Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 22
Náttúrufræðingurinn 86 13. mynd. Lancelot Hogben (1895–1975), breskur dýrafræðingur. milli skipsins og lífeðlisfræðideild- arinnar, „því hún gæti ekki starfað eðlilega nema hægt væri að útvega nægilegt magn ferskra sýna allan ársins hring“.32 Mánuði síðar kom já- kvætt svar frá sjóðnum, sem varð til þess að rúmu ári eftir samtal Bidders og Hardys var loksins lagður horn- steinn að varanlegri uppbyggingu tilraunadýrafræði í Bretlandi, tæpum þrjátíu árum eftir að samsvarandi uppbygging hófst í Bandaríkjunum. Áhrif lífeðlisfræðideildarinnar á þróun tilraunadýrafræði í Bretlandi jukust smátt og smátt allan þriðja áratuginn. Til marks um þetta birt- ust á tímabilinu 1920–27 alls 35 greinar í vísindatímaritum byggð- ar á rannsóknum fastráðinna og gistivísindamanna við lífeðlisfræði- deildina í Plymouth, samanborið við 16 greinar gistivísindamanna á tímabilinu 1888–1919.33 Vísinda- mönnum sem unnu tímabundið við rannsóknastöðina að ýmiss konar líf- og haffræðilegum rannsóknum fjölgaði einnig jafnt og þétt allan áratuginn.33 Ef einungis er horft á þá gistivísindamenn sem unnu að rannsóknum í tilraunadýrafræði er ljóst að það var ekki fyrr en upp úr 1923 sem þeir fóru fyrir alvöru að hafa áhrif á rannsóknir lífeðlisfræði- deildarinnar.33 Flestir þeirra komu frá háskólum í London, háskólanum í Cambridge og Edinborgarháskóla. Þetta var engin tilviljun því þrír af mikilvægustu talsmönnum til- raunadýrafræði í Bretlandi á þriðja áratugnum komu frá þessum stofn- unum. Leiðtogi tilraunadýrafræð- inga í Cambridge var dýrafræðing- urinn James Gray (1891–1975).34 Í London gegndi Julian Huxley (12. mynd) þessu hlutverki eftir að hann var skipaður prófessor í til- raunadýrafræði við King’s College árið 1925.35,36 Lancelot Hogben (13. mynd) var helsta driffjöður tilrauna- dýrafræðinnar í Edinborg,35 en árið 1924 skipti hann alfarið yfir í þá fræðigrein þegar hann hóf tíma- mótarannsóknir sínar á vöðvasam- drætti í hryggleysingjum við lífeðlis- fræðideildina í Plymouth.33 Í þessu sambandi skiptir einnig máli að þeir voru á þessum árum allir kosnir í stjórn MBA, Gray árið 1919, Huxley 1920 og Hogben 1925. Það var held- ur engin tilviljun að gestkomandi tilraunadýrafræðingum fjölgaði ört upp úr 1923, því Hogben og Huxley, ásamt Francis A.E. Crew,37 voru í farabroddi tilraunalíffræðinga og áhugamanna um fræðigreinina sem það ár stofnuðu tímarit sem helga átti tilraunalíffræði og félag sem einblíndi á sama málstað. Tilraunatímarit og -félag Vinátta Huxleys, Hogbens og Crews byrjaði að gerjast í upphafi þriðja áratugarins, þegar þeir voru allir að koma fótunum undir sig eftir umrót fyrri heimsstyrjaldarinnar. Upphaf þessa má rekja aftur til des- ember 1919 þegar Huxley, sem þá hafði nýlega fengið lektorsstöðu við dýrafræðideild háskólans í Oxford, bað Hogben um að yfirfara handrit sem hann hafði verið að vinna að og snerist um tilraunir hans til að framkalla myndbreytingu í Axolotl- halakörtunni.38 Í svari Hogbens, sem þá gegndi lektorsstöðu við dýrafræðideild Imperial College of Science í London, lýsti hann yfir miklum áhuga á handritinu, sem varð til þess að hann endurtók tilraunir Huxleys næstu mánuði með jákvæðum árangri.39 Þetta var upphaf rannsóknasamstarfs tví- menninganna sem gat af sér grein um myndbreytingu í froskdýrum árið 1922.40 Meðan á þessu stóð var Crew árið 1921 ráðinn fyrsti forstjóri Rannsóknastofu í dýrakynbótum við Edinborgarháskóla. Hann hafði mestan áhuga á lífeðlisfræði kyn- ákvörðunar (physiological genetics) og millikynjum (intersex) meðal hryggdýra, sá áhugi kviknaði eftir að hann kynntist rannsóknum þýska erfðafræðingsins Richards Gold- schmidt (1878–1958) á millikynjum í náttfiðrildum.41 Huxley var á þess- um árum einnig mjög áhugasamur um rannsóknir Goldschmidts,42 sem leiddi til þess að árið 1921 var hann meðhöfundur greinar um millikyn í krabbadýrinu Gammarus chevreuxi.43 Það var sameiginlegur áhugi þeirra á rannsóknum Goldschmidts sem leiddi Huxley og Crew saman árið 1921. Í aprílmánuði það ár sam- þykkti Huxley að vinna með Crew að rannsóknum á áhrifum þess að ala hænsni á skjaldkirtli, en þær reyndust á endanum „algjörlega nei- kvæðar og ósannfærandi“.44 Huxley notfærði sér hinn nýtilkomna vin- skap við Crew og taldi hann á að ráða Hogben, sem gekk til liðs við rannsóknastofnunina í mars 1922.45 Á þessum árum byrjuðu Hogben og Huxley að ræða nauðsyn þess að setja á stofn tímarit sem helgað yrði tilraunadýrafræði.46 En þreif- ingar tvímenninganna enduðu þegar Hogben flutti til Edinborgar. Hogben hélt málinu vakandi þegar þangað var komið og vann í félagi við Crew að því að koma slíku tímariti á laggirnar fram á vormán- uði ársins 1923. Tilraunir þeirra báru hins vegar ekki árangur og varð það til þess að þeir ákváðu að fá Huxley í lið með sér og stofna British Journal of Experimental Biology (BJEB).47 Ritnefnd tímaritsins, sem skip- uð var Hogben, Crew, Huxley og nokkrum samstarfsmönnum þeirra, tilkynnti opinberlega stofnun BJEB í bréfi sem birtist í Nature í júlí 1923. Þar var lögð áhersla á að bresk líffræði stæði mjög höllum fæti varðandi möguleika á að birta „rannsóknir í tilraunalíffræði, sérstaklega innan

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.