Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 06.11.2014, Qupperneq 56
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 „Sagan hefst á því að 23 ára stúlka sem hefur verið týnd í ellefu ár kemur vafrandi út úr skógi í Ástr- alíu og menn fara að velta því fyrir sér hver hún sé og hvar hún hafi verið allan þennan tíma,“ segir Bjarni Bjarnason beðinn að segja í örstuttu máli frá söguþræði bókar sinnar Hálfsnert stúlka sem kemur út í dag. „Sögumaðurinn Róbert, sem er sálgreinandi, fær hana til meðferðar og það er hans verk- efni að finna út úr því hver hún er og hvaðan hún kemur. Hann sjálf- ur á reyndar kannski nóg með sig eftir áfall og eitt þema bókarinnar er hvenær maður hefur skilning á annarri manneskju. Getur maður þekkt einhvern? Verkefni sálgrein- andans er auðvitað að skilja fólk og komast til botns í því, en það er hægara sagt en gert.“ Draumaævi óþekktrar stúlku Bjarni hefur unnið lengi að bókinni og upphaflega kviknaði hugmynd- in út frá bók um drauma Díönu prinsessu af Wales. „Þegar ég var á Eyrarbakka fyrir sjö árum rak á fjörur mínar bók sem heit- ir Diana‘s Dreams og fjallar um drauma Díönu prinsessu,“ útskýr- ir hann. „Vinkona hennar Joan Hanger skrifaði þessa bók og rekur þar 50 til 60 drauma Díönu. Ég tók í framhaldi af því saman bók sem fjallaði um draumaævi prinsess- unnar, þar sem ég skoðaði líf henn- ar bara út frá draumunum. Sú saga birtist í TMM árið 2008 og ég var þá kominn með innra líf kvenper- sónu, einhvern svona innsta neista. Erkitýpískt draumalíf nafnlausr- ar stúlku. Þá stóð ég frammi fyrir þeirri spurningu hver þessi stúlka var og hvar hún væri stödd í lífinu. Þá skrifaði ég í bríaríi hálfgerða Rauðhettusögu um stúlku sem vafrar um skóg með dúkkuna sína sem heitir Díana. Þar var ég komin með stúlkuna og hennar innra líf og þá var bara eftir spurningin um umgjörðina og sögumanninn. Það kom svo nokkrum árum síðar þegar ég var í Berlín í sex vikur. Þar sá ég út um gluggann mann sem var að vinna heima hjá sér. Ég ímyndaði mér að hann væri sál- greinandi að störfum og ákvað að láta hann segja söguna í bókinni.“ Þú ert mjög mikið að velta fyrir þér innra lífi kvenna í bókunum þínum, hvernig stendur á því? „Ég veit það eiginlega ekki. Ætli ég sé ekki bara áhugasamur um innra líf fólks almennt, en samfélags- staða kvenna er áhugaverðari nú um mundir þar sem staða konunn- ar hefur náttúrulega umbylst á síð- ustu öld, er ennþá að breytast og mætti breytast enn meira, bæði hér og þó sérstaklega víða annars staðar í heiminum. Ef nefna ætti eitt mál sem gæti bætt okkar marg- hrjáða heim til muna, þá væri það bætt staða kvenna hvaðanæva að. Þannig að það að skoða umheiminn í gegnum konu í veröld þar sem öll hennar gildi eru að umturnast er mjög áhugavert fyrir rithöfund og mann sem hefur áhuga á fólki.“ Draumar alltaf heillað Hefurðu alltaf verið svona upp- tekinn af draumum? „Já, það kom snemma. Við eigum flest minning- ar um martraðir og drauma þegar maður er ungur og áttar sig ekki á muninum á draumi og veruleika. Ég man eftir því að hafa verið sannfærður um að ég gæti flogið með því að breiða úlpuna út eins og vængi þegar ég var lítill. Ég hélt þessu fram við vin minn sem sagði að það væri útilokað þannig að ég ákvað að prófa einhvern tíma þegar það var mikill stormur úti. Ég þurfti ekki nema að opna úti- dyrnar til að fatta að þetta hefði sennilega bara verið draumur. Mörkin þarna á milli hafa síðan alltaf heillað mig.“ Byrjaðirðu þá strax að skrifa draumana niður? „Nei, ég byrjaði ekki á því fyrr en ég var að nálg- ast tvítugt, en þá mundi ég ennþá nokkra drauma úr fortíðinni sem ég gat skráð.“ Varð það kveikjan að því að þú fórst að skrifa? „Nei, það er ekki alveg svo einfalt. Ég var vinnumaður í sveit þegar ég var fimmtán ára og hélt þá dag- bók. Maður vandist á að skrifa í dagbókina og sú athöfn var eitt- hvað prívat og róandi sem maður sótti í. Smám saman verður þetta að einhverju sem maður gerir og allt í einu áttar maður sig á því að maður er farinn að haga sér eins og rithöfundur. Þannig að ákvörð- unin um starfsvettvang er eigin- lega komin áður en maður gerir sér grein fyrir því og svo er bara að fylgja straumnum, nokkuð sem ég er einmitt að gera í dag þegar bókin kemur út.