Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR Málstofa IV: Umferðarréttur almennings UMFERÐARRÉTTUR ALMENNINGS OG heimildir landeigenda til innheimtu gjalds af ferðamönnum hefur verið í umræðunni síðustu misseri. Í mál­ stofunni héldu þeir Ívar Pálsson hrl. hjá Landslögum og Óskar Magnússon hrl. og stjórnarformaður Kerfélagsins ehf. framsögur, en þátttakendur í pallborði voru Ásgerður Ragnarsdóttir hdl. hjá LEX lögmanns stofu og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfis stofnunar. Stjórn andi var Helgi Jóhannesson hrl. hjá LEX lögmanns stofu. Gildandi lög og gjaldtaka Ívar Pálsson hóf málstofuna með því að fara yfir gildandi lög um náttúruvernd og núverandi skipan ferðamála. Einnig fór hann yfir þær breytingar á náttúru­ verndarlögum sem búið er að samþykkja en ekki hafa tekið gildi og frumvarp til breytinga á þeim breytinga lögum. Óskar Magnús sagði frá rekstri Kerfélagsins sem á náttúruperluna Kerið í Grímsnesi. Árið 2008 tóku eigendur Kersins ákvörðun um að hefja innheimtu gjalds af ferðamönnum til þess að hlífa náttúrunni en ástand svæðisins var orðið mjög slæmt. Ákvörðun var umdeild á sínum tíma. Óskar sagði þetta hefði verið rétt ákvörðun og þeir hefðu með henni hlíft náttúrunni. Óskar ræddi sérstaklega hvað þeim hefði komið á óvart afstaða þeirra sem kæmu með stóra hópa og seldu ferðir á svæðið, þeir væru ekki tilbúnir til þess að greiða aðgangseyri að náttúruperlum. Hins vegar hafa aðrir sem koma til að skoða Kerið ekki gert athugasemdir við innheimtu gjaldsins. Marka þarf stefnu til framtíðar Ásgerður Ragnarsdóttir ræddi togstreituna milli almannaréttar og eignaréttar. Almenningi er heimil för um landið. Umferð almennings má hins vegar ekki vera til ama og eða valda tjóni. Ásgerður varpaði fram spurningum, hvað ef land skemmist Ívar Pálsson.Óskar Magnússon.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.