Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/15 LAGADAGUR V. Örmálstofur Í ÁR VAR bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á fjögur styttri erindi, er vörðuðu ólík málefni, í einni málstofu. Hverjum framsögumanni voru úthlutaðar 15 mínútur og í kjölfar hvers erindis var boðið upp á spurningar úr sal. Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var í hlutverki stjórnanda og fórst það afar vel úr hendi. Upplýsingaöryggi í tölvuskýinu Yfirskrift fyrsta erindisins var „Upp­ lýsinga öryggi í skýjunum“ og var framsögumaður Erla S. Árnadóttir hrl. Hún vék fyrst að því hvað fælist í hugtakinu „tölvuskýjaþjónusta“. Í framhaldinu fjallaði hún um vörslu upplýsinga í tölvuskýinu með hliðsjón af ákvæðum persónuverndarlaga en í tölvuskýinu eru gögn vistuð með það að markmiði að nýta auðlindina á sem hagkvæmastan hátt. Gögn kunna því að vera vistuð á einum netþjóni í dag og öðrum á morgun. Gögn eru einnig vistuð mjög nálægt gögnum annarra og eykur það á mikilvægi þess að ábyrgðaraðilar móti öryggisstefnu, geri áhættumat og ákveði öryggisráðstafanir. Svo vel vildi til að nokkrir starfsmenn Persónuverndar voru viðstaddir og lögðu sitt lóð á vogarskálarnar í umræðum sem spunnust að erindi loknu. Google gleymir engu Næst steig á stokk Elín Blöndal lög­ fræðingur Háskóla Íslands, og fjallaði um birtingu nafna í dómsúrlausnum sem birtar eru á netinu. Slík birting byggist á grundvallarreglum um opin þinghöld en sjónarmið um vernd einkalífs og persónuvernd leiða til þess að gæta verður varúðar þegar kemur að birtingu nafna eða annarra persónuauðkenna. Að mati Elínar verður ekki séð að löggjafinn hafi með fullnægjandi hætti tekið afstöðu til þess hvernig rétt sé að haga dómabirtingum á vefnum og reglur dómstólaráðs veita dómstólum svigrúm til mats. Í erindinu kom einnig fram að ekki er fullt samræmi á milli reglna dómstólaráðs annars vegar og Hæstaréttar hins vegar um nafnbirtingu í dómsúrlausnum. Að erindinu loknu spunnust talsverðar umræður, m.a. um hvort gera eigi greinarmun á því hvort dómar séu birtir á pappír eða á vefnum. Elín taldi mikilvægt að greina þar á milli, enda vægju möguleikar á að samkeyra upplýsingar þungt í okkar fámenna samfélagi. Hvað heftir höftin? Eftir að fundarmenn höfðu nýtt stutt hlé til að teygja úr sér, tók til máls Jóhannes Karl Sveinsson hrl. Hann fjallaði um hvaða lagalegu álitamál væru uppi varðandi tilvist og losun gjaldeyrishafta. Ráðamenn hafa boðað að liður í losun þeirra sé álagning útgöngu­ eða stöðugleikaskatts en ekkert hefur verið frekar gefið upp um útfærslu eða hlutfall skattsins. Spurningar munu vakna um lögmæti skattlagningarinnar enda ólíklegt að hagsmunaaðilar muni taka slíkum fyrirætlunum þegjandi og hljóðalaust. Munu þær eflaust koma til kasta dómstóla sem hingað til hafa verið tregir til að fallast á ólögmæti slíkrar skattlagningar. Jóhannes Karl vitnaði til þess að við mat á lögmæti slíks skatts megi ekki eingöngu líta á fjárhæð skattsins, heldur Jóhannes Karl Sveinsson.. Erla S Árnadóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.