Fréttablaðið - 04.12.2014, Qupperneq 8
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR8
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
80
ÁFANGASTAÐIR
UM ALLT LAND
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.
Minnum á fatasöfnun Rauða Krossins
á móttökustöðum Eimskips Flytjanda
um land allt
Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m
og hámarksþyngd 45 kg.
Glimrandi gott verð fyrir allt að 45 kg þungan pakka
– aðeins 750 krónur hvert á land sem er.
Sendu jólapakkann þinn fljótt og örugglega
með Eimskip Flytjanda. Upplýsingar um næsta
afgreiðslustað á www.flytjandi.is
ALLT
AÐ
0,5 x
0,5 x
0,5 m
KG45
| FRÉTTIR |
og boðaði til kosninga snemma á
næsta ári.
„Þetta er sorglegt,“ hafði
sænska dagblaðið Dagens Nyhet-
er eftir Magdalenu Andersen
fjármálaráðherra. „Ég skil það
vel að mörgum finnist þeir vera
sviknir.“
Löfven kennir hægriflokk-
unum um það hvernig fór: „Þeir
láta Svíþjóðardemókratana stýra
sænskum stjórnmálum.“
Þetta þýðir líka að það verður
fjárlagafrumvarp hægriflokk-
anna þriggja sem tekur gildi um
áramót. Vinstrimönnum í Sví-
þjóð líst ekkert á þau, enda fela
þau í sér verulegan niðurskurð í
ýmsum velferðarmálum.
gudsteinn@frettabladid.is
SVÍÞJÓÐ Svíþjóðardemókratarnir
fengu 12,9 prósent atkvæða og
49 þingmenn í kosningunum sem
haldnar voru í Svíþjóð 14. sept-
ember síðastliðinn. Þar með kom-
ust þeir í lykilstöðu, því hvorki
hægri- né vinstriflokkar gátu
myndað meirihlutastjórn.
Niðurstaðan varð sú að Jafn-
aðarmenn mynduðu minnihluta-
stjórn með Græningjum. Stefan
Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna,
varð forsætisráðherra stjórnar-
innar, en frá upphafi var ljóst að
sú stjórn gæti ekki komið nein-
um málum í gegnum þingið nema
fá til þess stuðning eða í það
minnsta hlutleysi frá einhverj-
um hægriflokk-
anna.
Þrátt fyrir
það lögðu Jafn-
aðarmenn og
Græningjar
fram fjárlaga-
frumvarp án
þess að hafa
fyrir fram tryggt sér meirihluta
fyrir því á þinginu. Þegar hægri-
flokkarnir lögðu svo fram sitt
eigið mótfrumvarp, var ljóst að
Svíþjóðardemókratarnir myndu
í raun ráða því hvort fjárlögin
yrðu samþykkt.
Hefðu þeir ákveðið að sitja hjá,
eins og Löfven gerði sér greini-
lega vonir um, þá hefði frum-
varpið náð í gegn. Þeir skýrðu
hins vegar frá því á þriðjudaginn
að þeir myndu greiða atkvæði gegn
frumvarpinu á þingi.
Uppi varð fótur og fit og Löfven
reyndi á síðustu stundu að fá
hægriflokkana til að semja um
málamiðlun. Ekkert gekk og fjár-
lagafrumvarpið var fellt í gær með
182 atkvæðum gegn 153. Löfven
beið þá ekki boðanna, sagði af sér
Þjóðernissinnar
komust í lykilstöðu
Hingað til hefur enginn flokkur á sænska þinginu viljað eiga samstarf við Svíþjóð-
ardemókratana vegna einstrengingslegrar afstöðu þeirra í málefnum útlendinga.
Engu að síður tókst þeim að fella tveggja mánaða gamla ríkisstjórn.
RÁÐHERRAR Í VANDA Stefan Löfven forsætisráðherra, annar frá hægri, á blaðamannafundi á miðvikudaginn ásamt Gustav
Fridolin menntamálaráðherra, Åsu Romson aðstoðarforsætisráðherra og Magdalenu Andersson fjármálaráðherra. NORDICPHOTOS/AFP
Rúmlega aldarfjórðungur er síðan Svíþjóðardemókratarnir voru form-
lega stofnaðir sem stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hafði þó átt sér forsögu í
fyrri flokkum og samtökum, sem tengdust nýnasistum og útlendingahræðslu.
Flokkurinn er engan veginn laus við útlendingahræðsluna, þótt leiðtogar
flokksins hafi á seinni árum reynt að gefa henni fágaðra yfirbragð og forðist
mestu gífuryrðin í almennum umræðum.
Flokkurinn fékk 5,7 prósent atkvæða árið 2010 og vann síðan töluverðan
sigur nú í haust þegar 12,9 prósent sænskra kjósenda greiddu honum atkvæði.
Leiðtogi flokksins er Jimmie Åkesson, en hann hefur verið í veikinda-
leyfi síðan upp úr miðjum október. Hann segist sjálfur útbrunninn. Við
forystunni tók Mattias Karlsson, sem hefur verið helsti hugmyndafræð-
ingur flokksins síðustu árin.
➜ Svíþjóðardemókratarnir
MATTIAS KARLSSON Tók við leiðtogahlutverkinu eftir að Jimmie Åkesson fór í
langt veikindaleyfi. NORDICPHOTOS/AFP
Þetta er
sorglegt.
Magdalena
Andersen,
fjármálaráðherra
Svía
VIÐSKIPTI 365 miðlar hafa gert
samning við bandaríska kapal-
sjónvarpsrisann Home Box Office
(HBO). Samningurinn, sem er til
fimm ára, tryggir Stöð 2 viðamikil
réttindi á efni HBO.
Auk þess að veita Stöð 2 rétt á efni
fyrir línulega dagskrá sína og hlið-
arstöðva felur samningurinn í sér
þriðju kynslóðar réttindi fyrir Stöð
2 Maraþon. Þar geta áhorfendur
horft á heilar þáttaraðir eftir eigin
hentugleikum en efni HBO er til að
mynda ekki að finna á Netflix.
„Við erum himinlifandi með
þennan samning enda býður HBO
upp á efni í hæsta gæðaflokki,“
segir Sævar Freyr Þráinsson, for-
stjóri 365 miðla. Hann bætir við að
ánægjulegt sé að hafa landað rétt-
inum fyrir Stöð 2 Maraþon þar sem
áhorfendur stöðvarinnar vilji hafa
sína þætti til taks hvar sem er og
hvenær sem er.
Meðal þátta sem runnir eru
undan rifjum HBO má nefna Game
of Thrones, True Detective, Girls og
Looking. - jóe
365 miðlar hafa samið við risann Home Box Of ice um sýningu hérlendis:
Stöð 2 verður heimkynni HBO
HANDSÖLUN Jóhanna Margrét Gísla-
dóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs
365 miðla, Jennifer Bowen frá HBO og
Sævar Freyr Þráinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND