um stofnun dómstólsins „Agreement on a Unified patent Court and Statute“. Stofnun dómstólsins er afrakstur samstarfs aðildarríkja Evrópusambandsins á sviði einkaleyfa en samningurinn var undirritaður af 25 aðildarríkjum þess sem eru öll aðildarríki að undan­ skildum Spáni, póllandi og Króatíu. Samningurinn um stofnun dómstólsins auk tveggja annarra reglugerða nr. 1257/2012 „implementing enhanced cooperation in the area of the creation of unitary patent protection“ og nr. 1260/2012 „implementing enhanced cooperation of the creation of unitary patent protection with regard to the applicable translation arrange­ ments“ er í heild það sem kallað hefur verið „einkaleyfapakkinn frá Evrópusambandinu“. Með honum eru í raun stigin risavaxin skref til sam­ ræmingar á því kerfi sem er til staðar í Evrópu til verndar uppfinningum, þar með talið að bjóða upp á einn dómstól á sviðinu sem getur þjónað öllum löndum sem gerst hafa aðilar að samningnum. Þetta kerfi Evrópu­ sambandsins, eins og það er lagt upp, er aftur á móti byggt á grunni evrópska einkaleyfasamn ingsins (Euro pean patent Convention) sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 1973 en Ísland hefur verið aðili að þeim samningi frá árinu 2004. Evrópski einka leyfa­ samningurinn er samningur ríkja í Evrópu sem hefur það að markmiði að

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.