Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 8
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ORKUMÁL Landsnet hefur lokið samningagerð vegna umfangs- mestu jarðstrengjakaupa fyrirtæk- isins til þessa. Samið hefur verið við sænska kapalframleiðandann NKT Cables AB um kaup á þremur jarðstrengjum vegna fyrir hugaðra verkefna á næsta ári. Þeir eru sam- anlagt 45 kílómetrar að lengd og ætlaðir fyrir 66 kílóvolta spennu. Samkomulagið, sem hljóðar upp á tæplega 400 milljónir króna, var undirritað í höfuðstöðvum Lands- nets í gær. Jarðstrengirnir þrír verða not- aðir til þriggja aðskilinna verkefna sem munu bæta og styrkja raforku- flutningskerfið á Suður- og Vestur- landi. Samkomulagið var gert að und- angengnu útboðsferli þar sem NKT átti lægsta tilboðið. Það felur í sér framleiðslu og flutning jarð- strengjanna til Íslands ásamt eftir- BANDARÍKIN Demókratar biðu afhroð í kosn- ingunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Þeir misstu meirihluta sinn í öldungadeild til repúblikana, minnihluti þeirra í fulltrúa- deildinni skrapp enn frekar saman og svo töpuðu þeir í flestum ríkisstjórakosning- unum. Repúblikanar standa hins vegar með pálmann í höndunum og stjórna nú báðum deildum þingsins. Barack Obama forseti þarf því að hafa töluvert fyrir hlutunum þau tvö ár sem eftir lifa af seinna kjör- tímabili hans. Repúblikanar geta leikið sér að því að koma með hvert frumvarpið á fætur öðru, sem fyrirfram yrði vitað að hann myndi neita að skrifa undir. Þeir geta sömuleiðis neitað að taka til greina nokkurn skapaðan hlut, sem forsetinn myndi vilja fá í gegnum þingið. Mitch McConnell, sem hefur verið leiðtogi minnihluta repúblikana í öldungadeildinni, verður nú leiðtogi meirihlutans í deildinni. Hann hefur reynst Obama þungur í skauti til þessa, og segir að Obama geti varla reiknað með miklum breytingum þar á: „Ég reikna ekki með því að forseti vakni á morgun með allt annað viðhorf til heimsins en hann hafði í morgun,“ sagði McConnell í fyrrinótt, þegar ljóst var að sigur repúblik- ana var í höfn. „Hann veit að ég mun heldur ekki gera það,“ bætti hann svo við. Bjartsýnismenn benda þó á að þeir McConnell og Obama hljóti að þurfa að koma sér saman um ýmis þau helstu mál, sem báðir sjái sér hag í að koma í gegnum þingið. Hvorki repúblikanar né demókratar græði á því að fara í hart í öllum málum. gudsteinn@frettabladid.is Forseti án þingmeirihluta Barack Obama Bandaríkjaforseti þarf að hafa töluvert fyrir hlutunum þau tvö ár sem eftir lifa af seinna kjör- tímabili hans. Báðar deildir þingsins verða undir stjórn andstæðinga hans í Repúblikanaflokknum. Talningu var ekki endanlega lokið í gær og því enn óljóst um þrjú þingsæti öldungadeildar, sextán þingsæti fulltrúadeildar og einn ríkisstjóra. Demókratar Repúblikanar Öldungadeild 45 -7 52 +7 Fulltrúadeild 176 -14 243 +14 Ríkisstjórar 16 -3 31 +3 ➜ Úrslit þing- og ríkisstjórakosningaJafnframt þing- og ríkisstjórakosningum voru kjósendur víða í Bandaríkjunum að venju beðnir um að taka ákvarðanir í ýmsum málum, sem sum hver hafa verið afar umdeild. Í Colorado og Norður-Dakóta höfnuðu til dæmis kjósendur áformum um að torvelda fóstureyðingar. Þá samþykktu kjósendur í Oregon, Alaska og í höfuðborginni Washington að heimila fólki að nota maríjúana, en íbúar í Flórída höfnuðu sams konar tillögu. Áhugasamir íbúar í Kaliforníu, Massachusetts, Maine og fleiri ríkjum eru þegar farnir að undirbúa sams konar tillögu til að bera undir kjósendur í næstu kosningum, sem verða eftir tvö ár. Þá samþykktu kjósendur í Arkansas, Nebraska og Suður-Dakóta að hækka lágmarkslaun, en í Oregon höfnuðu kjósendur því að gera ólöglegum innflytjendum kleift að verða sér úti um ökuskírteini. MARÍJÚANA, FÓSTUREYÐINGAR, LAUN MITCH MCCONNELL SIGRI FAGNAÐ Repúblikanar á kosninganótt, þegar ljóst var orðið að þeir yrðu með meirihluta í báðum deildum þingsins næstu tvö árin. NORDICPHOTOS/AFP Selfosslína 3, ný 28 km löng jarðstrengslögn milli Selfoss og Þorlákshafnar– eykur afhend- ingaröryggi í Hveragerði, Þorláks- höfn og á Selfossi. Hellulína 2, ný 13 km löng tenging milli Hellu og Hvolsvallar – kemur í stað núverandi loftlína á þessari leið. Tenging nýs tengivirkis á Akranesi. ➜ Þrjú verkefni 45 kílómetra jarðstrengir Landsnet byggir upp á Suður- og Vesturlandi: Þrír jarðstrengir fyrir 400 milljónir VIÐSKIPTI Rolls Royce segir upp 2.600 starfsmönnum á næstu 18 mánuðum. Enn frekari uppsagnir eru yfirvofandi. 55 þúsund starfa hjá fyrirtækinu um allan heim. For svars menn fyrirtækis- ins tengja upp sagn irn ar við að vinnu sé lokið við smíði og þróun hreyfla fyrir Boeing 787 Dream- liner og Air bus A350-þotur. - glp Rolls Royce sker niður: Mörgum sagt upp á næstunni STRENGUR LAGÐUR Frá landtöku nýs sæstrengs, sem þá varð jarðstrengur, í Vest- mannaeyjum í fyrrahaust. MYND/LANDSNET liti með lagningu þeirra, tengingu og prófunum. Strengirnir verða framleiddir í verksmiðju fyrirtæk- isins í Falun í Svíþjóð en Orkuvirki verður undirverktaki sænska fyrir- tækisins á Íslandi. - shá Sími 412 2500 www.murbudin.is Límkítti Verð frá kr. 925 pr 300ml.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.