Vísbending


Vísbending - 09.03.2015, Qupperneq 4

Vísbending - 09.03.2015, Qupperneq 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 0 . T B L . 2 0 1 5 Aðrir sálmar Drífum í því Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Yfirskrift alþjóðlegs dags kvenna þann 8. mars er Make it happen! sem snarað hefur verið á íslensku sem „Drífum í því!“ Konur hugsa slagorðið til þess að þjóðfélagið drífi í jafnrétti á öllum sviðum og það er vonum seinna að því sé náð. En Íslendingar allir ættu að drífa í hlutunum einmitt núna. Nú eru blikur á lofti í kjaramálum. Forsætisráðherra sem sífellt er í leit að nýju máli sem líklegt er til vinsælda hef- ur lýst því yfir að eðlilegt sé að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund krónur. Það er hækkun um 40% frá því sem nú er. Hugmynd ráðherrans er að allir hóp- ar fái sömu krónutöluhækkun og því hækka laun þeirra sem eru með 600 þúsund krónur „aðeins“ um 15%. Jafn- vel þó að breytingin dreifðist á þrjú ár og allur vinnumarkaðurinn sætti sig við þessa hækkun, væri meðalhækkun líklega 8-9% á ári. Nú veit ráðherrann auðvitað eftir langt nám sitt í viðskipta- fræðum víða um heim, að ekkert hag- kerfi stendur undir slíkri hækkun án þess að annað tveggja gerist: Atvinnu- leysi stóraukist eða verðbólga mælist í tugum prósenta. Verðbólga yrði 6-7% í stað þess að vera undir 1% og verð evru yrði komið í 180 til 200 krónur í lok tímabilsins. Áður var það svo að Sambandið, sem var viðskiptaarmur Framsóknarflokksins fékk aðvörun um að gengisfelling væri í vændum. Það gat þá hagað viðskiptum í samræmi við þessar upplýsingar. Nú hafa greiningardeildir bankanna litla trú á forsætisráðherranum og mætti orða hans. Þær telja að verðlag verði áfram stöðugt á Íslandi allt árið, enda svosem ekkert sem ógnar því annað en ham- farir af mannavöldum. Þeir sem telja að forsætisráðherrann og stefna hans verði ofan á ættu hins vegar að búa sig undir verðbólgu næstu árin. Þess vegna er gott að: a. Borga inn á verðtryggð lán b. Kaupa heimilistæki c. Fara í fríið til útlanda d. Reyna að taka óverðtryggt lán með föstum vöxtum Það sem meira er, við ættum að drífa í því. Það er ekki víst að svona innherja- upplýsingar liggi alltaf á lausu. bj 4,3% umfram laun hjá sveitarfélögum. Ef litið er til áranna 2006 til 2009 hækkuðu laun á almenna markaðnum minna en á hin- um opinbera en frá 2009 til 2013 hækkuðu laun til muna meira á almenna markaðnum. Launaþróun frá nóvember 2006 til sept- ember 2014 sýnir að laun ríkisstarfsmanna í stéttarfélögum innan ASÍ hafa hækkað mest á þessu tímabili, en laun starfsmanna í aðildarfélögum BSRB hjá sveitarfélögum minnst. Allmikill munur er á launahækkunum frá 2013 til 2014. Hreint tímakaup fram- haldsskólakennara hækkaði mest 14,6%, en minnst var hækkunin á hreinu tímakaupi hjá ríkisstarfsmönnum innan BSRB 4,9%. Framleiðni hér á landi er 75-80% af meðal tali viðskiptalanda okkar. Eins og vænta má er það svipað hlutfall og hlutfall launa hér á landi af meðallaunum viðskipta- landa okkar. Árlegur vöxtur framleiðni á vinnustund var 1,7% síðustu áratugi og vöxtur veginnar framleiðni vinnuafls og fjár- magns var um 1%. Þessar upplýsingar virðast nokkuð fjarri þeirri umræðu sem er um stöðu vinnu- markaðar og hlutfallslegan launa samanburð sem heyrst hefur undanfarið. Það er því erfitt að ráða af hverju sum stéttarfélög telja að þjóðarsátt komi ekki til greina, vilja hvert fyrir sig fara fram með háar launakröfur og skeyta engu um þann verðstöðugleika sem hefur náðst undanfarið með töluverðum til- kostnaði (í formi hærri vaxta hér á landi en í okkar nágrannalöndum). Það er hverju orði sannara að það sem heldur aftur af lífskjörum hér á landi er lág