Vísbending


Vísbending - 05.01.2015, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.01.2015, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 . T B L . 2 0 1 5 Aðrir sálmar Autt blað Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Að sumu leyti má segja að það væri óskastaða hvers stjórnmálamanns ef hann gæti byrjað með autt blað og fyllt það svo út eftir sínu höfði. Að hluta til má segja að þannig sé það þegar menn byrja sinn feril. Þeir eru sjálfir óþekktir og ráða því algjörlega hvaða stefnu þeir taka. Svo illa vill til að flestir þeirra sem fara í stjórnmál hafa enga sérstaka stefnu. Þeir eru reknir áfram af eigin metnaði, en hafa engin ákveðin markmið önnur en þau að ná eins langt og þeir komast. Kannski er þetta ósanngjarnt. Margir vita á hvaða hillu þeir vilja vera, velja sér málstað til þess að verja. Sumir eru um- hverfissinnar, aðrir velja frelsi og þeir þriðju jöfnuð. Svo útfæra þeir þessa skoðun sína ekkert meira, hafa hoppað í strætisvagninn og láta aðra um að aka. Einstaka menn hafa þá stefnu eina að komast að í þeim flokki sem best býður. Sagðar hafa verið sögur af mönnum sem mættu til þess að bjóða fram krafta sína í einum flokki, en voru svo viku seinna komnir í framboð í öðrum sem bauð betur. Í sjálfu sér er ekkert við þessu að segja. Kjötkatlapólitíkusar verða alltaf til, menn sem hafa þá stefnu eina að að komast í aðstöðu til þess að úthluta gæð- um almennings til þeirra sem þeir hafa velþóknun á. Á Íslandi eru mörg dæmi um slíka menn sem hafa haft litlar hug- sjónir aðrar en þær að fá að vera með í veislunni. Miklu alvarlegra er þegar stjórn- málaleiðtogar hafa enga stefnu, enga framtíðarsýn aðra en að ná fram á næsta horn án þess að lenda í árekstri. Hvernig verður umhorfs á Íslandi árið 2050, og hvernig viljum við að það verði? Auðvitað eigum við sem nú lifum ekki að ráða landinu um alla framtíð, en hvaða sýn viljum við að komandi kyn- slóðir fái í arf? Viljum við frjálst og opið samfélag sem líklegt er að fólk vilji lifa og dafna í eða viljum við lokað samfélag stöðnunar og sérhagsmuna? Fáir segjast vilja það síðarnefnda en stefna svo að því ljóst og leynt undir því yfirskyni að þeir séu að vernda einhverja aðra, aldrei sjálfa sig eða sína hagsmuni. Sagan hefur kennt okkur að nálægð stóra bróður á hverju strái er ekki heppileg, en óheft frelsi fárra á kostnað almennings er það ekki heldur. bj framhald af bls. 3 ur og öflugt starfsfólk til að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar. Vatnsmýrarsvæðið er mikilvægt fyrir framþróun spítalans með sitt þríþætta hlutverk, því þar eru helstu mennta- og vísindastofnanir landsins sem eiga í sífellt fjölbreyttara samstarfi. Þver- fagleg starfsemi eykst jafnt og þétt, milli vísinda greina innan háskóla, milli fræðigreina innan heilbrigðisstofnana og milli heilbrigðisstofnana, háskóla og atvinnulífs. Uppbygging Landspítalans í Vatnsmýrinni er því á hárréttum stað í næsta nágrenni við Háskóla Íslands, sem sinnir læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, lyfjafræði og öðrum heilbrigðisvísindum og í næsta nágrenni við Háskólann í Reykjavík, sem sinnir hvers konar verk- og tæknifræðinámi, heilbrigðisverkfræði og tölvunarfræði sem skipta sífellt meira máli við rekstur spítala. Við Hringbraut eru einnig mikilvægir hlutar gömlu Land- spítalabygginganna svo og barnaspítali, kvennadeild, geðdeild o.fl. auk þess sem mun stærri hluti starfsemi Landspítala er við Hringbraut. Auðveldara verð- ur að nýta Borgarspítalann í Fossvogi undir aðra starfsemi, t.d. sem miðstöð heilsugæslu, dvalar- og hjúkrunar heimili og endurhæfingarmiðstöð. Auk þess gætu þar starfað ýmsir sem eru í einka- rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Leyfileg hæð bygginga við Hringbraut um 6 hæðir hentar sérlega vel þeirri stærð sjúkrahúss sem fyrirhug- að er að byggja og því takmarkar flug- völlurinn í Vatnsmýrinni á engan hátt hönnun bygginga á svæðinu. Lægra hlutfall af ríkisútgjöldum Hlutfall rekstrarkostnaðar við Land- spítal ann af ríkisútgjöldunum hefur lækkað umtalsvert frá hruni, samkvæmt úttekt Landsbankans. Í úttektinni kemur fram að hlutfall Landspítalans af ríkis- útgjöldum ef fjármagnsliðir eru undan- skildir, hefur lækkað verulega frá árinu 2007. Fram til 2007 var hlutur spítalans af ríkis útgjöldum um 8% en lækkaði þá niður í 5-6%, þó að hlutfallið hafi aukist lítillega undanfarin þrjú ár. Svipaða sögu er að segja þegar kostnaður spítalans á hvern starfsmann er skoðaður. Kostnað- ur var 150.000-160.000 kr./mann fram til ársins 2008, en er nú um 120.000 kr./mann. Að auki hefur stöðugildum á spítalanum fækkað um 200 eða um 6% á meðan þeim hefur fjölgað hjá ríkinu í heild. Nýleg könnun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands leiðir það sama í ljós, þ.e. að ársverkum hjá ríkinu hafi fjölgað um 1,3 prósent á árunum 2007-2011, á sama tíma og stöðugildum á Landspítal- anum fækkaði um 5,7 prósent. Það er augljóst hagsmunamál allra Íslendinga, núlifandi sem ófæddra, að við stöndum saman um nauðsynlegar endur- bætur á Landspítalanum. Leita þarf allra leiða til að fjármagna þetta þjóðþrifaverk og hrinda því í framkvæmd. Undirbún- ingsvinnunni er lokið og ná verður sátt um þá staðsetningu sem ákveðin hefur verið og allar forsendur miðast við. Það er kominn tími til aðgerða. Íslenska þjóðin þarf á því að halda, enda er þetta stærsta velferðarmál samtímans. Heimild: Ríkisreikningur, hagfræðideild Landsbankans Mynd: Hlutdeild rekstrarkostnaðar við Land- spítala af ríkisútgjöldum án fjármagnsliða

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.