Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 30

Fréttablaðið - 06.11.2014, Page 30
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Enn einu sinni er fram- tíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfs- menn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niður- skurði. Þetta er niður- drepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórn- málamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hót- anir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægð- ur með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjöl- miðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoð- anir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhags- muna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt. Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var líf- eyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðing- araðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórð- ungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dag- skrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hag- ræða. Og dæmi eru um að stjórn- málamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðarað- gerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarps- gjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöð- ugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreið- endur. Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún lask- ast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafn- ast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var ein- hver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reynd- ustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Stað- an á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækja- kosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsending- um bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að end- urnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegn- um ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt ein- göngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem við- skiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóð- ina og skapað henni umræðuvett- vang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlut- verk hefur aldrei verið mikilvæg- ara en einmitt í dag. Almannaútvarp aldrei mikilvægara Með því að segja að höml- ur á viðskiptafrelsi séu brýn nauðsyn verða eflaust margir til að telja mig gam- aldags og íhaldssaman, enda er það útbreidd skoð- un að framtíðin liggi í æ frjálsari viðskiptum. Frelsi til athafna og samskipta er sannarlega í grundvallaratriðum af hinu góða og það ætti að hafa að leiðarljósi. Það á líka við um frelsi manna til að stunda við- skipti sín á milli. En algert frelsi er óhugsandi í samfélagi, frelsi til athafna hlýtur alltaf að takmarkast við að þær skaði ekki aðra. Þess vegna eru ýmsar höml- ur á frelsi almennt viðurkenndar. T.d. hafa hömlur á frelsi til ýmissa athafna vegna umhverfisáhrifa smám saman verið auknar. Og það er einmitt vegna umhverfisáhrifa sem nauðsynlegt er að takmarka viðskiptafrelsið. Vöruflutningar valda mengun. Stórir vörubílar, flugvélar og skip valda mengun. Loftslagsbreytingar af völdum mengunar geta haft geigvænlegar afleiðingar á umhverfi okkar og við verðum, þegar til framtíðar er litið, að velja milli þeirra og takmark- ana á ýmsu frelsi, svo sem frelsi til vöruviðskipta um langan veg. Þess vegna er mikilvægt að leitast sé við að vörur séu framleiddar sem næst kaupandanum. Þar verður þó við ramman reip að draga, því að vold- ugir og áhrifamiklir aðilar munu beita sér gegn því þegar það ógnar hagsmunum þeirra. Auk þess þykir það ekki nútímalegt og þess vegna mun almenningur líka verða treg- ur í taumi, ekki síst margir sem telja sig upplýsta og nútímalega. Og svo krefst það líka mik- illa breytinga á viðskipta- og framleiðslukerfi heimsins. Efna- hagskerfi heimsins. Má útfæra á ýmsan hátt Þess vegna er mikilvægt að fara að huga að þessu sem allra fyrst, því að óhjákvæmilega taka róttækar breytingar í þessum efnum langan tíma. Þessar viðskiptatakmarkan- ir má útfæra á ýmsan hátt annan en með beinu banni. Frekar mætti hugsa sér mengunargjald á vöru- flutninga, kílómetragjald eða eitt- hvað svoleiðis. Í þessu sambandi getum