Vísbending


Vísbending - 05.01.2015, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.01.2015, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 . T B L . 2 0 1 5 1 5. janúar 2015 1. tölublað 33. árgangur ISSN 1021-8483 Eins og svo oft áður er margt í óvissu á Íslandi í upphafi árs og stjórnvöld vilja auka óróann. Deilur um afgjald fyrir fiskveiðiheimildir hafa staðið lengi. Nú er kominn tími til að ná sátt. Íslendingar geta ekki unað því að ekki séu stigin markviss skref í átt að byggingu nýs spítala. Sumir stjórnmálamenn eru alla tíð óskrifað blað. Verra er þegar foringjar og flokkar eru það líka. 1 32 4 Tækifæri sem ekki verða nýtt Í upphafi árs 2015 er sitthvað sem veldur óvissu í efnahagsmálum Ís-lendinga. Kjarasamningar eru lausir og samningarnir við lækna verða ekki til þess að auðvelda samstöðu um skyn- samlega niðurstöðu. Þó að spennan hafi minnkað í Evrópu skýtur hún alltaf upp kollinum aftur eins og sést á kosningun- um í Grikklandi. Rússar lenda kreppu vegna olíuverðlækkana og þar með verða sýnilegri gallarnir á ríkis- og einkavina- rekstri í atvinnulífinu þar eystra. Hag- vöxtur hefur verið hægari hér á landi og í flestum Evrópuríkjum en menn von- uðust til. Ofan á þetta bætast svo gjald- eyrishöftin og að því að virðist einbeittur ásetningur stjórnvalda að loka Ísland inni í höftum með ónýtan gjaldmiðil til fram- búðar. Björtu hliðarnar Ekki má gleyma því að ýmislegt hefur færst til betri vegar. Verðbólga á Íslandi er minni en nokkru sinni fyrr og atvinnu- leysi hefur minnkað þannig að við nálg- umst nú atvinnustigið í Þýskalandi. Hagvöxtur virðist samkvæmt tölum Hagstofunnar hafa hægt á sér og var á 3. ársfjórðungi minni en í nágrannalöndun- um. Það hjálpar Íslendingum að olíuverð hefur lækkað, en á móti koma erfiðleikar í Rússlandi við kaup og greiðslu á sjávar- afurðum. Kaupmáttur hefur aukist mikið og fer að nálgast það sem hann var fyrir hrun í íslenskum krónum mælt. Lækna- deilan sýnir hins vegar að þær stéttir sem auðvelt eiga með að fá vinnu erlendis miða auðvitað ekki við íslenska hagkerfið heldur þau kjör sem annars staðar bjóð- ast. Órói á vinnumarkaði Einstaka verkalýðsforingjar tala fyrir tuga prósenta launahækkun. Forysta og sér- fræðingar ASÍ vita auðvitað að slík hækk- un myndi leiða til verðhækkana og líklega gjaldþrots ýmissa fyrirtækja og væri því mikið óráð. Hins vegar er ekkert skrít- ið að venjulegu fólki á hinum almenna vinnumarkaði finnist það einkennilegt að ríkið, sem allir vita að er skuldum hlaðið, hækki laun alveg úr takti við hinn frjálsa markað. Skynsamlegast væri að semja um hóflegar launahækkanir til nokkurra ára, hækkanir sem væru í takt við aukningu á vergri landsframleiðslu á mann. Þannig gæti verðlag haldist hóflegt á sama tíma og kjarabætur yrðu raunverulegar. Margoft hefur verið sýnt fram á að um leið og kaupmáttaraukning fer fram úr verðmætasköpun í samfélaginu þá leiðir það til bakslags, oft mjög alvarlegs. Þetta er einmitt það sem einkennir íslenska efnahagslífið; hér eru sveiflur miklu meiri en í flestum öðrum löndum. Í fyrstu samningum eftir hrun var samið um miklar kauphækkanir sem skil- uðu sáralítilli kaupmáttaraukningu. Verð- bólgan jókst hins vegar og þar með jókst vandi þeirra sem skulda. Bæði hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána og eins held- ur mikil verðbólga uppi vaxtastiginu í landinu og þyngir þar með greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð lán. Það er til mikils að vinna að ná skynsamleg- um samningum. Á árunum 1994-1999 var verðbólga lítil hér á landi, gengi stöð- ugt og launahækkanir hófsamar framan af, en fóru svo úr böndum í lok tímabils- ins sem olli því að verðbólgan fór aftur af stað. Umhverfið Nýlega var það haft eftir þekktum ís- lenskum hagfræðingi að efnahagshorfur innanlands væru ágætar en útlitið svart- ara í nágrannalöndunum. Ummælin bera vott um þá trú margra, jafnvel spreng- lærðra manna, að Ísland geti haldið áfram að vera verndaður vinnustaður þar sem hræringar í umhverfinu hafi engin áhrif. Þau minna svolítið á ummæli í kringum heimskreppuna 1930 þegar sagt var að kreppan væri hvergi til „nema í höfðinu á Brynjólfi Bjarnasyni“ (foringja komm- únista). Auðvitað kom kreppan til Ís- lands og varði hér lengur en annars staðar vegna þeirrar einangrunarstefnu sem tek- in var upp, en auðvitað hafa hagsveiflur erlendis áhrif hér á landi. Í hruninu var Ísland til dæmis leiðandi, þó að það hafi ekki verið eftirsóknarvert. Nauðsynlegt er að huga vel að því hvað gerist í umhverfinu. Enn hafa fjöl- miðlar sett ákvarðanir Grikkja í skulda- málum upp sem kappleik. Það er athygl- isvert að Angela Merkel telur nú að kjósi Grikkir að standa ekki við samninga um áframhaldandi afborganir lána og nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir komi vel til greina að þeir gangi úr evrusamstarf- inu. Þetta bendir til þess að hún telji ekki að slík ákvörðun leiði til dómínó-áhrifa á Ítalíu, Spáni og Portúgal núna eins og hætta virtist á fyrir nokkrum árum. Grikkir hafa vissulega lagt mikið á sig til þess að losna úr kreppunni en dæmi þeirra sýnir að það er ekki hlaupið að því að komast úr margra ára spillingu og óstjórn á örskömmum tíma. Íslenskir ráðamenn kusu á árunum fyrir hrun að draga úr skuldum ríkisins og reka ríkissjóð með afgangi. Eftir á að hyggja hefði verið betra að ganga enn lengra í þá átt, en góð staða ríkissjóðs fyrir hrun létti óneitanlega róðurinn hjá þeim sem á eftir komu. Nauðsynlegt er að á næstu árum skili ríkissjóður afgangi þannig að greiða megi niður skuldir. Fíllinn í stofunni Ráðamenn kynna stöðugt aðgerðir til losunar hafta „á næstunni“. Á sama tíma vinna þeir markvisst að því að loka eina raunhæfa möguleikanum á því að losa þau algerlega, en það verður ekki gert án samstarfs við nágranna- og bandalags- þjóðir. Íslenska krónan er ástæðan fyrir læknadeilunni, hún er ástæðan fyrir því að íslensk fyrirtæki geta ekki stækkað nema með því að flytja höfuðstöðvar úr landi og hún er ástæðan fyrir því að al- menningur og fyrirtæki þurfa að borga mun hærri vexti en gerist í nágrannaríkj- um. Ef menn vilja ekki viðurkenna þetta verður Ísland aldrei aftur opið land sem freistar erlendrar fjárfesta.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.