Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 28

Fréttablaðið - 06.11.2014, Side 28
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Nemandi situr í skóla- stofu og litar svan sem prýðir bakhliðina á stílabókinni. Við vask- inn þvær annar sér um hendur með sápu sem merkt er þessum sama svani. Við sjáum hann víðar; þegar farið er á fætur, á leið til vinnu, á vinnustaðnum, úti í búð og á eldhúsborðinu heima á stílabókum barnanna okkar. Í 25 ár hefur umhverf- ismerkið auðveldað almenningi á Norður- löndum að taka tillit til umhverfisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt með því að leita uppi hinn auðþekkjanlega græna svan. Svanurinn setur umhverf- iskröfur fyrir vörur á öllum stig- um lífsferils þeirra; við fram- leiðslu, notkun og förgun. Merkið tryggir að umhverfisáhrif vör- unnar séu lítil miðað við aðrar vörur í sama flokki. Og rétt eins og ljóti andarung- inn verður hann hreinni og feg- urri með aldrinum. Þær kröfur sem þarf að uppfylla til að mega nota Svansmerkið eru nefnilega hertar á þriggja eða fimm ára fresti. Framleiðendur fá ekki að sofna á verðinum, heldur er þess krafist að þeir bæti stöðugt vörur sínar. Svansmerkið hefði þó ekki náð slíkri útbreiðslu hefði almenn- ingur ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að setja umhverfið í forgang. Svanurinn á nefni- lega allt sitt undir umhverfisvit- und einstaklinga og grundvöllur merkisins er trúin á mátt ein- staklingsins. Árið 1988 birtu Sam- einuðu þjóðirnar og Brundtland-nefndin skýrslu um framtíðar- sýn í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þar var því slegið föstu að umhverfisvernd væri ekki aðeins fyrir fáa útvalda, heldur gætu allir lagt sitt af mörkum til að draga úr umhverf- isspjöllum. Ári síðar skreið Svanurinn – rök- rétt framhald þessarar niðurstöðu – úr egginu, en oft er vísað til merkis- ins sem „verkfærakassa“ hins opinbera til að stuðla að því að neytendur velji umhverfis- væna kosti – sem þeir hafa og gert. Áreiðanleg staðfesting Þrátt fyrir miklar kröfur og ströng matsferli hefur atvinnu- lífið einnig tileinkað sér Svan- inn. Svanurinn er tákn ábyrgra framleiðsluhátta og þar með áreiðanleg staðfesting þess að vara sé umhverfisvæn – ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur líka fyrirtæki. Svanurinn er orðinn stór – 25 ár eru liðin síðan Norræna ráð- herranefndin kom honum á legg og staða merkisins er hugsan- lega sterkari í dag en nokkurs annars norræns merkis. Nánar tiltekið þekkja yfir 90 prósent almennings á Norðurlöndum Svaninn og næstum jafn margir hafa mikla trú á því að svans- merktar vörur séu ekki eins skaðlegar umhverfinu og aðrar. Þetta þýðir að Svanurinn er best heppnaða umhverfismerking sem við þekkjum í dag og endur- speglar traust og meðvitund neytenda. „Allir“ þekkja Svans- merkið, sem er einstakt í sinni röð á Norðurlöndum. Nú sækjast meira að segja byggingariðnað- urinn og hótelkeðjur eftir því að uppfylla kröfur Svansins. Einnig er til umræðu að verðbréfasjóð- ir geti öðlast Svansmerkið. Ekki síst vegna loftslagsvandans verð- um við að halda ótrauð áfram að stuðla að sjálfbærni í fram- leiðslu og neyslu í því augnamiði að lágmarka umhverfisáhrif. Eigi það að takast þurfum við að hafa möguleika á að velja vörur með upplýstum hætti. Með Svaninum höfum við öðlast sam- eiginlega umhverfismerkingu – með því einfaldlega að hafa augun opin getum við öll tekið tillit til umhverfisins í dagsins önn. Norðurlönd hafa það orð á sér innan alþjóðasamfélagsins að þar láti fólk sér annt um hvert