Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Page 77

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Page 77
BÚSKAPUR RÍKISINS raunvirðastrauma tímabilsins, öll notuð verð- mæti, alla álagða skatta og tilfallnar tekjur og gjöld, er verða tilefni réttarlegra krafna, hvert svo sem greiðsluformið eða form pen- ingalegrar mótbókunar fram að reikingslokun er. Þessi regla er alþjóðlega viðurkennd sem grundvöllur þjóðhagsreikninga. Astæðan til þess er, að einungis þessi regla leiðir til altækr- ar skýrslugerðar. Allt annað dylur meira eða minna af þeim efnahagsskiptum, er þýðingu hafa. Hins vegar er stundum hafður sá háttur á, að skrá aðeins það sem greitt hefur verið í reiðu fé, þ. e. með ákveðnu og þrengra formi hinna peningalegu strauma. Þetta á einkum við um ríkistekjurnar. Reikningshald hins opin- bera er þó vægast sagt mjög ófullkomið, nema hægt sé að sýna bæði afbrigðin að því er varð- ar skatttekjurnar og tilsvarandi mun kröfurétt- inda, en allar aðrar færslur séu skráðar sam- kvæmt raunvirðastraumunum, þ. e. þegar tekj- ur og gjöld falla til og kröfur myndast. Tímamörk ríkisreikninga Skýrslur um búskap íslenzka ríkisins geta að svo komnu máli ekki byggst á hreinum grundvelli í þessu tilliti. Þeirra kosta er ekki völ, svo sem færslum og uppgjöri ríkisreikn- inga er nú háttað. Að vísu munu færslur raun- virðastraumanna að mestu samsvara því, sem gerist yfir almanaksárið. En til þess að ná þeim árangri, er reikningum liðins árs haldið opnum fram eftir fyrsta ársfjórðungi hvers árs. Við það brenglast reikningar greiðslufjár og skuldaskipta, þ. e. sjóður, bankareikningar, viðskiptamannareikningar o. þ. h., og geta sýnt niðurstöður mjög frábrugðnar því sem var um áramót. Reglur um tímamörk reikningslokunar eru og full losaralegar til þess að hægt sé að gera glögga grein fyrir og treysta fyllilega gildi niðurstaðnanna fyrir hvert ár um sig. Nánar tiltekið er reynt að ná inn sem mestu af sköttum, álögðum á árinu, þó því aðeins að þeir séu greiddir fyrir reikningslokun, ann- ars eru þeir færðir með næsta ári. Álagningar- ár beinna skatta er ótvírætt, en nokkru nán- ari skýringa er þörf um óbeina skatta. Sölu- skattar falla til um leið og sú velta fer fram, sem þeir eru lagðir á, þótt upphæð þeirra sé ákvörðuð og gerð upp síðar. Um innlent toll- vörugjald gegnir sama máli. Útflutningsgjöld eru færð eftir brottfarardögum skipa. Aðflutn- ingsgjöld eru aftur á móti færð eftir afgreiðslu- dögum tollskjala, er gerist að jafnaði samtímis greiðslu gjaldanna. Vörurnar eru yfirleitt tekn- ar úr vörzlu skipafélags strax á eftir, en tals- verðu getur munað frá komudögum skipa. Taldar með aðflutningsgjöldum eru tekjur bátagjaldeyriskerfisins, Framleiðslusjóðs og Útflutningssjóðs. Þessar tekjur eru allar taldar um leið og greiðslur fóru fram, en þær féllu að mestu til við sölu réttinda til gjaldeyris, við gjaldeyrissölu eða við innflutning. í viss- um skilningi má líta svo á, að þessar tekjur hafi fallið til miklu fyrr, þ. e. við öflun þess gjaldeyris eða jafnvel við framleiðslu þeirra útflutningsafurða, er skuldbindingar nefndra stofnana voru við tengdar. Tekjur þessar hafi verið bundnar, fyrst í birgðum afurðanna, bæði hérlendis og erlendis, en síðan í inn- heimtu andvirðis þeirra og í virði skilaðs en ónotaðs gjaldeyris. Þetta ber að hafa hugfast í sambandi við skýrslur um útflutningsfram- leiðslu og útflutningsvörubirgðir. Tölur með- fylgjandi töfluverks standa ekki í neinu sam- bandi við framleiðslu eða birgðir sama árs. Virði gjaldeyris umfram gengisvirði hans verð- ur að teljast falið í birgðum og gjaldeyris- forða á hverjum tíma, þar til það er kræft samkvæmt reglum nefndra stofnana. Útgjöldin eru og í meginatriðum færð á því ári, er þau falla til og verða að lögmætum kröfum samkvæmt fjárlögum, öðrum lögum um ríkisfjárveitingar og nánari ákvörðunum framkvæmdavaldsins. Laun og annar rekstrar- kostnaður ríkisins sjálfs er færður á því ári, er vinnan fer fram og kostnaðargæðin koma til nota, þ. e. eru afhent. Framkvæmdir ríkis- 75

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.