“ “ fridrikab@frettabladid.is Hægara sagt en gert að skilja manneskju Skáldsagan Hálfsnert stúlka eft ir Bjarna Bjarnason kemur út í dag. Söguefnið hefur leitað á hann lengi og á upphaf sitt í lestri á bók um drauma Díönu prinsessu. BJARNI BJARNASON „Við eigum flest minningar um martraðir og drauma.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ef nefna ætti eitt mál sem gæti bætt okkar marghrjáða heim til muna, þá væri það bætt staða kvenna hvaðan- æva að. BÆKUR ★★★ ★★ Náttblinda Ragnar Jónasson VERÖLD Náttblinda er fimmta bókin í serí- unni um Ara Þór Arason lögreglu- mann á Siglufirði og baráttu hans við norðlensk glæpamál í samtíð og fortíð. Málið sem hér er í for- grunni er eitt það erfiðasta sem komið hefur til kasta Ara því í upphafi sögu er nýr yfirmaður hans, Herjólfur að nafni, skotinn með haglabyssu af stuttu færi við yfirgefið hús rétt fyrir utan bæinn. Sagan teygir síðan anga sína víða í tíma og rúmi, en megin- viðfangsefnið í þeim málum sem koma inn á borð Ara og Tómasar, hans gamla varðstjóra sem kallaður er til, er heimilis- ofbeldi gagn- vart konum með öllum þeim óhugnanlegu eftirköstum sem slíkt hefur. Inn í söguna blandast að vanda heimilis- líf Ara, en þau Kristín kona hans eru nýbakaðir for- eldrar með því álagi sem fylgir og heldur hriktir í stoðum sam- bandsins. Ragnar kann þá list að vefa glæpasögu og miðlar upplýsingum í passlegum skömmtum, flækir rannsóknina og beinir grun að ýmsum eins og vera ber til að halda lesandanum við efnið. Sagan fær svo aukna vídd með brotum úr dagbók ungs manns sem lokaður er inni á geð- sjúkrahúsi, en lesandinn hefur ekki hugmynd um hver sá maður er eða hvernig þessi brot tengjast morðmálinu sem er í forgrunni sögunnar fyrr en rétt á síðustu blaðsíðunum. Þessi óvissa eykur spennuna og frjóvgar hugarflug lesandans sem auðvitað er á fullu að leysa gátuna sjálfur á undan lögreglumönnum. Sjálft glæpa- málið og flækjurnar í kringum það er einnig óvenjulegt í íslensku umhverfi og vekur ýmsar spurn- ingar um öryggi lögreglumanna, en því miður hefur lesandinn áttað sig á því hver ódæðismaðurinn er of snemma í sögunni til að hún haldi spennunni til enda. Spurn- ingarnar um afleiðingar heimilis- ofbeldis eru hins vegar ígrundaðar og tímabærar og snerta djúpt. Þótt sögusviðið sé sem fyrr Siglufjörður kemur bæjarbrag- urinn og íbúarnir óvenju lítið við sögu, flestir þátttakendur í flækj- unni eru aðkomufólk og ekki laust við að maður sakni dálítið stemningar smábæjarins sem Ragnari hefur tekist svo vel að fanga í fyrri bókum sínum. Þessi saga gæti gerst hvar sem er. Það er hins vegar algjört aukaatriði og ekki annað en heimtufrekja fordekraðs lesanda að fara fram á að höf- undar haldi sig á sömu slóðum alla tíð. Bókaseríur um sama lögreglu- manninn, þau glæpamál sem hann fær t i l umfjöllunar, þróun hans sem manneskju og áföllin í einkalífinu hafa notið mik- illa vinsælda í gegnum áratugina en oft vill brenna við að höfunda þrjóti örendið og sá rammi sem sú uppskrift setur þeim verði of þröngur til að sagan blómstri, en Ragnar fellur ekki í þá gryfju. Ari er geðþekk persóna sem lesandan- um þykir vænt um og hefur áhuga á að fylgjast með. Hæfilega venju- legur, hæfilega vitlaus og í hæfi- lega hefðbundnum aðstæðum til að hægt sé að samsama sig honum og þykja vænt um hann. Það er því mikill missir að honum úr íslenskri glæpasagnaflóru, en Ragnar hefur lýst því yfir að Náttblinda sé síð- asta bókin um hann, allavega í bili. Maður verður bara að vona að það bil verði ekki of breitt. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel fléttuð glæpasaga um hluti sem snerta okkur öll, en heldur ekki spennunni til enda. Óhuggulegt lögreglu- morð á Siglufirði RAGNAR JÓNASSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.