Vísbending


Vísbending - 05.01.2015, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.01.2015, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 . T B L . 2 0 1 5 Enginn dregur annars fisk úr sjó - fyrri hluti Eitt af því sem hefur skipt þjóðinni í fylkingar í áratugi er kvótakerf-ið og hugmyndir um sanngjarnt afgjald af auðlindinni. Stjórnvöld hafa heykst á því að hafa einfalt kerfi og vilja nú flækja málin með því að gera nýtingar- samninga til langs tíma, að því að sagt er með ýmiss konar útúrdúrum og flækj- um, auk þess sem tortryggni ríkir um að gjaldið verði ekki sanngjarnt. Það er bæði almenningi og útgerðinni nauðsynlegt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálgast nokkur einföld meginsjónarmið. Skilyrði fyrir sátt Í fljótu bragði má nefna fjögur eða fimm atriði sem ekki ætti að vera mikill styr um. Vissulega eru nokkrir útgerðarmenn sem telja að vænlegast sé að setja undir sig hausinn og hlusta ekki á „vitleysingana“ en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnkandi. Afkoma af flestum útgerðar- fyrirtækjum hefur verið ágæt að undan- förnu og því hvati fyrir útgerðina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði aflabrestur. Markmiðin sem nást eiga eru: • Greitt sé hæfilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni • Gjaldið sé markaðstengt • Tryggt sé að umgjörðin sé stöðug til frambúðar • Nýliðun sé möguleg • Hvatt sé til hagræðingar og hámarks arðsemi til lengri tíma litið Þessi markmið eiga að vera af því tagi sem „sanngjarnir menn“ fallast á að séu æskileg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eftir. Um hvað er deilt? Almenningur er ekki sáttur við einkaeign á sameign þjóðarinnar. Þannig eru fiski- stofnarnir skilgreindir samkvæmt lögum og mikill meirihluti þeirra sem tók þátt í atkvæðagreiðslu um tillögur stjórn- arskrárnefndar var þeirrar skoðunar að þannig ætti það að vera. Flokkarnir hafa líka lýst því yfir að þeir séu tilbúnir að festa slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Á móti er ekki óeðlilegt að spurt sé: Hver hlúir að sameign og gætir þess að vel sé um hana gengið? Kvótakerfið með reglum um nýtingar- rétt til langs tíma stuðlar að því að út- gerðin fari ekki ránshendi um auðlindina til þess að ná í skammtímahagnað. Ekki er langt síðan útgerðin var rekin á núlli með síendurteknum gengisfellingum en nú er öldin önnur. Fólk sem rak útgerð sem barðist í bökkum er skyndilega auð- kýfingar á montjeppum með villur úti í erlendum paradísum. Þetta svíður mörg- um, en það gleymist að sjávarútvegur er ekki lengur á framfæri þjóðarinnar heldur arðbær atvinnugrein. Stór hluti af hagræðingunni felst í því að kvótinn gengur kaupum og sölum. Markaðurinn veldur því að þeir sem best standa sig kaupa af hinum. Stór hluti kvótans hefur færst milli fyrirtækja frá árinu 1984 og það sjónarmið heyrist að ósanngjarnt sé að taka af mönnum það sem þeir hafa keypt. Á móti kemur að því hefur aldrei verið lofað að kvótinn væri varanlegur. Loks er það vitað og hefur valdið óvissu og ugg að löggjafinn getur breytt kerfinu og skoðanir eru mjög skipt- ar á því. Á síðasta kjörtímabili var komið á ákveðnu gjaldi sem nú er breytt aftur. Það er auðvitað erfitt fyrir útgerðarmenn að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. Stjórnmálamenn flækjast fyrir Því má aldrei gleyma að frjálst framsal kvótans komst á undir vinstri stjórninni 1988-91 og var líklega þarfasta verk þeirr- ar stjórnar. Síðan hafa verið gerðar ýmsar breytingar en hin seinni ár hefur áhugi stjórnmálamanna einkum verið á því að flækja kerfið. Þeir vilja nú veiðigjald sem er ákveðið af stjórnmálamönnum (eða embættismönnum) en tekur ekki mið af markaði. Þetta leiðir til þess að eitt kíló af þorski kostar ekki það sama fyrir alla. Spurt er um aðstæður í rekstri og þeir sem mikið skulda fá afslátt. Flestum þætti það einkennileg viðskiptaaðferð við bensín- dæluna. Sjávarútvegur er nú blómlegur og skilar arði en var áður baggi á þjóðinni. Þetta má öðru fremur þakka kvótakerf- inu sem dró úr offjárfestingu. Fiskistofnar eru líklega að stækka eftir langa mæðu. Á sama tíma hefur útgerðum fækkað og þær stækkað. Sumir telja þessa þróun neikvæða, því að víða hefur útgerð færst frá stöðum. Má þar nefna Raufarhöfn og Þingeyri, en dæmin eru fleiri. Í tillögum sem lagðar voru fram árið 2010 var flókið kerfi „potta“ sem stjórn- málamenn eða embættismenn áttu að deila út. Þetta frumvarp var svo vitlaust að í greinargerðinni sem með því fylgdi var því fundið allt til foráttu sem mun einsdæmi. Það vekur þó athygli að ýmsir þingmenn sem á hátíðarstundum kenna sig við frjálsa samkeppni vilja alls ekki hleypa markaðsöflunum að til þess að ákveða veiðigjaldið sem þó er almenn regla á Íslandi, til dæmis á húsaleigumark- aði. Ekkert kerfi sem byggir á ákvörðun- um embættismanna, undanþágum og sérreglum nær að uppfylla kröfur um sanngirni. Í öðrum hluta verður áfram fjallað um sjávarútveginn og sanngjarna leið til þess að ríkið fái sitt en hlífir samt útgerðum í greiðsluvanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.