Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 84 stuðningi frá breska ríkinu og einka- aðilum (9. mynd). Auk formfræði- legra, fiskifræðilegra og annarra líf- fræðilegra rannsókna var markmið MBA frá stofnun félagsins að stuðla að rannsóknum í tilraunadýrafræði. Þetta má líklega skýra með vísan í þá staðreynd að meðal stofnfélaga MBA voru meðlimir hins nýstofn- aða Breska lífeðlisfræðifélags.23 Til þess að ná þessu markmiði var rannsóknastöðin búin takmarkaðri aðstöðu til lífeðlisfræðirannsókna, sem Keeble, Gamble, Jenkinson og Lucas nýttu sér við rannsóknir sínar. Aðstaðan skilaði hins vegar litlu meira í birtum niðurstöðum en því sem fjórmenningarnir framköll- uðu. Lífeðlisfræðingurinn Francis Marshall (1878–1949), sem kenndi við háskólann í Cambridge, gerði aðstöðuleysið að umtalsefni árið 1909. Hann kvartaði yfir því að dýralífeðlisfræði í Bretlandi hefði snúist alltof mikið um manninn, en lífeðlisfræði hryggleysingja „að mestu verið sniðgengin“. Marshall rakti þetta til þeirrar staðreyndar að breskir dýrafræðingar höfði enn varla áttað sig á mikilvægi tilrauna; það ástand viðhélst vegna skorts á tilraunastöðvum í Bretlandi „þar sem hægt er að halda dýr við stöð- ugar athuganir í náttúrulegu og heilbrigðu umhverfi“.24 Til þess að bæta úr þessu ástandi var að tillögu Lucas ráðist í endurbætur á lífeðlis- fræðiaðstöðunni í Plymouth 1911, árið sem Mines hóf rannsóknir sínar. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1920 sem mönnuð og almennilega tækjum búin lífeðlisfræðirannsókna- stofa varð að veruleika í Plymouth. Ólíkt aðstöðuleysinu í Plymouth var Dýrafræðirannsóknastöðin í Napólí mjög vel búin tækjum. Eftir að Anton Dohrn fór á eftirlaun tók sonur hans, Reinhardt, við rekstri rannsóknastöðvarinnar. Á meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði lagðist starfsemi stöðvarinnar nánast alveg niður og þurfti Reinhardt Dohrn að yfirgefa Ítalíu. Að stríðinu loknu barðist hann fyrir því að fá stöðina aftur í sínar hendur en gríðarleg andstaða var gegn því á Ítalíu og annars staðar í Evrópu. Til marks um það fékk Dohrn einungis stuðning frá fámennum hópi dýrafræðinga í Bretlandi. Fyrir þeim hópi fór dýra- fræðingurinn og athafnamaðurinn 8. mynd. Rannsóknastöðin í Napólí. – The Naples Zoological Station. 9. mynd. Frá opnun rannsóknastöðvarinnar í Plymouth 1888. – From the opening of the Plymouth Laboratory in 1888.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.