Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 12
Náttúrufræðingurinn 76 Örnólfur Thorlacius Greind hrafna og fleiri hröfnunga Það vefst fyrir mörgum að skilgreina greind manna. Ekki tekur betra við þegar skýra á og mæla greind dýra. Mörgum þeirra er eðlislæg ýmis hegðun sem við verðum að læra af öðrum. Þegar frá eru talin félagsskordýr, eins og termítar, maurar og býflugur, lifa flest skordýr alla ævina án þess að sækja reynslu til annarra einstaklinga sinnar tegundar, lifa raunar mörg frá lirfustigi til æviloka án þess að lífsbrautir skerist nema við kynæxlun. Samt er ljóst að skordýr – og raunar önnur dýr með mun einfaldara taugakerfi – geta lært af reynslunni, þótt varla megi greina merki um ályktunargáfu. Orðheppinn enskur líffræðingur sagði eða skrifaði eitthvað á þessa leið, þegar hann tók aftur staðhæfingu sem reyndist röng og varð að þola glósur kollega sinna: „Jafnvel amaba getur lært, því skyldi ég ekki geta það?“ Og um sæfífla, heilalaus holdýr fastvaxin á sjávarbotni með þétt- riðið tauganet í kransi af örmum kringum munnop, hef ég lesið að þeir hafi í fyrstu stungið upp í sig jafnt þerripappírssnifsum og matarörðum er að örmum þeirra voru rétt. Síðan hafi dýrin lært að hafna pappírnum, en reynslan hafi einskorðast við einn eða fáa arma og aðrir hlutar arma- kransins hafi þurft sérstaka kennslu í matsmökkun. Mætti því segja að hér viti vinstri höndin ekki hvað sú hægri gjörir. Klókir krummar Hrafninn (Corvus corax) er stærst- ur spörfugla, eða í það minnsta þyngstur. Hrafnar hafa, ásamt nokkrum öðrum hröfn ung um og stórum páfagaukum, stærstan heila allra fugla miðað við líkamsmassa, og standast í þessu samanburð við mörg spendýr, þar með prímata (1. mynd). Hrafninn hefur víða þokað af þéttbýlum svæðum undan ágangi manna en er engu að síður varp- fugl – og víðast staðfugl – víðar en nokkur fugl annar, um mestallt norðurhvel jarðar – í Evrasíu norðan frá Skandinavíu og Síberíu suður til Miðjarðarhafslanda og Tyrklands og í Atlasfjöllum nyrst í Afríku. Vestanhafs verpur hrafninn norðan frá Grænlandi, Alaska og Kanada suður til Mið-Ameríku (2. mynd).1 Til er fjöldi sagna af hátterni hrafna sem taldar hafa verið til marks um greind og álykt unar gáfu fuglanna:2 Veiðimaður á norðurslóð í Norður-Ameríku gengur fram á hrafn sem liggur með lappirnar upp eins og dauður væri hjá hræi af bjór. Dýrafræðingur sem klöngrast upp kletta til að merkja hrafnsunga í hreiðri verður að þola hríð af steinum sem foreldrarnir losa úr berginu og láta dynja á honum, og hávært krunk hrafns í óbyggðum vesturheims vekur athygli manns á púmu sem er að læðast kringum hann. Þeir sem þekkja gleggst til hrafna benda á að þessi dæmi staðfesti ekki rökhugsun eða ályktunargáfu fuglanna. Hrafnar taka upp á ýms- um leikjum og kúnstum, þannig að krummi sem leggst upp í loft hjá dauðu dýri er kannski ekki að látast vera dauður til að veiðimenn eða rándýr álykti að skepnan hafi verið eitruð svo fuglinn fái að búa einn að hræinu. Hrafnar eiga til að róta ýmsu lauslegu yfir þann eða þá sem áreita þá án þess að umhyggja fyrir eigin afkvæm- um sé þar að baki. Og hrafninn sem krunkaði yfir manninum og púmunni ætlaði líklega alls ekki að bjarga honum. Þvert á móti hefur hann sennilega verið að vísa villidýrinu á manninn. Þess eru nefnilega dæmi að hrafnar vísi Náttúrufræðingurinn 77 (3–4), bls. 76–80, 2009 1. mynd. Stærð heila- og líkamsstærðar fer saman innan nokkrurra dýrahópa, en miðað við aðra hópa hafa prímatar ívið stærri heila. Sumar hröfnunga og páfagaukategundir eru fyrir ofan meðaltalslínu fugla og falla betur að meðaltalslínu spendýra og jafnvel prímata.6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.