Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 72
6. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56 Yngri leikmenn þurfa líka að slá þá eldri út. Ég vil sjá meiri grimmd frá þeim. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari FÓTBOLTI Páll Kristjánsson, for- maður KV, segir að liðið hafi varla áhuga á að taka annað eins tíma- bilð í 1. deild karla og það gerði í sumar. KV féll úr 1. deildinni í haust og segir Páll að sú spurning hafi vaknað hjá sér hvort hann hafi í raun áhuga á því að keppa að því að komast aftur upp úr 2. deildinni. „Markmiðið er auðvitað að ná árangri en miðað við hvernig sum- arið var þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé einhver vilji til þess að fara aftur upp í 1. deild- ina,“ segir Páll. KV stóðst ekki kröfur sem KSÍ gerir til liða í 1. deild en fékk und- anþágu til að spila í deildinni síð- asta sumar. Hins vegar er óvíst hvernig KSÍ tæki á máli KV ef liðið kæmist aftur upp úr 2. deild- inni. Þar að auki uppfyllti félagið ekki mannvirkjakröfur sem varð til þess að KV varð að spila heima- leiki sína á gervigrasvellinum í Laugardal. „Ég veit ekki hvort ég nenni að standa í öðrum eins ágreiningi við KSÍ og við gerðum og spila okkar heimaleiki í öðrum bæjar- hluta með tilheyrandi kostnaði. Það fór því í gegnum hugann af hverju maður er að standa í þessu þegar það stríðir í raun gegn til- gangi félagsins að koma því upp um deild. Við erum ekki í þessu til að berjast um þriðja sætið,“ segir Páll. Hann tekur þó skýrt fram að það sé enginn uppgjafartónn í for- ráðamönnum KV. „Við verðum í 2. deildinni og munum taka slaginn. Það stendur alls ekki til að hætta starfseminni,“ segir Páll og bætir við að hann eigi ekki von á að KSÍ mæti sjónarmiðum félagsins í framtíðinni. „KSÍ hefur borið fyrir sig að svona lagað sé alltaf ákvörðun knattspyrnuhreyfingarinnar og þeir verði að fylgja vilja hennar. En ég er ekki sammála því. Það er ákvörðun stjórnar að veita undan- þágur og hún kaus að að taka á þessu á þennan máta. Þeir hjá KSÍ eru örugglega manna fegnastir að við fórum niður.“ KV náði átján stigum á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni og vann til að mynda ÍA á Skipaskaga. Félagið fagnaði tíu ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. - esá Hvatinn til að ná árangri ekki til staðar Formaður KV segist hafa velt því fyrir sér hvort liðið ætti að draga sig út úr keppni í 2. deild karla. FORMAÐUR OG ÞJÁLFARI Páll Kristjánsson hjá KV. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er tæpur fyrir næsta leik Rotherham í ensku B-deildinni vegna meiðsla á tá. „Ég veit meira eftir myndatöku á morgun [í dag] en ég hef þó ekki miklar áhyggjur af þessu,“ segir Kári en hann hefur verið fastamaður í vörn íslenska landsliðsins. Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudag og svo Tékklandi í undan- keppni EM 2016 fjórum dögum síðar. Hann á ekki von á öðru en að geta gefið kost á sér í verkefnin. Kári fékk skurð fyrir ofan annað augað í leik Rother- ham og Reading á mánudagskvöld og þurfti fimm spor til að loka skurðinum. Ísland trónir sem kunnugt er á toppi síns riðils í undankeppninni með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. Kári hefur tekið þátt í nánast öllum leikjum liðsins síðan Lars Lagerbäck tók við því. - esá Kári í myndatöku vegna támeiðsla HANDBOLTI Stefan Kretzschmar, fyrr- verandi landsliðsmaður Þýskalands, lofar mjög starf Dags Sigurðssonar með þýska landsliðinu nú í upphafi undankeppni EM 2015. Hann segir sjálfstraust liðsins mun meira og að 28-24 sigur liðsins á Austurríki á dögunum hafa verið stórt skref fram á við eftir vandræðagang landsliðsins síðustu árin. „Dagur herti þær skrúfur sem þurfti að herða og byggði upp nýjan liðsanda,“ skrifaði Kretzschmar í pistli sem birtist á vefsíðu Sport1- sjónvarpsstöðvarinnar. „Loksins sýndi liðið okkar að það hefur taugar til að vinna mikilvægan leik. Liðið hefur ekki verið sann- færandi á slíkum stundum á síðustu árum. Leikmenn voru tilbúnir að taka leikinn í sínar hendur og sýndu allt það sem einkennir gott lið. Svo virðist sem það sé á réttri leið.