við leitt hugann að viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur, enda er mörg- um það mjög hugleikið. Íslending- ar geta kannski hrósað happi yfir þeim takmörkunum sem við höfum nú á þeim viðskiptum. Við þurfum sem sagt ekki róttækan viðsnúning á því sviði heldur getum við þróað breytingar á því út frá þessari nauðsyn. Við þurfum ekki að rífast um gjöld á innflutning landbúnað- arvara, þau er sjálfsögð sem meng- unargjöld. Að undanskildum vörum sem valda smithættu verður inn- flutningur leyfður, en við sættum okkur við að innfluttar vörur verði dýrar vegna mengunargjaldsins. Gjalds sem sjálfsagt rennur svo í sameiginlega sjóði. Hömlur á viðskiptafrelsi eru brýn nauðsyn Árlegir öryggisdagar Strætó og VÍS hófust 21. október og standa yfir í 5 vikur. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á öryggi farþega Strætó ásamt almennu öryggi og er markmið átaksins að fækka slysum og árekstr- um um 30% á milli ára. Átakið byrjaði innanhúss hjá Strætó, meðal ann- ars með því að fara vel yfir öryggismál og einnig tóku starfsmenn þátt í að vinna þau skilaboð sem Strætó sendir frá sér í átakinu. Öryggisdagar, sem eru haldn- ir árlega, eru samstarfsverkefni Strætó og VÍS og er ætlun þeirra að auka forvarnir í umferðinni. Með verkefninu vilja Strætó og VÍS leggja sitt af mörkum til að fækka slysum, efla öryggi far- þega og starfsmanna Strætó, minnka tjón og auka almennt öryggi á götum borgarinnar. Umtalsverður árangur hefur náðst við að fækka tjónum og slysum frá því að öryggis dagar Strætó fóru fyrst í gang árið 2010. Árangurinn sýnir, svo ekki verð- ur um villst, að með samstilltu átaki getum við bætt okkur í umferðinni. Við státum af góðum árangri sem ber fyrst og fremst að þakka starfsfólki Strætó og virkri þátt- töku okkar í að efla öryggi í akstri með vinnubrögðum sem eru til fyrirmyndar. Á síðustu tveimur árum hefur tjónum fjölg- að aðeins aftur og því kappsmál að ná enn betri árangri. Með því að fækka tjónum og slysum aftur eykst öryggi okkar allra. 11 milljónir Snögghemlun er algeng- asta orsök slysa á farþeg- um og er það nokkuð sem vagnstjórar hafa alltaf í huga því umhyggja fyrir farþegum okkar á að vera fyrsta boðorð í akstri Strætó. Vagnstjórar Strætó eru meðvitaðir í umferð- inni, ávallt á varðbergi og ástunda vistakstur. Vist- akstur er mjúkur og þægi- legur akstur sem fer vel með far- artækið, farþega og ökumenn. Með því að halda vöku okkar og sýna sérstaka aðgát fækkum við óhöppum og bætum öryggi allra í umferðinni. Það verður aldrei hægt að komast algjörlega hjá því að hemla í neyð í þungri umferð höfuðborgar svæðisins en með því að halda góðri vegalengd á milli bíla getum við minnkað áhættuna. Í ár stefnir í að farþegar Strætó verði um 11 milljónir, við höfum jafnframt fjölgað ferðum og þar með eknum kílómetrum. En þrátt fyrir að við höfum í fleiri horn að líta þá er ég sannfærður um að við getum fækkað slysum og tjónum enn frekar með aukinni árvekni og fyrirhyggju. Við hjá Strætó erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð, en það má ekki sofna á verðinum. Öryggi í umferðinni er ekki átaks- verkefni heldur þurfum við að sýna árvekni og vinna saman að fækkun slysa alla daga ársins. Það er von mín að með samstilltu átaki takist okkur að bæta þjónustuna og efla öryggisvitund okkar góða starfs- liðs og annarra vegfarenda til lang- frama. Öryggisdagar Strætó og VÍS ➜ Og það er einmitt vegna umhverfi s- áhrifa sem nauðsyn- legt er að takmarka viðskiptafrelsið. Vörufl utningar valda mengun. VIÐSKIPTI Einar Ólafsson bókavörður RÚV Hallgrímur Indriðason formaður Félags fréttamanna ➜ Hagræðing hefur gert það að verkum að endur- nýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifi kerfi ð sem gerir RÚV erfi tt að sinna öryggis- og almannavarna- hlutverki sínu. UMFERÐ Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó bs. www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ PA R\R\ IP A R\ PI PA R\ PI PA R\R\ A R IP A R PI PAIPIPIPIPIP TB W A TB W A • TB W A • TB W A • TB W A • TB W A BWWT SÍ A SÍ A •• S ÍA • SÍ A •• Í •• S ÍASÍ AAAA SÍ AA SÍ A SÍ A S 1 43 14 1 43 14 14 31 4 14 31 44 31 4 31 4 43 1431 4 14 31133 14 33 14 34 1111 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.