Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR fordómafyllri í garð tiltekinna hópa, s.s. vegna byggingar mosku og gegn samkynhneigðum. Björg nefndi að hugtakið haturs­ áróður (e. hate speech) sé ekki skýrt skilgreint í íslenskum eða erlendum rétti. Samkvæmt samþykkt ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 1997 væri hugtakið skilgreint sem öll sú tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðinga­ hatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi sem birtist m.a. í óvæginni þjóðernishyggju, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna. Öll hatursorðræða er refsiverð sam­ kvæmt 233. gr. a almennra hegningar­ laga auk þess sem 27. gr. fjölmiðlalaga bannar hatursáróður og lítur sérstaklega að skyldum fjölmiðla. Björg fór nánar yfir uppruna og efni ákvæðis 233. gr. a í almennum hegningarlögum ásamt því að rekja þær breytingar sem hafa orðið á efni þess. Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar eru að verknaðarlýsing hefur verið rýmkuð nokkuð sem og verndarandlag en til dæmis eru bæði kynhneigð og kynvitund þar undir. Þá var vísað til þess að bæði einstaklings­ og almannahagsmunir réttlæti slíka tak­ mörkun á tjáningarfrelsinu, s.s. réttindi einstaklinga til friðhelgi einkalífs, en samfélagslegir hagsmunir snúi einkum að því að slíkur hatursáróður grafi undan samstöðu í þjóðfélaginu og er undirrót ofbeldisbrota. Erfitt að túlka ákvæði 233. gr. a, einkum í ljósi þess hversu lítið er fjallað um sérstöðu slíkra takmakana á tjáningarfrelsi í lögskýringargögnum. Í raun er aðeins við ákvæði 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar að styðjast, þ.e. skorður við tjáningarfrelsi manna þurfi við að vera nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Þess vegna þurfi að leita leiðbeininga frá túlkun MDE í þeim tilvikum þegar heimilt hefur verið að takmarka hatursáróður í ljósi 10. gr. MSE. Í þessu sambandi vísaði Björg til nýlegs dóms MDE í máli Vejdeland o.fl. gegn Svíþjóð. Í málinu höfðu kærendur málsins verið sakfelldir og fengið skilorðsbundið fangelsi fyrir móðgandi og smánandi ummæli og árás á samkynhneigða. Í niðurstöðu MDE var talið að samspil ýmissa þátta lægi til grundvallar þeirri niðurstöðu að ekki var talið um brot á 10. gr. MSE að ræða. Meðal þeirra atriða sem dómstóllinn leit til voru efni ummælanna og í hvaða samhengi þau birtust, að efninu hefði verið þröngvað upp á menntaskólanemendur og að refsing hefði verið hófleg. Íslensk réttarframkvæmd Íslensk réttarframkvæmd er mjög fábrotin og felst í raun aðeins í Hæstaréttardómi í máli nr. 461/2001 (Hvíta Ísland). Björg nefndi að lögregla væri mjög varkár í meðferð sinni á málum vegna hatursáróðurs enda hefur aðeins verið ákært í þessu eina máli. Ummælin sem var ákært fyrir voru niðrandi ummæli um Afríkubúa og var talið að um brot á 233. gr. a almennra hegningarlaga hefði verið að ræða, einkum með þeim rökum að um órökstuddar alhæfingar væri að ræða þar sem leitast hefði verið að upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti með háði, rógi og smánun. Þá hefði slíkur málflutningur verið settur fram í nafni Félags íslenskra þjóðernissinna sem hefði það markmið að kynda undir kynþáttarfordómum. Að lokum nefndi Björg tvö nýleg dæmi um ummæli og athafnir á opinberum vettvangi þar sem við fyrstu sýn væri að ræða smánun og róg gegn tilteknum hópi manna. Fyrra dæmið voru mótmæli gegn byggingu mosku á lóð sem Reykjavíkurborg úthlutaði til félags múslima í Sogamýri. Málið var kært til lögreglu sem hætti rannsókn og var sú ákvörðun ekki kærð til ríkissaksóknara. Síðara dæmið fólst í smánandi og hatursfullum ummælum um samkynheigða og á grundvelli slíkra ummæla hafa samtökin ´78 kært tíu nafngreinda einstaklinga fyrir brot gegn ákvæði 233. gr. a almennra hegningarlaga. Björg nefndi nokkur sjónarmið sem hún teldi benda til skilsmunar á slíkum ummælum og þeim sem talið var heimilt að refsa fyrir í máli Vejdeland o.fl. gegn Svíþjóð. Meðal þess sem horfa þyrfti til væri að hér hefðu ummælin verið sett fram í samfélagsumræðu, í ádeilu um ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Ekki hafi verið um að ræða skipulagða áróðursstarfsemi heldur ummæli einstaklinga úr ýmsum áttum auk þess sem um hefði verið að ræða skoðanaskipti á opinberum vettvangi, m.a. í beinum útvarpssendingum og upplýsingabyltingin kalli mögulega á endurhugsun á því hvenær menn eru að birta skoðanir sínar opinberlega. Niðurstaða Bjargar var á þá lund að texti 233. gr. a almennra hegningarlaga væri of fábrotinn til að skera úr um hvað væri leyfilegt og bannað að segja opinberlega. Það þyrfti því að skoða öll slík ummæli með hliðsjón af samhengi Róbert Spanó.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.