annað og náttúruna en mögu- leikar neytenda til að hafa áhrif ráða úrslitum um árangurinn af hvaða umhverfisstefnu sem er. Við erum þekkt fyrir hreina orku, fagra náttúru og atvinnu- líf sem er í fremstu röð þegar kemur að umhverfistækni. Síðast en ekki síst eru norræn- ir neytendur meðvitaðir um umhverfismál. Ábyrgum framleiðendum, skólanemum og neytendum óskum við til hamingju með 25 ára afmæli Svansins! Svanurinn 25 ára – saga af umhverfi svitund Nýverið var Samkeppnis- eftirlitinu sent erindi þar sem umbjóðandi minn, Mjólkurbúið ehf., hélt því fram að náið samstarf MS og KS undanfarin ár bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishaml- andi samráð fyrirtækja. Málið snýst í grund- vallaratriðum um hvort MS njóti undanþágu búvörulaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Í búvörulögum kemur fram að aðeins „afurða- stöðvar í mjólkuriðnaði“ njóti undanþágunnar. Ræður því úrslitum hvort MS sé „afurðastöð“ í skilningi búvörulaga. Hugtakið er sérstak- lega skilgreint í lögunum þannig: „Afurðastöð er hver sú atvinnu- starfsemi lögaðila eða einstak- lings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreif- ingar.“ Að mati umbjóðanda míns hefur MS augljóslega aldrei uppfyllt þetta skilyrði þar sem félagið hefur aldrei átt í við- skiptum við framleiðendur (bændur) með mjólk. Hið rétta er að Auðhumla, sem á meirihluta hlutafjár í MS, kaupir mjólkina af bændum og á þær fasteignir sem mjólkin er lögð inn í eftir að hún hefur verið sótt til bænda. Af þeim sökum er Auðhumla, og hefur alltaf verið, aðili að Sam- tökum afurðastöðva í mjólkur- iðnaði (SAM) en MS ekki. Þessu til enn frekari stuðnings má nefna að þegar núgildandi undanþáguákvæði í búvörulög- unum voru sett árið 2004 sagði m.a. í greinargerð með frum- varpinu að lögunum á Alþingi: „Í þessu felst að fara ber varlega þegar lagður er sá skilningur í lagaákvæði að þau undanskilji tiltekna þætti í atvinnustarfsemi gildissviði samkeppnis- laga og þar með íhlut- unarvaldi samkeppnis- yfirvalda. Því þarf með skýrum lagatexta að lög- festa vilja löggjafans til þess undanskilja ákveðna þætti landbúnaðarins gildissviði samkeppnis- laga.“ Eftir að fréttir bárust af því að tilkynnt hefði verið um meint brot MS og fleiri aðila til Sam- keppniseftirlitsins birtust útskýr- ingar forstjóra MS í fjölmiðlum. Meðal annars sagði hann í við- skiptablaðinu þann 28. október sl. að hann teldi „vangavelturnar byggðar á misskilningi“. Þessu til stuðnings nefndi hann að MS væri „skilgreind sem afurðastöð samkvæmt Matvælastofnun“. Kýrskýrt Um þetta er það að segja að hvergi í regluverki Matvæla- stofnunar er stofnuninni falið að skilgreina hvaða aðilar séu afurðastöð og hvað þá sam- kvæmt framangreindri skil- greiningu í búvörulögum. Vísun í skilgreiningu Matvælastofnunar er því að mati umbjóðanda míns í besta falli misskilningur en í versta falli blekking. Forstjóri MS sagði enn frem- ur að skilgreining á afurðastöð færi ekki eftir því hvort fyrir- tækið væri í reikningssambandi við bændur. Auðhumla sjái um reikningshaldið en innviktun mjólkur sé á höndum MS. Hér gerir forstjóri MS afar lítið úr hlutverki Auðhumlu og nefnir að það sjái bara um „reiknings- haldið“. Ef rétt væri að MS væri afurðastöðin og Auðhumla sjái bara um reikningshaldið er rétt að spyrja: Ef það, að sækja mjólkina fyrir kaupandann Auð- humlu, ræður úrslitum um hvort aðili er afurðastöð, en ekki hver kaupi í raun mjólkina og gerir reikninga fyrir henni, af hverju er MS þá ekki aðili að samtökum afurðastöðva í stað Auðhumlu? Í fréttatilkynningu sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 28. janú- ar 2010 var fjallað um ráðningu Guðna Ágústssonar til SAM. Þar sagði m.a.: „Afurðastöðvar, sem taka við mjólk beint frá fram- leiðendum, eiga rétt á að gerast aðilar að samtökunum. Allar afurðastöðvar landsins eiga aðild að SAM.