Lögmannablaðið - 01.06.2015, Page 14

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Page 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR Málstofa II: Ábyrgð ráðherra og starfshættir í ráðuneytum UNDIRRITUÐ STARFAR SEM sér­ fræðingur í þeirri deild norska Atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytisins sem fer með samkeppnismál, ríkisstyrki og opinber innkaup. Ég hafði hlakkað mikið til rökstólanna og til þess að heyra meira um starfshætti lög­ fræðinga í íslenska Stjórnarráðinu, samspilið milli þeirra, ráðherra og aðstoðarmanna og hvað væri efst á baugi í umræðunni. Stjórnandi málstofunnar var Kristján Andri Stefánsson, skrifstofustjóri laga­ og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðu­ neytisins, og fórst honum stjórnin vel úr hendi. Þátttakendur voru með víðtæka reynslu og þekkingu á sínu sviði. Það voru þau Ragnhildur Arnljóts dóttir ráðuneytisstjóri forsætis ráðuneytisins, sem einnig hefur starfað á Alþingi og í fleiri ráðuneytum, Jónína S. Lárusdóttir framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka, og fv. ráðuneytisstjóri, Andri Árnason hrl. hjá Juris, sem einnig var verjandi sakborn ings í eina málinu sem vísað hefur verið til Landsdóms, og Trausti Fannar Valsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Ný lög og starfsskilyrði Stjórnarráðs Tilefni málstofunnar voru þær breyt­ ingar sem hafa orðið á fáum árum á starfsskilyrðum Stjórnarráðsins. Ný stjórnarráðslög hafa verið sett eftir hvatningu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, ráðuneytunum hefur verið fækkað og sum þeirra stækkuð. Með nýju lögunum hefur verið aukið á sveigjanleika við skipulag Stjórnar­ ráðsins. Þá hafa verið lögfestar áður óskráðar reglur um skyldu ráðherra til að leita sér ráðgjafar og um skyldu starfsmanna ráðuneyta til að veita ráð­ herra réttar upplýsingar og faglegt mat á valkostum. Jafnframt var aukið við lögin reglum um hlutverk ráðuneytanna og aðstoðarmanna ráðherra. Einnig hefur Landsdómur komið saman í fyrsta sinn. Fyrst hélt Trausti Fannar inngang­ serindi um starfsskilyrði Stjórnarráðsins og dró upp mynd af lagarammanum. Fór hann yfir þær helstu breytingar sem leiða af nýju stjórnarráðslögunum og snerta starfshætti ráðuneyta og ábyrgð ráðherra. Af máli hans var ljóst að nýju lögin gera ríkar kröfur til vandaðra stjórnsýsluhátta í ráðuneytunum. Á sama tíma búa ráðuneytin líka við ríkar kröfur um aðhald og hagræðingu í rekstri og sum hver hafa gengið í gegnum umfangsmiklar skipulagsbreytingar. Kristján Andri varpaði þá fram spurningunni um hvernig ráðuneytum gengi að fullnægja kröfum sem til þeirra eru gerðar. Kom það fram hjá bæði Ragnhildi og Jónínu að Stjórnarráðið er fámennt, en sömu kröfur gerðar um vandaðan undirbúning mála og í stærri ríkjum. Jónína lagði áherslu á það að í ljósi þess hve fáir vinna í Stjórnarráðinu væru unnin kraftaverk á hverjum degi! Löggjöfin og eftirlitsaðilar gefi enga afslætti þrátt fyrir smæðina og það væri leitt að Stjórnarráðið njóti þess ekki Málstofuna sátu 90 manns.Trausti Fannar Valsson.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.