Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 22
Náttúrufræðingurinn 86 13. mynd. Lancelot Hogben (1895–1975), breskur dýrafræðingur. milli skipsins og lífeðlisfræðideild- arinnar, „því hún gæti ekki starfað eðlilega nema hægt væri að útvega nægilegt magn ferskra sýna allan ársins hring“.32 Mánuði síðar kom já- kvætt svar frá sjóðnum, sem varð til þess að rúmu ári eftir samtal Bidders og Hardys var loksins lagður horn- steinn að varanlegri uppbyggingu tilraunadýrafræði í Bretlandi, tæpum þrjátíu árum eftir að samsvarandi uppbygging hófst í Bandaríkjunum. Áhrif lífeðlisfræðideildarinnar á þróun tilraunadýrafræði í Bretlandi jukust smátt og smátt allan þriðja áratuginn. Til marks um þetta birt- ust á tímabilinu 1920–27 alls 35 greinar í vísindatímaritum byggð- ar á rannsóknum fastráðinna og gistivísindamanna við lífeðlisfræði- deildina í Plymouth, samanborið við 16 greinar gistivísindamanna á tímabilinu 1888–1919.33 Vísinda- mönnum sem unnu tímabundið við rannsóknastöðina að ýmiss konar líf- og haffræðilegum rannsóknum fjölgaði einnig jafnt og þétt allan áratuginn.33 Ef einungis er horft á þá gistivísindamenn sem unnu að rannsóknum í tilraunadýrafræði er ljóst að það var ekki fyrr en upp úr 1923 sem þeir fóru fyrir alvöru að hafa áhrif á rannsóknir lífeðlisfræði- deildarinnar.33 Flestir þeirra komu frá háskólum í London, háskólanum í Cambridge og Edinborgarháskóla. Þetta var engin tilviljun því þrír af mikilvægustu talsmönnum til- raunadýrafræði í Bretlandi á þriðja áratugnum komu frá þessum stofn- unum. Leiðtogi tilraunadýrafræð- inga í Cambridge var dýrafræðing- urinn James Gray (1891–1975).34 Í London gegndi Julian Huxley (12. mynd) þessu hlutverki eftir að hann var skipaður prófessor í til- raunadýrafræði við King’s College árið 1925.35,36 Lancelot Hogben (13. mynd) var helsta driffjöður tilrauna- dýrafræðinnar í Edinborg,35 en árið 1924 skipti hann alfarið yfir í þá fræðigrein þegar hann hóf tíma- mótarannsóknir sínar á vöðvasam- drætti í hryggleysingjum við lífeðlis- fræðideildina í Plymouth.33 Í þessu sambandi skiptir einnig máli að þeir voru á þessum árum allir kosnir í stjórn MBA, Gray árið 1919, Huxley 1920 og Hogben 1925. Það var held- ur engin tilviljun að gestkomandi tilraunadýrafræðingum fjölgaði ört upp úr 1923, því Hogben og Huxley, ásamt Francis A.E. Crew,37 voru í farabroddi tilraunalíffræðinga og áhugamanna um fræðigreinina sem það ár stofnuðu tímarit sem helga átti tilraunalíffræði og félag sem einblíndi á sama málstað. Tilraunatímarit og -félag Vinátta Huxleys, Hogbens og Crews byrjaði að gerjast í upphafi þriðja áratugarins, þegar þeir voru allir að koma fótunum undir sig eftir umrót fyrri heimsstyrjaldarinnar. Upphaf þessa má rekja aftur til des- ember 1919 þegar Huxley, sem þá hafði nýlega fengið lektorsstöðu við dýrafræðideild háskólans í Oxford, bað Hogben um að yfirfara handrit sem hann hafði verið að vinna að og snerist um tilraunir hans til að framkalla myndbreytingu í Axolotl- halakörtunni.38 Í svari Hogbens, sem þá gegndi lektorsstöðu við dýrafræðideild Imperial College of Science í London, lýsti hann yfir miklum áhuga á handritinu, sem varð til þess að hann endurtók tilraunir Huxleys næstu mánuði með jákvæðum árangri.39 Þetta var upphaf rannsóknasamstarfs tví- menninganna sem gat af sér grein um myndbreytingu í froskdýrum árið 1922.40 Meðan á þessu stóð var Crew árið 1921 ráðinn fyrsti forstjóri Rannsóknastofu í dýrakynbótum við Edinborgarháskóla. Hann hafði mestan áhuga á lífeðlisfræði kyn- ákvörðunar (physiological genetics) og millikynjum (intersex) meðal hryggdýra, sá áhugi kviknaði eftir að hann kynntist rannsóknum þýska erfðafræðingsins Richards Gold- schmidt (1878–1958) á millikynjum í náttfiðrildum.41 Huxley var á þess- um árum einnig mjög áhugasamur um rannsóknir Goldschmidts,42 sem leiddi til þess að árið 1921 var hann meðhöfundur greinar um millikyn í krabbadýrinu Gammarus chevreuxi.43 Það var sameiginlegur áhugi þeirra á rannsóknum Goldschmidts sem leiddi Huxley og Crew saman árið 1921. Í aprílmánuði það ár sam- þykkti Huxley að vinna með Crew að rannsóknum á áhrifum þess að ala hænsni á skjaldkirtli, en þær reyndust á endanum „algjörlega nei- kvæðar og ósannfærandi“.44 Huxley notfærði sér hinn nýtilkomna vin- skap við Crew og taldi hann á að ráða Hogben, sem gekk til liðs við rannsóknastofnunina í mars 1922.45 Á þessum árum byrjuðu Hogben og Huxley að ræða nauðsyn þess að setja á stofn tímarit sem helgað yrði tilraunadýrafræði.46 En þreif- ingar tvímenninganna enduðu þegar Hogben flutti til Edinborgar. Hogben hélt málinu vakandi þegar þangað var komið og vann í félagi við Crew að því að koma slíku tímariti á laggirnar fram á vormán- uði ársins 1923. Tilraunir þeirra báru hins vegar ekki árangur og varð það til þess að þeir ákváðu að fá Huxley í lið með sér og stofna British Journal of Experimental Biology (BJEB).47 Ritnefnd tímaritsins, sem skip- uð var Hogben, Crew, Huxley og nokkrum samstarfsmönnum þeirra, tilkynnti opinberlega stofnun BJEB í bréfi sem birtist í Nature í júlí 1923. Þar var lögð áhersla á að bresk líffræði stæði mjög höllum fæti varðandi möguleika á að birta „rannsóknir í tilraunalíffræði, sérstaklega innan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.