“ Það var því alveg kýrskýrt árið 2010 að MS var ekki afurða- stöð heldur Auðhumla. Ekkert hefur breyst síðan þá og er MS heldur ekki afurðastöð í dag. Þar sem MS er ekki afurðastöð má ljóst vera að samráð félagsins við aðra aðila sem sannanlega hefur átt sér stað og gerir enn t.d. um verðtilfærslur og skipt- ingu markaða fellur undir sam- keppnislög. Að mati umbjóðanda míns virð- ist Samkeppniseftirlitið líkt og margir aðrir ranglega hafa litið svo á undanfarin ár að MS væri undanþegið samkeppnislögum að einhverju leyti. Jafnvel umbjóð- anda mínum kom ekki annað til hugar. Umbjóðandi minn hefur nú skorað á Samkeppniseftir- litið að hefja þegar í stað rann- sókn á háttsemi MS og annarra á mjólkurmarkaði undanfarin ár, sérstaklega með hliðsjón af því hvort ákvæði um ólögmætt sam- ráð kunni að eiga við um hátt- semi aðila. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitsins. Á mjólkurfernum MS stend- ur nú áberandi stöfum: „Hefur þú flett ofan af fornu samsæri nýlega?“ Þeirri spurningu er auðsvarað. SAMKEPPNI Oddgeir Einarsson hæstaréttarlög- maður Flett ofan af fornu samsæri? UMHVERFI Åsa Romson (Svíþjóð) Kirsten Brosbøl (Danmörk) Sanni Grahn- Laasonen (Finn- land) Sigurður Ingi Jóhannsson (Ísland) Tine Sundtoft (Noregur) umhverfi sráðherrar á Norðurlöndum AF NETINU Misskilin nautn Maður nokkur var dæmdur í Héraðsdómi fyrr í haust fyrir að hafa strokið yfir brjóst og ber kynfæri fjórtán ára stúlku. Við sama tilefni var hann sýknaður af því að hafa látið hana strjúka yfir kynfæri sín, þar sem athöfnin var ekki „til þess fallin almennt að veita honum kynferðislega fullnægingu“. Dómurinn er meðal annars í samræmi við dóm Hæstaréttar frá árinu 2012, þar sem maður tróð fingrum í endaþarm og leggöng konu og klemmdi þar á milli. Athæfið taldist ekki til kynferðisbrots í ljósi þess að ásetningur geranda var að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Ef við stöldrum aðeins við ákvæði hegningarlaga sem dómarnir eru byggðir á þá kemur hvergi fram í þeim, eða í kynferðisbrotakafla hegningarlaga yfirleitt, að áskilið sé að kynferðisbrot séu til þess fallin að veita geranda einhverskonar fróun, þó dómstólar hafi vissulega svigrúm til að líta til annarra sjónarmiða. Því virðist sem túlkunin byggi á algengum misskilningi um eðli kynferðisbrota þar sem raunin er sú að kynferðisbrot eru almennt ekki framin þegar gerandi missir stjórn á losta sínum, heldur eru brotin ofbeldisbrot, framin til að niðurlægja, drottna yfir og stjórna þolanda. http://www.deiglan.is Katrín Thorsteinsson Á tónleikunum flytja Pálmi, Ragnheiður og góðir gestir fjölmargar þekktar jólaperlur. Ekki missa af þessu tækifæri til að eiga ógleymanlega stund í Eldborg með þessum ástsælu flytjendum. Aðrir flytjendur: Tólf manna strengjasveit, ásamt hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Sönghópur Fríkirkjunnar við Tjörnina. Gunnar Gunnarsson stýrir og leikur á Hammond-orgel. Sigurður Helgi, Ragnheiður og Ninna Rún, börn Pálma. ➜ Það var því alveg kýr- skýrt árið 2010 að MS var ekki afurðastöð heldur Auðhumla. ➜ Þrátt fyrir miklar kröfur og ströng matsferli hefur atvinnulífi ð einnig tileinkað sér Svaninn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.