Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR Málstofa I: Tvíeðliskenningin, framsal fullveldis og eftirlit með fjármálafyrirtækjum MÁLSTOFUNA SAT FULLUR salur af áhugasömum lögmönnum, lögfræð­ ingum, saksóknurum og dómurum. Framsögumenn voru Davíð Þór Björgvinsson prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann í Kaupmannahöfn og Arnaldur Hjartarson sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands en Áslaug Árnadóttir hdl. hjá Landslögum stjórnaði málsstofunni. Götótt tvíeðliskenning Davíð Þór fjallaði um erlend áhrif á íslenskan rétt og tvíeðliskenninguna sem felur í sér að reglur þjóðarréttar gilda ekki sjálfkrafa heldur verður að innleiða þær sérstaklega. Hann velti upp þeirri spurningu hvaða svigrúm löggjafinn hefur til að framselja löggjafarvald til alþjóðastofana en 2. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um að valdið skuli vera innlent. Þá felur ákvæði 21. gr. stjórnarskrárinnar í sér að gerð þjóðréttarsamninga sem fara gegn stjórnarskránni séu ekki heimil. Til samanburðar benti Davíð á að í stjórnarskrá Noregs er heimilt samkvæmt 33. gr. að framselja vald til alþjóðastofnana. Hér á landi er framsalið hins vegar byggt á viðmiðum sem mótast hafa í framkvæmd. Á sumum sviðum hefur farið fram full innleiðing, sbr. mannréttindasáttmála Evrópu sem varð að lögum nr. 62/1994. Einnig hafa alþjóðasáttmálar verið innleiddir með þeim hætti að allar breytingar sem á þeim verða eftir innleiðinguna hafa sjálfkrafa fengið gildi og hefur slíkt verið látið átölulaust. Í enn öðrum tilvikum er vísað í þjóðarrétt í lögunum sbr. lög um póstþjónustu nr. 19/2002. Niðurstaða Davíðs Þórs var sú að „í prinsippinu fylgjum við tvíeðliskenningunni en hún er jafn götótt og svissneskur ostur“. Framsal valds og fjármálafyrirtækin Arnaldur Hjartarson fjallaði um nýtt og breytt kerfi í fyrirkomulagi fjármála­ eftirlits á EES­svæðinu sem felur í sér að vald verður framselt til stofnana Evrópusambandsins sem aftur þýðir bein og íþyngjandi réttaráhrif gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum. Arnaldur vísaði til álitsgerðar Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar frá 25. apríl 2012 um málið en þar segir m.a.: Innleiðing ákvæða reglugerða ESB nr. 1093, 1094 og 1095/2010, um heimildir þriggja evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði Arnaldur Hjartarson.Davíð Þór Björgvinsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.