Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 66

Fréttablaðið - 04.12.2014, Page 66
4. desember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 Íburðarmikið Sýningin er alltaf stórglæsileg og í ár var öllu tjaldað til. BERGUR OG ÍVAR Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og Ívar Páll. MYND/ÚR EINKASAFNI „Ég er mjög sáttur með þessa dóma, þeir voru margir alveg frábærir. Það er auðvitað þannig að það eru alltaf skiptar skoðan- ir um öll verk en þetta verk fékk alveg frábæra dóma,“ segir Ívar Páll Jónsson, höfundur söngleiks- ins Revolution Inside the Elbow of Ragnar Arnarsson Furniture Painter sem frumsýndur var í Minetta Lane Theater í New York- borg í ágúst. Tónlistinni í söngleiknum var meðal annars líkt við Radiohead og David Bowie í dómum. „Tón- listin sjálf fékk alveg rosalega góða dóma undantekningalaust, það var ekki einn einasti neikvæð- ur dómur þannig að þetta er allt saman mjög jákvætt og gott.“ Sýningin stóð yfir tvo mánuði og segist Ívar sáttur með það en hann er nú kominn í fæðingar- orlof, sem stoppar hann þó ekki í tónlistargerðinni. „Ég er alltaf að semja og það eru einhver örlög sem ég get ekki flúið. Svo á ég eftir að ákveða hvað ég geri úr því sem ég er að framleiða, það má vera annar söngleikur eða hljómplata kannski. Það er aðeins að gerjast hjá mér.“ - þij Ég er alltaf að semja og það eru einhver örlög sem ég get ekki flúið. Svo á ég eftir að ákveða hvað ég geri úr því sem ég er að framleiða Hæstánægður með dómana Revolution Inside the Elbow of Ragnar Arnarsson Furniture Painter gekk vel í New York. Snjóhvítt Jasmine Tookes var jólaleg í hvítu setti. Það er svo sannarlega mikið um að vera í London þessa dagana, en á þriðjudagskvöld var sýning undirfatamerkisins Victoria’s Secret haldin þar í fyrsta sinn. Að venju var sýningin íburðarmikil og í ár voru sýndir tveir „milljóndollara“-brjóstahaldarar. Tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum, fram komu Taylor Swift , Ed Sheeran, Ariana Grande og Hozier. Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í sjöunda sinn í ár. Þess vegna hefur Kraumur birt 20 platna úrvalslista verðlaunanna, svokallaðan Kraums- lista, yfir þau verk sem þykja hafa skarað fram úr í íslenskri tónlist á árinu. Síðar í mánuðinum verða verð- launin sjálf svo afhent. Kraumslistinn er valinn af tíu manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að hlusta á, vinna með og fjalla um íslenska tónlist. - þij Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afh ent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. KRAUMUR Frá verðlaunaathöfninni í fyrra. Á meðal þeirra sem fengu tilnefningu í ár eru Ólöf Arnalds, Grísalappalísa, ADHD og Ben Frost. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dómnefndin Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson en auk hans skipa ráðið: Benedikt Reynisson Elísabet Indra Ragnarsdóttir María Lilja Þrastardóttir Ólafur Halldór Ólafsson Ragnheiður Eiríksdóttir Trausti Júlíusson Valdís Thor Þórunn Edda Magnúsdóttir Plötur eftir eftirfarandi tónlistarmenn eru tilnefndar AdHd Önnu Þorvaldsdóttur Ben Frost Börn Grísalappalísu Heklu Magnúsdóttur Kippa Kaninus Low Roar M-Band Oyama Óbó Ólöfu Arnalds Pink Street Boys Russian Girls Sindra Eldon Singapore Sling Skakkamanage Skúla Sverris Anthony Burr & Yungchen Lhamo Úlf Kolka Þóri Georg Gyllt og glæsileg Fyrirsætan Behati Prinsloo skartaði þessum glæsilegu gylltu vængjum. Jólalegt Doutzen Kroes í fallegu setti. Stórglæsileg Candice Swanepoel skemmti sér vel á sviðinu. LEYNDARMÁL VICTORIU Í LONDON Töff í svörtu Alessandra Ambrosio sendir fingurkoss til áhorfenda að englasið. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.