Fréttablaðið - 01.06.2015, Side 13

Fréttablaðið - 01.06.2015, Side 13
MÁNUDAGUR 1. júní 2015 | SKOÐUN | 13 Það vita það nær allir að álagið á heilbrigðisþjón- ustuna er gífurlegt. Marg- ir finna það á eigin skinni sem notendur, aðrir heyra af því og enn aðrir reyna að standa undir því. Tökum heilbrigðisþjónustuna á Suðurlandi sem dæmi, það er stórt þjónustusvæði með fyrir fram ákveðin fjár- framlög. „Heildarframlag ti l HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæm- inu eru um 26.000 manns.“ (Heil- brigðisstofnun Suðurlands. (e.d.). Almennar upplýsingar.) Miðað við þær tölur eru reikn- aðar um 138.462 kr. á notanda á ári EÐA 7.200.000 kr. í laun á starfs- mann á ári, sem eru að meðaltali 600.000 kr. á mánuði (mismunandi launaflokkar eru vitaskuld í jafn stórri stofnun og þessari). Þá er eftir allt sem heitir rekstrarkostn- aður og viðhald, ferðakostnaður um umdæmið, óvænt útgjöld, þró- unarstarf vegna þjónustu, endur- menntun og starfsþróun. Umdæmið nær frá Þor- lákshöfn austur til Hafn- ar. Það segir sig sjálft að þjónustan hlýtur að bíða skaða á mörgum þessara staða. Þjónusta sem er ein af grunnþjónustum ríkis sem vill hafa starfhæft samfélag. Á Selfossi er starfrækt stærsta þjónustumiðstöð umdæmisins og eru flest- ir starfsmenn með megin- part starfsemi sinnar þar. Margir sinna starf- seminni á öðrum stöðum í hluta- störfum að auki og nokkrir í fullu starfi. Það er starfrækt læknavakt á heilbrigðisstofnuninni á Selfossi alla daga frá 16-18 og um helg- ar frá 10-12 (auk þess sem alltaf er bráðavakt til staðar eða í við- bragðsstöðu). Oft eru tveir læknar á vaktinni en oftar en ekki þarf annar þeirra líka að sinna bráða- vaktinni auk hjúkrunarfræðinga. Hvernig finnst ykkur dæmið ganga upp fram að þessu? Margir heimilislæknar eru hættir að taka við tímapöntunum frá notendum nema þeir séu skráð- ir heimilislæknar þeirra. Margir heimilislæknar eru einnig komnir með mjög miklar takmarkanir á hvenær megi panta tíma hjá þeim og þá eingöngu ákveðið marga daga fram í tímann. Ef notandi ætlar að panta tíma hjá sérfræð- ingi er honum oft bent á að panta frekar á starfsstöð hans í Reykja- vík, þar sé minni bið. Ofurálag Þetta þekkja mjög margir. Þeir sem þurfa sérstaka aðstoð, sumir eldri borgarar, fólk með miklar sérþarfir, börn í áhættuhópum, fólk með astma, fatlaðir og jafn- vel óléttar konur neyðast til að sækja þjónustu oft og tíðum utan þjónustusvæðis ef það þolir litla bið. Aðrir, þeir sem hafa haft flensu með háan hita í marga erf- iða daga, þeir sem hafa haft niður- drepandi niðurgang eða uppköst, þeir sem hafa haft mikil óþægindi af stoðkerfisvanda, svefnvanda, húðvanda, greftri í stóru tá, þvag- færasýkingu eða vægu brunasári sem ætlar ekki að gróa t.d., þeir þurfa að fara á vaktina ef einkenni þeirra trufla þá í daglegu starfi og lífi. Vegna þess ofurálags sem er á starfseminni þá hafa æ fleiri nýtt sér vaktina til að fá svör við van- líðan eða kvillum almennt. Vaktin sem á að standa frá 16-18 er farin að vera umsetin töluvert fyrir 16 og suma daga jafnvel lengur en 19-20+. Einstaka daga þarf notandi bara að bíða í 40-60 mín, aðra tölu- vert lengur, bara á almennu vakt- inni sem er ætlað að taka álagið af tímapöntunum heimilislækna og svara minna áríðandi köll- um. Bráðavaktin er enn eftir auk útkalla. Það þýðir ekki að segja að annars staðar sé þetta verra því eitt rangt réttlætir ekki annað rangt. Kannski var vaktinni ætlað að skapa