“ Þýskaland missti af Ólympíuleik- unum 2012 sem og Evrópumeistara- mótinu 2014. Það féll einnig úr leik í undankeppni HM 2015 en komst inn eftir að Alþjóðahandknattleiks- sambandið, IHF, ákvað að afturkalla keppnisrétt Eyjaálfu líkt og frægt er orðið. - esá Kretzschmar hrósar Degi í hástert DAGUR Fékk hrós frá gamalli lands- liðskempu í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÚRSLIT DOMINO’S-DEILD KVENNA KR - BREIÐABLIK 53-48 KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 14/7 fráköst, Þor- björg Andrea Friðriksdóttir 11/6 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Simone Jaqueline Holmes 6, Sólrún Sæmundsdóttir 5, Helga Einarsdóttir 4/10 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3. Breiðablik: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/9 fráköst, Arielle Wideman 10/15 fráköst/7 stoð Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 6, Kristbjörg Pálsdóttir 5, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 5, Guðrún Edda Bjarnadóttir 2. SNÆFELL - HAMAR 76-39 Snæfell: Kristen Denise McCarthy 17/7 fráköst, Hildur Sigurdardottir 16/12 fráköst/5 stoðsend- ingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/11 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/14 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, María Björnsdóttir 7/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 stolnir. Hamar: Andrina Rendon 14/7 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 13/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Antonsdóttir 2. KEFLAVÍK - GRINDAVÍK 106-57 Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 29/18 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/14 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10, Thelma Dís Ágústs- dóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2. Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 14, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 8, Ingibjörg Jakobsdóttir 5/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Hrund Skuladóttir 2, Elsa Katrín Eiríksdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2. VALUR - HAUKAR 84-85 Valur: Joanna Harden 35/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 24/5 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/5 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjars- dóttir 4/16 fráköst/3 varin, Ragnheiður Benónís- dóttir 2/11 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2. Haukar: LeLe Hardy 36/25 fráköst/7 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 16/14 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 15, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Inga Rún Svansdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2, Auður Ólafsdóttir 2. STAÐAN Keflavík 6 5 1 552-397 10 Haukar 6 5 1 441-406 10 Snæfell 6 5 1 442-373 10 Valur 6 3 3 469-453 6 Grindavík 6 3 3 412-429 6 Breiðablik 6 1 5 364-435 2 KR 6 1 5 333-423 2 Hamar 6 1 5 336-433 2 MEISTARADEILD EVRÓPU E-RIÐILL MANCHESTER CITY - CSKA MOSKVA 1-2 0-1 Seydou Doumbia (2.), 1-1 Yaya Toure (7.), 1-2 Seydo Doumbia (34.). BAYERN MÜNCHEN - ROMA 2-0 1-0 Franck Ribery (38.), 2-0 Mario Götze (64.) Staðan: Bayern 12 stig, Roma 4, CSKA 4, City 2. F-RIÐILL PSG - APOEL 1-0 1-0 Edinson Cavani (1.). AJAX - BARCELONA 0-2 0-1 Lionel Messi (36.), 0-2 Lionel Messi (76.). Staðan: PSG 10 stig, Barcelona 9, Ajax 2, Apoel 1. G-RIÐILL SPORTING LISSABON - SCHALKE 4-2 0-1 Islam Slimani, sjm (17.), 1-1 Mouhamadou- Naby Sarr (26.), 2-1 Jefferson (52.), 3-1 Nani (72.), 3-2 Dennis Aogo (88.), 4-2 Slimani (90.+1) MARIBOR - CHELSEA 1-1 1-0 Agim Ibraimi (50.), 1-1 Nemanja Matic (73.) Staðan: Chelsea 8 stig, Schalke 5, Sporting 4, Maribor 3. H-RIÐILL SHAKHTAR DONETSK - BATE 5-0 1-0 Darijo Srna (19.), 2-0 Alex Teixeira (48.), 3-0 Luiz Adriano, víti (58.), 4-0 Luiz Adriano (82.), 5-0 Luiz Adriano (90.