Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 7 LAGADAGUR samskonar ráðgjöf. Hvort sem litið væri á málið út frá neytendasjónarmiðum eða fagsjónarmiðum lögmannsstéttarinnar væri þetta óásættanleg staða sem myndast hefur á íslenkum markaði. Skólum treystandi Ingibjörg nálgaðist viðfangsefnið einkum út frá akademískum sjónarhóli. Hún tók reyndar undir áhyggjur Jónasar Þórs og taldi mjög varhugavert ef aðilar án lagamenntunar væru að bjóða upp á lögfræðiþjónustu og yrði því að nálgast löggjöf um lögverndun út frá neytendasjónarmiðum. Hún taldi aftur á móti ekki réttlætanlegt að lögvernda starfsheitið í því skyni að stýra því „... hvernig háskólar kenni lögfræði eða nákvæmlega hvaða greinar lögfræði þeir kenna. Það er bara fráleit hugmynd og gengur ekki upp í því lagaumhverfi sem háskólarnir búa við í dag,“ eins og hún orðaði það. Ingibjörg hafði sterkar skoðanir á því að löggjafinn ætti sem minnst að skipta sér að uppsetningu laganáms enda væri skólunum sjálfum vel treystandi til að setja upp fjölbreytilegt og fullnægjandi laganám. Greinarmunur á lögverndun og löggildingu Kristján Andri tók í nokkuð annan streng en Ingibjörg. Hann taldi mikilvægt að skilagreina vel í hverju laganám ætti að felast ef lögverndun starfsheitis lögfræðinga verður að veruleika. „Ef það kemur til greina að ráðast í að lögvernda starfsheitið lögfræðingur þá finnst mér það aldrei koma til greina án þess að gera líka ákveðnar kröfur til fullnaðarnámsins,“ sagði hann. Kristján benti einnig á að mikilvægt væri að gera greinarmun á löggildingu starfsréttinda og lögverndun starfsheita. Í lögverndun starfsheitis sé eingöngu fólginn rétturinn til að bera ákveðið starfsheiti en því fylgja ekki endilega ákveðin starfsréttindi nema fleira komi til. Tók hann arkitekta sem dæmi. Þannig gætu ekki aðrir arkitektar áritað teikningar til byggingarfulltrúa en þeir sem hefðu fengið sérstakt leyfi til þess. Samskonar sjónarmið ættu við um lögfræðinga sem sækja sér réttindi til málflutnings fyrir dómstólum. Fróðleg málstofa Umræður á fundinum snerust að miklu leyti um ólíkar kröfur til laganáms ef til lögverndunar starfsheitisins á að koma. Ólík sjónarmið fundarmanna komu fram og reyndist málstofan hin fróðlegasta fyrir vikið. Eins og áður segir virtist salurinn mjög sammála um nauðsyn lögverndunar þótt áherslumunur kunni að vera á útfærslunni. Haukur Örn Birgisson hrl. Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Jónas Guðmundsson. Anton Björn Markússon hrl. Davíð Örn Sveinbjörnsson LL.M. | hdl. Fanney Finnsdóttir lögfræðingur Guðmundur Siemsen hdl. Gunnlaugur Úlfsson hdl. Hrafnhildur Kristinsdóttir LL.M. | hdl. Jóhanna Katrín Magnúsdóttir LL.M. | hdl. Jón Ögmundsson JD | hrl. Kristinn Hallgrímsson hrl. Linda Fanney Valgeirsdóttir hdl. Margeir Valur Sigurðsson hdl. Ragnheiður Þorkelsdóttir hdl. Sigrún Helga Jóhannsdóttir hdl. Sigurður Valgeir Guðjónsson hdl. Snorri Stefánsson hdl. Stefán Þór Ingimarsson LL.M. | hdl. Telma Halldórsdóttir MA | hdl. Valgerður B. Eggertsdóttir LL.M. | hdl. Þórdís Bjarnadóttir hdl. Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Iceland (+354)520 2050 advel@advel.is advel.is lögmenn ADVEL LÖGMENN ERU Skemmuvegi 4 // Sími 540 1800 // www.prent.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.