meiri innkomu í rekstrar- umhverfið á kostnað þjónustunn- ar? Þetta er grunnþjónusta í rekstri samfélaga. Sparnaðurinn við að draga úr starfsemi getur haft margföldunaráhrif í kostnaði vegna notanda. Margir notendur leita þangað vegna tímabundinna vankanta (sem þó draga úr virkni) sem er hægt að leysa á einfaldan og ódýran hátt, bæði fyrir notand- ann og samfélagið. Margir not- endur kosta þó samfélagið mun meira en hefði þurft vegna tafa, biða og álags í kerfinu. Vankant- ar sem hefðu getað verið leystir með snöggri íhlutun vinda upp á sig án meðferðar eða úrræða og verða að alvarlegri vanköntum, jafnvel krónískum. Það kostar svo aftur samfélagið í endurhæfingu, örorku, tapi á starfsgetu, íhlutun Tryggingastofnunar og svo fram- vegis. Fyrir utan andlegu hliðina sem kostar samfélagið mun meira en bara fjárhagslega. Sparnaður- inn skilar sér því í auknum kostn- aði neytanda, auknu álagi á kerfið sem um ræðir og auknum kostn- aði þess sem rekur kerfið. Dæmið hreinlega gengur ekki upp. Við í Bjartri framtíð í Árborg viljum skora á ríkið að vinna betur með notendum sínum, not- endum þeirrar grunnþjónustu sem ríkinu er skylt að veita í laga- legum og siðferðislegum skilningi. Dæmið verður að ganga upp, ann- ars endum við öll á bólakafi. Heilbrigðisþjónustan á kafi í bið … HEILBRIGÐIS- MÁL Eyrún Björg Magnúsdóttir 2. sæti hjá Bjartri framtíð í Árborg Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafn- inu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Safnahúsinu? Margt sem vaknar En sem sé: brá mér í Safnahúsið og skoðaði sýninguna Sjónar- horn sem Markús Andrésson hefur sett upp í því skyni að sýna okkur hitt og þetta úr íslenskum myndheimi – og hugmyndaheimi – í aldanna rás og frá ýmsum sjónarhornum, eins og þetta dásamlega rangalahús býður svo sannarlega upp á. Það var gaman skoða sýn- inguna; hún er falleg. Það má jafnvel nota um hana það margþvælda orðalag, að þar sé „skemmtilega unnið með rýmið“. Þau viðhorf hafa sést að sýningin vitni um að sýningar- stjórarnir séu að verða of fyrir- ferðarmiklir í veröld safna og myndlistar en erfitt er að koma auga á það vandamál hér. Vissu- lega skynjar maður hugsun og þráð í sýningunni, en það er ekki til vansa. Hlutum er skipað saman af hugkvæmni og hæfi- legum húmor - en líka alúð – og margt sem vaknar í menningar- minninu þegar maður röltir þarna um, margt sem gleður augað og vekur hugann; hvort heldur það eru hlutir úr litla heiminum umhverfis mann eða úr hinu opinbera rými. Gömul plötuumslög, kort, hannyrð- ir, húsgögn, Kjarvalsmálverk, útskurður: sýningarstjórinn er nokkurs konar menningarlegur DJ á fullu við að búa ný og ný remix menningarsögunnar og blöndur sem virka – eða virka ekki. Og ýmislegt sem verður útundan. Ég saknaði lausavís- unnar, þó að hún sé bara orð og hugarmyndir – eða kannski ein- mitt þess vegna – og ég saknaði módernistanna sem höfðu svo ótrúlega sterk áhrif á þjóðlífið um miðja síðustu öld, svo að eitt- hvað sé nefnt. Jónsbókarhandritum er sér- lega fallega stillt upp og listfengi þeirra skrifara sem þau gerðu stillt upp andspænis þeim Sölva Helgasyni og Bjarna Þórarins- syni (arftaka Sölva í vissum skilningi) sem báðir nota þétt- skrifaðan texta til að skrá sín eigin lög og prívatheim (grafó- manían!) en á vegg þar hjá er Ragnar Kjartansson að syngja og spila á gítar í þögulli mynd; eins og til að ítreka að þessi handrit séu ekki fyrst og fremst texti heldur kallist á