Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 32
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNATANS SVEINSSONAR hæstaréttarlögmanns, Álfkonuhvarfi 59, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun. Nanna Jónasdóttir Hróbjartur Jónatansson Valgerður Jóhannesdóttir Sveinn Jónatansson Brynja Ólafsdóttir Jónas Jónatansson Anna Margrét Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir, KRISTÍN S. R. GUÐMUNDSDÓTTIR þjónustustjóri í viðskiptasöludeild Icelandair, lést sunnudaginn 2. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Jón Ögmundsson Guðmundur Þór Kristjánsson Kristján Örn Kristjánsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI ELÍASSON rakarameistari, Mávahlíð 22, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 31. október sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sóltúns. Elías Kárason Ásgerður Káradóttir Hannes Jón Helgason Katrín og Kári Jón Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, HALLDÓR GESTSSON þúsundþjalasmiður, Akureyri, lést laugardaginn 25. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Hildur Halldórsdóttir Jón Ísleifsson Þórður Halldórsson Halldóra Kristín Hauksdóttir Hlynur Halldórsson Fanney Lind Pétursdóttir Guðrún Jónsdóttir afaungarnir. Ástkær eignmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir okkar og afi, ÞÓRARINN RAGNAR ÁSGEIRSSON andaðist á heimili sínu 3. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Hildur S. Friðriksdóttir Ásta Þórarinsdóttir Sigurður G. Geirsson Kristinn Eiríkur Þórarinsson Ásta Hallý Nordgulen Erla M. Ásgeirsdóttir Lúðvík Jóhann Ásgeirsson og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1231 Keisari Japans, Tsuchimikado, deyr. 1796 Dómkirkja Reykjavíkur vígð. Hún var átta ár í byggingu. 1860 Abraham Lincoln er kjörinn forseti Bandaríkjanna. 1897 Leikritið Pétur Pan frumsýnt í Empire-leikhúsinu í New York. 1921 Minningarhátíð í Landakotskirkju vegna þess að átta aldir eru liðnar frá andláti Jóns Ögmundssonar, fyrsta Hólabiskups. 1988 Conchita Wurst, sigurvegari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2014, fæðist í Austurríki. 2013 Skipið Fernanda dregið að höfn í Grundarfirði viku eftir að kviknar í því suður af Vestmannaeyjum. Unnið er að því að koma á fót sjálfs- eignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð og verður á laugardaginn haldin málstofa þar um varðveislu og endurreisn staðarins. Pétur Ármanns- son, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minja- stofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Hann segir núverandi eigendur Múla- kots, Sigríði Hjartar og Stefán Guð- bergsson, reiðubúin að gefa minjastað- inn gegn því að sjálfseignarstofnun taki við honum, endurbyggi hann og varðveiti til framtíðar. „Mannvirkin að Múlakoti voru frið- lýst fyrr á þessu ári. Þarna er íbúðar- hús frá 1898 sem var stækkað í áföng- um og er í raun eitt elsta sveitahótel landsins. Þetta var frægur áningar- staður í sveitinni, bæði þegar farið var í Þórsmörk og austur fyrir fjall,“ segir Pétur. Hann getur þess að Múlakot hafi, auk tengingar við ferðaþjónustu, sérstaka tengingu við íslenska lista- sögu. „Listamaðurinn Ólafur Túbals bjó lengi í Múlakoti og þarna dvöldu margir listmálarar og máluðu mál- verk þaðan sem eru þjóðkunn og í eigu Listasafns Íslands.“ Í Múlakoti er einn elsti og merki- legasti einkagarður landsins sem Guðbjörg Þorleifsdóttir lagði grunn- inn að, að því er Pétur greinir frá. „Þarna koma þess vegna saman lista- saga, garðyrkjusaga og saga og þróun ferðaþjónustu.“ Pétur tekur það fram að gamla húsið sé mjög vel varðveitt. „Það er eiginlega engu búið að breyta en það er úr sér gengið og brýn þörf er á að bjarga því. Það eru í raun síðustu for- vöð.“ Fyrr á þessu ári var veittur styrkur til viðgerða og eru þær hafnar á elsta hluta hússins. „Þetta er hins vegar mikið verkefni og það þarf að safna peningum og mynda hreyfingu um verkefnið.“ Ráðgert er að á staðnum verði sýn- ing um sögu bæjarins, íslenska mál- aralist sem honum tengist, upphaf hótelrekstrar í sveit á Íslandi og sögu lystigarðs Guðbjargar Þorleifsdóttur. Málstofan í Múlakoti hefst klukkan 14 á laugardaginn. ibs@frettabladid.is Ræða varðveislu og endurbyggingu Múlakots Koma á á fót sjálfseignarstofnun um minjar í Múlakoti í Fljótshlíð sem friðlýstar voru fyrr á árinu. Þar koma saman listasaga, garðyrkjusaga og saga ferðaþjónustu. MÚLAKOT Í FLJÓTSHLÍÐ Eigendur staðarins eru reiðubúnir að afhenda hann sjálfseignarstofnun gegn því að hún endurbyggi hann og varð- veiti til framtíðar. MYND/MINJASTOFNUN ÍSLANDS FJALLAR UM MÚLAKOT Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, er einn þeirra sem fjalla um Múlakot á málstofunni. Veitingastaðurinn Naustið var stofnaður á þessum degi fyrir 60 árum en hann er þekktastur fyrir að hafa verið fyrsti staðurinn til að bjóða upp á þann þorrablótsmatseðil sem þekktur er í dag. Þorrablótsmatseðillinn var fyrst auglýstur árið 1956 en þá bauð Naustið upp á hefðbundinn íslenskan mat fornan; súran, reyktan og/eða saltaðan. Þorrablótin koma fyrst fram í heimildum frá miðöldum en þau lögðust af eftir kristnitöku á Íslandi. Á nítjándu öld vekja ís- lenskir stúdentar í Kaupmannahöfn siðinn að nýju en hann nær ekki almennri útbreiðslu hér á landi fyrr en Naustið hóf að bjóða upp á þorramat. Síðan þá hefur verið vinsælt að halda þorrablót á þorranum og í núorðið telja margir það ómissandi. ÞETTA GERÐIST: 6 NÓVEMBER 1954 Upphafi ð að þorrablótsmatseðlinum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.