Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2015, Blaðsíða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/15 UMFJÖLLUN Heimsókn í Hæstarétt EITT KULDALEGT SÍÐDEGI í febrúar heimsóttu 60 félagar í Lögfræðinga- félagi Íslands Hæstarétt. Byrjað var á leiðsögn um húsakynnin með öðrum arkitekt hússins og svo kynntu dómarar og aðstoðarmenn réttarins störf sín. Lögmannablaðið fékk að fljóta með. Rými og jafnvægi Árið 1992 var ákveðið að byggja yfir starfsemi Hæstaréttar en dómhúsið við Lindargötu, sem hafði hýst Hæstarétt frá árinu 1949, hafði um langt skeið verið ófullnægjandi. Ýmsir staðir voru skoðaðir áður en þáverandi hæstaréttardómarar vörpuðu fram hugmynd um að reisa hús réttarins á Lindargötu 2. Var lóðin síðan lögð til grundvallar fyrir samkeppni um nýbyggingu Hæstaréttar Íslands. Leitað var að hugmynd sem fæli í sér hagkvæma byggingu sem félli vel að þörfum æðsta dómstóls þjóðarinnar ásamt því sem byggingin skyldi vera virðuleg en um leið látlaus þannig að hún myndi ekki skyggja á byggingar í næsta nágrenni, s.s. Safnahúsið og Þjóðleikhúsið. Höfundar vinningstillögunnar voru arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer en það var einmitt Margrét sem leiddi fríðan hóp lögfræðinga um húsakynnin. Margrét sagði að hönnuðir hússins hefðu átt marga fundi með hæstaréttardómurum til að fá betri upplýsingar um starfsemi réttarins og þessi góða samvinna endurspeglaðist í gæðum byggingarinnar. Innra rými hússins hafi verið skýrt afmarkað milli almennings og dómara, móttökurými hússins hugsað sem mikilvægur vettvangur til að undirstrika það alvarlega yfirbragð sem rétturinn hefur og einnig hversu sterk skil eru milli annars vegar almennings og hins vegar dómsstarfanna. Í efnisvali kallast á gróf og fín efni sem ætlað er að endurspegla það jafnvægi sem kallast sífellt á í störfum réttarins við túlkun löggjafar. Margrét benti á hvernig hönnunin sneri að því að veita dagsbirtu inn auk Um 60 þátttakendur voru í heimsókn Lögfræðingafélagsins í Hæstarétt. Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar fræddi lögfræðinga um starfsemi réttarins. Margrét Harðardóttir arkitekt gekk með hópnum um húsið, sagði frá hallandi gólfum sem tryggðu það að menn þyrftu að vanda sig við að halda jafnvægi og þakglugga yfir verjendum til að tryggja það að orð þeirra heyrðust til einhvers æðra. Höfundur greinarinnar, Ingvi Snær Einarsson stendur lengst til hægri og hlustar af athygli.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.