+2). ATHLETIC BILBAO - PORTO 0-2 0-1 Jackson Martinez (56.), 0-2 Y. Brahimi (73.) Staðan: Porto 10 stig, Shaktar 8, BATE 3, Athletic 1. SPORT HANDBOLTI Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að það hafi verið eitt af stóru markmiðum sínum þegar hann tók við starfinu fyrir tveimur árum að auka breiddina í landsliðinu. Til þess að það geti orðið að veruleika og auðveldað þar með kynslóða- skiptin sem fram undan eru þurfi mun meira fjármagn en Hand- knattleikssamband Ísland hefur úr að spila í dag. Eins og Fréttablaðið benti á á mánudaginn er meðalaldur íslenska landsliðsins hár og fram- lag yngri leikmanna ekki mikið. Það kom í ljós í grátlegu tapi Íslands í Svartfjallalandi í undan- keppni EM 2015 á sunnudag. Aron segir að hann hafi tekið við góðu búi þegar hann gerðist lands- liðsþjálfari í ágúst árið 2012. „En það voru fáir menn að spila í lið- inu og þörf fyrir að auka breidd- ina enda hafði það setið á hakanum í mörg ár,“ segir Aron við Frétta- blaðið. „Það hef ég reynt að gera. Ég hef gefið yngri leikmönnum tæki- færi og verið með æfingaverkefni fyrir þá. En það sem hefur vant- að er leikjaverkefni. Vandamálið er af fjárhagslegum toga því HSÍ hefur ekki getað orðið við beiðnum mínum um fleiri æfingaleiki fyrir landsliðið.“ Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Portúgal í júní fyrir leikina gegn Bosníu í undankeppni HM 2015. Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað fyrir Bosníu segir Aron að leik- irnir gegn Portúgal hafi sýnt að slíkra leikja er þörf. „Leikir sem þessir stytta þau skref sem yngri leikmenn þurfa að taka þegar kemur að því að sýna sig á stóra sviðinu.“ Meiri samkeppni frá þeim yngri Aron sér ekki eftir þeim ákvörð- unum sem hann hefur tekið á síð- ustu tveimur árum né heldur vali á leikmönnum í síðasta landsliðs- verkefni. „Ég valdi reynslumikla menn og tel að það hafi verið rétt. Ég gat heldur ekki séð að það þessir elstu og reynslumestu leikmenn okkar hafi verið slakir í þessu verkefni,“ segir Aron og bætir við: „Yngri leikmennirnir þurfa líka að slá þá eldri út. Ég vil sjá meiri grimmd frá þeim – að þeir nýti sín tækifæri til að taka sætið af þeim eldri og skapi þannig samkeppni í landsliðinu.“ Aron bendir á að það hafi verið mikið um meiðsli hjá lykilmönnum landsliðsins og að það hafi skapað svigrúm fyrir yngri leikmenn – til dæmis í stöðu vinstri skyttu. „Þar hafa menn fengið mikil tækifæri en ef til vill ekki náð að svara kall- inu,“ segir hann. Heyrðum í viðvörunarbjöllunum Aron varar þó við of mikilli nei- kvæðni og biður um raunsæja gagnrýni. „Menn fara að velta ýmsu fyrir sér þegar áföllin dynja yfir og óneitanlega hafa viðvörun- arbjöllurnar verið að hringja. Við erum vel meðvitaðir um það enda hefur ekki vantað viljann til að bregðast við vandanum. Við höfum gert eins mikið og kostur er en það þarf að fórna meiri fjármunum til þess að sinna því sem skyldi.“ Eins og fjallað var um í Frétta- blaðinu í síðustu viku er HSÍ einn- ig í vandræðum með aðstöðu sína í Laugardalshöll sem stenst ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Aron segir það enn einn flötinn á vanda- málinu. „Laugardalshöllin er barn síns tíma. Áhorfendur eru allt of fáir, umgjörðin er til vandræða, pláss- ið ekki nægilegt og svo framvegis. Þegar það blasir við er erfitt fyrir íþróttina að þróast áfram,“ segir Aron. „Ef við miðum við önnur lönd þá þarf einfaldlega meiri pening frá ríkisvaldinu fyrir afreksíþróttir. HSÍ hefur verið með öfluga bak- hjarla og styrktaraðila í gegn- um tíðina en það þarf meira til, hvaðan sem það kemur. Miðað við hvernig fjármununum hefur verið eytt finnst mér í góðu lagi að bæta í styrki fyrir afreksíþróttirnar okkar.“ eirikur@frettabladid.is Þurfum mun meira fj ármagn Aron Kristjánsson segir að viljann hafi ekki vantað til að auðvelda yfi rvofandi kynslóðaskipti íslenska lands- liðsins. Rót vandans liggi í takmörkuðum fj árráðum og kallar hann eft ir auknum stuðningi ríkisvaldsins. ÚRBÓTA ER ÞÖRF Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir erfitt að hlúa að framtíðarmönnum íslenska handboltalandsliðsins miðað við núverandi fjárhagsumhverfi handboltahreyfingarinnar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.