við gjörn- ingameistara nútímans. Hús andanna Ríkjandi sjónarmið í menningar- sögu Íslendinga og sjálfsmynd hefur fram á síðustu ár verið að líta á þessa fortíð okkar sem nokkurs konar texta. Handritin eru samkvæmt þessum skilningi þjóðargersemar sem gáfu Íslend- ingum sinn þegnrétt í samfélagi þjóðanna. Og vissulega var rit- ræpa Íslendinga slík gegnum ald- irnar að þeir voru sennilega um hríð ritóðasta þjóð Evrópu, mætti jafnvel rökstyðja að þjóðar- sjúkdómar Íslendinga hafi verið tveir, alkóhólismi og grafómanía. Það eimir eftir af þessari áráttu í sjálfsævisagnagerð Íslend- inga sem fram á síðustu ár var útbreiddari iðja en víðast hvar; og vitnar um þörf fyrir að skynja ævi sína og störf sem texta. Að ógleymdum minningargrein- unum í Mogganum sem nú eru komnar fram yfir mitt blað. Alltof mikið var einblínt á sögur og handrit í íslenskri menningarsögu allt fram á síð- ustu ár: Jón Helgason og Árni Magnússon voru báðir gersam- lega áhugalausir um þau nótna- handrit sem á vegi þeirra urðu – Árni hreinlega skar þau niður í ræmur og notaði í bókband og Jón lét sem hann sæi þau ekki – svo að eyður eru í vitneskju okkar um tónlistarsöguna sem ýmislegt bendir til að hafi ekki verið alveg jafn fáskrúðug og okkur hefur verið talin trú um. Myndefnið sem við eigum frá fyrri öldum er með sanni ósköp lítilfjörlegt og bendir til allsherj- ar og furðu útbreiddrar vankunn- áttu í öllu sem viðkom mynd- list. Þar með er ekki sagt að við getum ekki nálgast íslenskan veruleika fyrri alda á sjónræn- an hátt. Þessi sýning leiðir það meðal annars í ljós. Þessi endurskoðun opnar vídd- ir í sjálfsvitund þjóðarinnar. En það má samt ekki alveg gleyma því að Íslendingar voru og eru þrátt fyrir allt bókmenntaþjóð. Þeim arfi má alveg halda á lofti. Og af því að öll íslensk menn- ingar umræða endar alltaf í því að tala um hús: þegar þessi sýning rennur sitt skeið á enda í Safnahúsinu – mætti þá ekki hugleiða að gera það að húsi bók- menntanna? Við eigum ýmsa ágæta sýningarsali en ekkert hús bókmenntanna er til. Andi bóka og grúsks svífur þarna enn um sali og þegar skyggja tekur fara áreiðanlega á kreik gamlir og rallhálfir bókmenntadraug- ar. Þarna gæti verið sýning á handritunum og reynt að opna heimsmynd þeirra; og þau þá jafnframt sýnd sem þau handrit sem þau eru en ekki sem partur af verkum nútímamyndlistar- manna eins og farið er að tíðkast. Þarna gæti verið ýmis starfsemi tengd bókmenntunum, skrif- stofur bókmenntamiðstöðva og rithöfunda; upplestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar, ætt- fræðiþing og afbyggingarmót, vísnagleði og rappara-rimmur; frábært bókasafn og værukærir bókaverðir. Og í lessalnum sætu skáldin hljóð og skrifuðu við ym aldanna úr öllum þeim annál- um og kirkjubókum sem þarna hafa legið og tækju flugið í upp- streyminu frá öllum þeim hugs- unum sem þarna hafa svifið frá einu heilabúi til annars. Hús andanna Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Þessi endurskoðun opnar víddir í sjálfs- vitund þjóðarinnar. En það má samt ekki alveg gleyma því að Íslendingar voru og eru þrátt fyrir allt bók- menntaþjóð. Þeim arfi má alveg halda á lofti. ➜ Oft eru tveir læknar á vaktinni en oftar en ekki þarf annar þeirra líka að sinna bráðavaktinni auk hjúkrunarfræðinga. 27 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 D 5 -3 B 2 C 1 7 D 5 -3 9 F 0 1 7 D 5 -3 8 B 4 1 7 D 5 -3 7 7 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.