framleiðni. Miklar sveiflur verðbólgu og gengis krón- unnar hafa þau áhrif að framleiðnivöxtur verður minni. Í slíku umhverfi er erfitt fyr- ir fyrirtæki að gera áætlanir fram í tímann, arðsemi fjárfestingar útflutningsatvinnuvega verður óvissari vegna sveifla gengis, verðlags og þar með samkeppnisstöðu. Hlutfallslegt verð hefur ekki lengur sömu upplýsingar að geyma fyrir fyrirtæki og einstaklinga – óhag- kvæmni eykst. Fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi, þ.e.a.s. þau fyrirtæki sem ráða helst til sín menntað vinnuafl – geta illa þrifist í slíku umhverfi. Eins og fram kemur í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins: „Verk- efnið hlýtur því að vera að auka framleiðni með bættu skipulagi og betri verkferlum, ef markmiðið er að nálgast lífskjör í þeim ríkj- um þar sem þau eru best.“3 Lokaorð Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumark- aði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnu markaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnu- rekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað. Nú sem endranær verður ríkisstjórn að sýna skiln- ing á kjörum og hagsmunum launafólks, en jafnframt að útskýra mikilvægi þeirra almannagæða sem felast í stöðugu verðlagi fyrir lífskjör og hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Í slíkum samningum getur ríkis- vald boðið önnur almannagæði, svo sem breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðug- leikann. Rauða línan á mynd 2 hliðrast þá niður á við og verður að þeirri grænu, jafn- vægi myndast á vinnumarkaði við hærra atvinnu stig, það fer úr punkti B í C, eftir- spurn verður meiri og vextir lægri. Kannski væri upplagt að ríkis stjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúð- um.4 Í nýju jafnvægi er þá meiri sátt í sam- félaginu, atvinna meiri en annars væri, kaup- máttur meiri, vextir lægri og vaxta kostnaður og þar með útgjöld ríkissjóðs lægri. Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála. Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðug leiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis. Frjáls utanríkis viðskipti, frjálst flæði fjármagns, einka- rekstur, aðskilnaður banka og viðskiptavina þeirra, varkárni í rekstri fyrir tækja, skýrt laga- umhverfi og vel varinn eignaréttur í stöðugu efnahagsumhverfi þar sem opinber afskipti af fyrirtækjarekstri eru í lágmarki skila bestum lífs kjörum til lengri tíma litið. Næsta verkefni verður að reyna að ná þessu markmiði eftir að fjármagns höft hafa verið losuð og spá kaupmenn taka að versla með krónuna að nýju. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Þær skoð- anir sem hér birtast eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir annarra nefndarmanna. Heimildir: 1 Sjá t.d. fráviksdæmi í Peningamálum 2013/4 2 Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsum- hverfi og launaþróun, skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins, febrúar 2015, http://www. asi.is/media/193301/%C3%8D-addraganda- -kjarasamninga-2015-Netutgafa.pdf. 3 Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsum- hverfi og launaþróun, skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins, febrúar 2015, bls. 8. Orða- lagi smávegis breytt til þess að stytta texta. 4 Eitt dæmi um slíkar aðgerðir mætti nefna. Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýð- uflokks stuðlaði að sátt í kjarasamningum árið 1964 með því að ákveðið var að byggja nýtt íbúðahverfi í Reykjavík þar sem fólk með tiltölulega litlar tekjur gat fundið sér húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta hverfi fékk nafnið Breiðholt. framhald af bls. 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.